Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 48

Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 48
barnakjóll Stærð: 9-12 (18) mánaða. Efni: RIKKE bómullargarn, (fáanlegt hjá íslenskum heimilisiðnaði) 3 hn óbl nr 17, 1 hn hvítt, 4 tölur eða hnappar. 55 (60) cm mjó sívöl teygja. Prjónar: Bandprjónar nr. 3 Vi, 60 cm hringprjónn nr. 3 Vi, heklunál nr. 2 Vi. Þensla: 11 L og 20 pr garðaprjón - 5 x 5 cm. 12 L og 15 umf slétt prjón -5x5 cm. Hnökrar: Prj í sömu L með hvítu, 1 sl, brugðið um pr, 1 sl, br um pr, 1 sl (5 L alls), snúið við og prj til baka með hvítu 5 L sl, snúið við, færið 4 hvítu L yfir á hægri pr, prj með grunnlit í 5. L steypið síðan 4 hvítu L yfir hana. Gætið þess að hvíta bandið liggi laust á röngu milli hnökranna. Slítið hvíta bandið frá eftir hverja umf, þar sem hnökrarnir eru alltaf prj frá réttu. Músatakkar: x 4 L fastahekl, 3 loft- lykkjur, 1 fastal í fyrstu loftlykkju x, endurtakið x-x. Blússa: Byrjað er framan á vinstri ermi. Fitjið upp á bandprjóna með lit nr 17, 40 (50) L. Prj garðaprjón eftir meðfylgjandi munstri. Hnökrar eru eingöngu á framstykki. Prj að háls- máli. Þá er bak- og framstykki prj hvort í sínu lagi. Fellt af í vinstri hlið hálsmáls, fitjaðar upp nýjar L í hægri hlið. Byrjið á framst. Geymið L af bakst. Prj vinstra bakst, fellið af. Fitjið upp 36 (41) L og prj 3 garða. Pá eru gerð 4 hnappagöt. Það efsta er 2 L frá hálsmálsbrún. Fellið af 2 L, prj 7 (8) L á milli hnappagata. Á næsta pr eru fitj- aðar upp 2 nýjar L þar sem fellt var af. Þegar hálsmáli lýkur er bak og framst sameinað og prj áfram eftir munstri. Fellt af. Saumið blússuna saman undir höndum. Saumað er frá réttu og tekið í borðin til skiptis, í ystu L hvers garðs. Pils: Prj upp á hringpr L neðan á blússu, byrjið í vinstri hlið. Prj frá réttu, farið í hvern garð og sl L á milli. Þegar kemur að útáhneppu á baki er hægra stykkið látið ganga yfir 6 garða á því vinstra og L prj upp gegnum bæði stykkin í einu. Eiga nú að vera á pr u. þ. b. 214 (222) L. Prj sl í hring 16 (20) cm. Prj hvítan garð, þ. e. 1 umf sl, 1 umf br, síðan 5 umf grunnlit. Endur- takið það þrisvar sinnum (4 sinnum alls). Fellið af. Frágangur: Heklið músatakka neðan á pils, framan á ermar og í hálsmál. Heklað er í hverja L á ermum og pilsi, en hvern garð í hálsmáli. Gangið frá endum, saumið í tölur og þræðið teygjuna neðan í brún blússu á röngu. Pressið létt yfir pilsið á kjólnum. Gott ráð er að geyma afganginn af garninu og prjóna neðan við kjólinn, þegar hann verður orðinn of stuttur. Á þessu sniði gerir ekkert til þó ermarnar styttist. H. T.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.