Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 50

Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 50
munkahetta Efni: U. þ. b. 60-70 gr. af plötulopa, 40-50 gr. eingirni, undið saman. Prjónar: Sokkaprjónar nr. 5 Vi. Prjón: Garðaprjón. Þensla: 13 L = 10 cm. Hettan er prjónuð með ámælingu, þ. e. að 5. og 6. hv pr eru ekki prj út umf. Við það verður hún ekki eins fyrirferð- armikil undir hökunni. 6. hv pr er með lengdum lykkjum. Er það gert með því að bregða bandinu tvisvar um pr, þegar prj er úr L lengjast þær. Fitjið laust upp 78 L. Prj eftir með- fylgjandi rúðumunstri. Fellið laust af. Jaðrið hettuna saman frá réttu, með eingirni. Takið í hvern garð. Þvoið hettuna, vindið upp úr mýkiefni og leggið slétta til þerris. H.T. skáprjónuð peysa Efni: Sauðsvartur plötulopi 400 gr. Grár plötulopi 300 gr. Priónar: Nr. 6. Þensla: 22 umf x 12 1 = 10 x 10 cm. Munstur: Frá réttu séð, 7 prjónar slétt, 1 brugðinn, 1 sléttur, 1 brugðinn. Endurtekið. Stcerð: 44-46. Prjónuð eru tvö stykki gagnstæð úr einum þætti af hvorum lit. Fitjaðar upp 2 lykkjur. Aukið er út í hverri um- ferð innan við síðustu lykkju á prjóni. Hætt er að auka út í annarri hliðinni eftir 9 munsturrendur til að mynda hálsmál að framan (sjá teikn.). Fullri breidd er náð eftir 11 rendur. Rauf fyrir handveg byrjar eftir 12 rendur. Úr því er fram og afturhluti prj hvor fyrir sig. Stykkin eru saumuð saman þannig að rendur standast á og mynda odda, líka á öxlum. Prjónaður er renn- ingur úr sauðsvörtum lopa í hálsmál. Prjónaðar upp 20 1 við aðra brún V- hálsmáls að framan, prj 1 sl 1 br í 100 umf. Saumað við hina brún V- hálsmáls. Kragi saumaður við hálsmál. Neðan á peysunni eru teknar upp 1201 með sauðsvörtum lopa og prj 10 umf 1 sl 1 br. Fellt af með garðaaf- fellingu. Ermar eru hér prjónaðar á ská eins og peysan, en þar sem hand- vegur er svona víður er nauðsynlegt að ermar þrengist fram. Fylgir hér rúðumunstur af erminni. Hin ermin prjónuð gagnstætt. Þegar ermar eru saumaðar í eru rendur á ermi látnar standast á við rendur á bol. Að síðustu er prjónaður brugðningur framan á ermar. Teknar upp 321 prj 1 br 1 sl í 10 umf. Peysan þvegin, lögð slétt til þerris. Auðvelt er að stækka eða minnka þessa uppskrift þar sem hvort stykki er ferningur. Aðeins tekið af horninu fyrir hálsmál. Handvegur á miðju, en nær einni rönd skemur en inn að miðju. Sjá teikningu. Hin peysan er enn einfaldari. Saumuð saman úr tveimur beinum ferningum. Hálsmál beint. Ermar sléttprjónaðar í hring frá öxl og fram. V. P. 50 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.