Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 8
gersemi var nú kölluð „drusla“ blygð-
unarlaust.
Og þá var úr vöndu að ráða: ullar-
kembingin hinn mesti flöskuháls í
framleiðslunni og yfirvofandi verkfall í
spuna- og flókagerðardeildinni. Þróun-
arverkefnið okkar var greinilega með
mikla vaxtarverki og sýndi öll einkenni
vaxandi íyrirtækis með aukna afkasta-
getu. Undirritaðri varð ljóst að leysa
þyrfti málin til lengri tíma og finna
kembivél sem ekki myndi „springa“
strax í fyrirtækinu. Og á ný var gruflað,
spáð og spekúlerað. Hringt og skrifað
um allan heim, sendar ullarprufur í til-
raunavinnslu hér og þar og reynt að
leggja mat á möguleikana.
Margir voru til í að selja okkur
kembivél en í ljósi reynslunnar vorum
við varkárar og vandlátar. Óskavélin átti
að endast okkur lengi, henta fyrir ís-
lenska ull og vera hönnuð með smáiðn-
að og handvinnslu í huga.
I allri þessari leit rákumst við á
kanadískan vélaframleiðanda, Patrick
Green, sem hefur getið sér gott orð sem
hönnuður og smiður ullarvinnslutækja
ýmiskonar. Okkur leist strax vel á til-
raunakembur úr íslensku ullinni okkar
frá honum og ákveðið var að hann væri
rétti maðurinn til að smíða „vélina okk-
ar“. Eftir mikil bréfaskrif og tilrauna-
vinnslu ullar töldum við loks að okkur
væri óhætt að leita eftir fjármagni til
vélakaupanna. Styrkumsóknir voru
skrifaðar og að nokkrum mánuðum
liðnum sáum við að okkur myndi vera
óhætt að leggja inn pöntun fyrir vélina
(haustið 1992).
Framleiðnisjóður landbúnaðarins, At-
vinnuþróunarsjóður Suðurlands, Jó-
hönnusjóður Félagsmálaráðuneytis og
Þingborgarhópurinn lögðu fram fé til
kaupanna og vélin kom síðan fullsmíð-
uð til landsins um það bil ári eftir að
hún var pöntuð (haustið 1993).
Leitað var á náðir Hraungerðishrepps
varðandi húsnæði fyrir dýrgripinn og úr
varð að bókasafn hreppsins var flutt úr
gamla Þingborgarhúsinu og vélinni út-
hlutað því plássi sem það áður hafði
haft. Gluggi var tekinn úr á efri hæð
hússins og vélinni komið inn á ævin-
týralegan hátt, öllum köllum sveitarinn-
ar smalað saman til verksins, sem gekk
vel og var tækið komið í hús fyrir jólin
1993.
Og þá var kátt í höllinni, kembivélin
til þjónustu reiðubúin og brúnin heldur
létt á spuna- og flókagerðarkonum og
jafnvel talað um að færa út kvíarnar og
þjónusta annað ullarvinnslufólk.
I vélinni er hægt að kemba jafnt til
flókagerðar eða spuna, blanda saman
hráefni og litum og gera nánast allt sem
hugurinn girnist. Flókagerðarkemburn-
ar eru u.þ.b. 50 cm breiðar en spuna-
Fyrsta vinnslustig efiirpvott er að tœta ullina iþessum tœtara. A myndinni
er Halldóra Óskarsdóttir Þingborgarkona.
Efiirþvott og tœtingu fer ullin í kembingu. Helga Thoroddsen setur ull á faribandið.
8