Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 10
A llt jram á síðustn áratugi
á—S var fatnaður af skornum
jL JLskammti á flestum ís-
lenskum heimilnm og var ofi mik-
il vinna lögð í að halda honum
vel við. Mikið kapp var lagt á að
hafa betri eða spariflíkur með
besta móti og þegar þær voru orðn-
ar snjáðar og lúnar var þeim slitið
út hversdags. Hversdagsfót, ígangs-
fót, voru yfirleitt fábreytt og fram
undir fyrri heimsstyrjöldina voru
þau víða öll heimaunnin og fólk
sleit fötum sínum út, allt að síð-
asta þmði, ef svo má segja. Yngri
systkini voru látin taka við fatn-
aði af eldri systkinum, eða hann
var gefinn öðrum. Nýtni og
nœgjusemi var lífsnauðsyn. Allt
var reynt að nota til hins ítrasta,
sauma upp úr, venda, nota í fóður,
bœtur og síðast í rýjur eða svokall-
aðar borðtuskur. Þetta var svo rót-
gróinn hugsunarháttur í íslensku
þjóðlífi fram yfiir miðja þessa öld
að enn eiga margir erfitt með að
henda nokkrum hlut.
Svanfríður Jónasdóttir, er lengi var vinnukona áýmsum betium í Bárðardal, í hversdags-
fótum sínum áriðl897. Hún hefurfest úrkeðjuna í hnappagat á dagtreyjunni og stungið
úrinu undir svuntustrenginn. Ljósm. Daniel Bruun.
DAGTREYJUR, SKAKKAR
OG SMOKKAR
Algengt var að venda notuðum föt-
um úr slitsterkum efnum. En hvað felst
í því að venda flík? Þegar flík var vent,
var henni sprett í sundur af mikilli
kostgæfni og slitnu hlið efnisins sem
þjónað hafði sem rétta, „vent“ yfir á
rönguna, þannig að óslitin rangan varð
að réttu og flíkin saumuð þannig saman
aftur. Það sama var oft gert er saumað
var upp úr gömlum flíkum, þá var þeim
„vent“ um leið og sniðin var ný flík.
Þetta höfðu konur sjálfsagt gert öldum
saman en kynslóð móður minnar (fædd
1917) var sjálfsagt sú síðasta sem þurfti
að venda og sauma upp úr fötum tii að
geta klætt börnin sín.
Þegar flíkur voru sniðnar var öilum
afgöngum af efninu „haldið vel til
haga“ svo hægt væri að bæta eða stykkja
flíkina ef siitgöt komu á hana. Ekki var
spurt um hve lengi væri verið að gera
við, bæta og staga, heldur hversu vel
það var unnið. Eðiiiegt var talið að eyða
drjúgum tíma í viðhald á fatnaði sem
fólk átti árum ef ekki áratugum saman
og flestir voru vel meðvitaðir um hve
langan tíma tók að „koma ull í fat“.
Viðgerðarprufur sem unnar voru í
kvenna- og húsmæðraskólum landsins á
þessari öld eru líklega meðal síðustu
„minnisvarða“ um þessa fyrrum nauð-
synlegu kunnáttu. Viðgerðir á fatnaði
eru eitthvað sem á nokkrum áratugum
er orðið svo fjarlægt fyrirbæri að varla
sést viðgerð flík, nema helst á barna- og
vinnufatnaði.
Viðgerðir og viðhald á íslenskum
fatnaði fyrri tíma er tvímælalaust verð-
ugt skoðunarefni, sem endurspeglar
margt um lífskjör almennings, ótrúlega
fátækt, elju, þolinmæði, vandvirkni og
ekki síst útsjónarsemi.
En hvernig voru íslenskar hversdags-
flíkur og hvaða nöfnum voru þær
nefndar? Um það mætti skrifa margar
bækur en þessi grein fjallar aðeins um
eina slíka flík, dagtreyjuna. Hana not-
uðu margar íslenskar konur hversdags
með síðu og víðu pilsi, allt fram á þriðja
tug 20. aldar.
Ég hef orðið vör við að margir þekkja
orðið dagtreyja en fáir vita um hvers
konar treyju er að ræða. Mig langar því
að reyna að bæta eilítið hér úr. f því
10