Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 12
Dagtreyja, Þjms. nr. 1964:63. Ljósm. Myndastofa Þjóðminjasajhs Islands.
innar erlendis. Ekki síst var líklega
vinnusparnaður í að sauma treyjur,
frekar en að prjóna þær úr fíngerðu
garni. Tilkoma saumavéla á næstu ára-
tugum ýtti einnig undir þessa þróun.
I íslenskum nútímabókmenntum er
stundum talað um konur í dagtreyjum.
Þeim er samt sjaldnast lýst frekar en
öðrum hversdagsfatnaði, enda ekki vani
að fjalla mikið um venjulega hluti, sem
„allir þekktu“. Rithöfundarnir Þórberg-
ur Þórðarson, Guðmundur G. Hagalín
og Halldór Laxness hljóta að hafa þekkt
dagtreyjur því að þeir nefna þær iðulega
í bókum sínum. I æviminningum frá
seinni hluta 19. aldar er einnig stund-
um minnst á dagtreyjur.
I „Sjálfstætt fólk“ lýsir Laxness t.d.
klæðnaði Rósu, konu Bjarts í Sumar-
húsum og segir m.a.: „Hann hafði gefið
henni rósóttan búðarkjól sem var ágæt-
ur í þurki, en hún vildi þá alltaf vera í
gömlum strigakjól sem hún hafði notað
við mjaltirnar á Rauðsmýri, eða snjáðu
ullarpilsi og stagbættri dagtreyju, og
það var einhver ólíðan í henni allri,...“
Seinna í bókinni fáum við lýsingu á
klæðnaði Finnu gömlu: „... Finna kom
frammí loftið og háttaði sig. Hann
heyrði hana hneppa frá sér treyjunni og
stíga úr pilsinu. Hún smeygði þraungri
klukkunni frammyfir höfuð sér með
dálitlum erfiðismunum. Síðan fór hún
uppí rúmið við hlið barnsins og klæddi
sig úr afgánginum af spjörunum undir
sænginni. Hann heyrði hana enn
hneppa frá sér tveim þrem tölum, og
stimpast við að fara úr nærklæðunum
milli rekkjuvoðanna. Svo lagðist hún
útaf og strauk sig dálítið hér og hvar
undir sænginni“.
Þegar Þórbergur Þórðarson lýsir lifn-
aðarháttum í Reykjavík á síðara helm-
ingi 19. aldar (Frásagnir, Mál og menn-
ing, Rv. 1983) segir hann m.a:
„Hversdagsklæðnaður kvenna var
sirztreyja, lífstykki, nærskyrta úr lérefti,
svart vaðmálspils, röndótt millipils,
venjulega úr tvisti, nærbuxur, sirz-
svunta, svartir ullarsokkar, spjaldofin
sokkabönd, bryddaðir sauðskinnsskór
og skotthúfa. Sumt kvenfólk gekk
einnig í prjónakoti sem náði niður á
mitt læri...Algengt var að hafa prjón-
aða þríhyrnu á herðum og klút á höfði,
hnýttan undir kverk og hornið látið lafa
niður á herðarnar“ (bls. 106-107).
Myndefni af dagtreyjum er frekar fá-
tæklegt, því hversdagsfatnaður var ekki
myndefni. Finna má samt myndir, ef
vel er að gáð, er sýna vinnandi konur í
dagtreyjum. Besta myndin sem ég man
eftir er þekkt mynd sem Daniel Bruun
tók af mjaltastúlku. Hún mun vera tek-
in árið 1897 og er af Svanfríði Jónas-
dóttur í Bárðardal. Myndin prýðir kápu
íslensku útgáfunnar á verki Bruuns, „Is-
lenskt þjóðlíf í þúsund ár“, sem bókaút-
gáfan Orn og Orlygur gaf út í þýðingu
Steindórs Steindórssonar árið 1987.
Dagtreyjur má sjá á fleiri myndum
Bruuns og einnig á myndum Sigfúsar
Eymundssonar ljósmyndara, svo nokk-
uð sé nefnt.
En nákvæmar heimildir um dagtreyj-
ur er næstum einungis að finna í þeim
treyjum sem varðveist hafa á söfnum,
úr svörum við spurningaskrám Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins og hjá
einstaka eldra fólki.
Aður en ég lýsi dagtreyjum í eigu
Þjóðminjasafnsins ætla ég að draga
fram lýsingar á þeim og öðrum tilheyr-
andi hversdagsfatnaði kvenna úr svör-
»131 við spurningaskrám Þjóðháttadeild-
arinnar. ítarlegustu lýsingarnar fann ég
í spurningaskrá nr. 24, þar sem spurst
var íyrir um heyannir.
I svörum konu úr Kópavogi, sem
fæddist 1893, er m.a að fmna efdrfar-
andi:
„Ég man það frá mínum barnsárum
að konur klæddust yst fata í svokallaðar
dagtreyjur, pils sem voru lík í sniðinu
og peysufatapils, þá mittissvuntu og
þríhyrnu. Treyjurnar voru oftast úr vað-
máli. Það er að segja ígangstreyjur (er
notaðar voru hversdags) en stundum
líka úr útlendu efni, ef svo stóð á að var
verið að slíta þeim út. Þá var ekki siður
að henda flíkinni íyrr en hún var útbætt
og stöguð. Þessar treyjur voru sniðnar
þannig að þær voru alveg sléttar með
axla- og hliðarsaumum, púff á öxlum (á
ermum), frammjóum sléttum ermum
og brjóstsaumum, náðu ofan í pils-
strenginn“.
Og kona frá Stokkseyri, fædd 1904,
segir m.a. um heyvinnuföt:
„Venjulega var fólk í sömu fötum við
heyvinnu í góðu veðri, sem það gekk í
daglega heimafyrir. Konur voru í dag-
treyju sem kallað var. Hún var venju-
lega úr sirsi, rósóttu eða dropóttu,
fóðruð, aðskorin, hneppt að framan,
kragalaus með löngum ermum, síddin
aðeins niður íyrir mittið, gyrt ofan í
pilsið. Pilsið var úr einskeftu eða vað-
máli, dökkleitt, oftast einlitt, fellt undir
strenginn og náði niður á mjóalegg. Svo
var svunta úr tvisti, rykkt eða felld und-
ir stálið. Stundum voru þær í óvönduðu
pilsi utan yfir sem nefndist kastpils og
voru fullorðnar konur oft í kastpilsi úr
pokastriga. A herðunum höfðu þær
prjónaða þríhyrnu kögraða, sem var
lögð á misvíxl á brjóstinu og bundin
afturfyrir um mittið. Skýluklút úr sirsi
höfðu þær á höfðinu. Sokkarnir sem
konur voru í voru úr ull, oft úr togi ef
þær þurftu að vaða. Skórnir voru ann-
aðhvort úr kindarskinni eða stórgripa-
skinni. I rigningu eða köldu veðri voru
þær í rigningarúlpum, sem nefndar
voru, þær voru úr vaðmáli eða ein-
skeftu, einhnepptar upp í háls og náðu
niður á mjaðmir. Rónir sjóvettlingar
voru mikið notaðir sem hrífuvettlingar.
Við bindingu voru notaðir hanskar úr
ullarbandi, sem voru með þremur
þumlum sem náðu fram á miðja fmgur
og voru opnir framúr. Einn þumallinn
var fyrir þumalfmgur, svo voru tveir
fingur í hvorum hinna....... Ef heyjað
var á votengi fór fólk oft úr sokkunum
þegar hlýtt var í veðri, og brettu þá
karlmenn upp buxurnar eða bundu þær
upp, en konur styttu upp pilsin“.
Að síðustu eru skilmerkileg svör karl-
12