Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 28
Móttökunefndin sem var kjörin til aS taka á móti Halldóru Bjarnadóttur og greiða götu bennar vestan hafs. Halldóra situr fyrir miðju ífremri röð. Myndin var tekin í Winnipeg i maí 1938. FERÐ HALLDÓRU BJARNADÓTTUR TIL VESTURHEIMS 1937-1938 Það er af mörgu að taka þegar sagt er frá lífsstarfi Halldóru Bjarnadóttur, sem var brautryðjandi á mörgum sviðum ís- lensks þjóðlífs. I þessari grein ætla ég aðeins að rekja eitt dæmi af þeim verk- efnum, sem Halldóra tókst á hendur í þágu heimilisiðnaðarins. Ferð Halldóru Bjarnadóttur um Is- lendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada árin 1937-38 er lítt þekkt á fs- landi, en gefur góða mynd af konunni og starfi hennar. Ferðin var farin í þeim megintilgangi að kynna íslenskan heim- ilisiðnað og styrkja þar með stöðu hans meðal Vestur-íslendinga. Jafnframt kynnti Halldóra annað hugðarefni sitt, samtök kvenna á íslandi, en starf henn- ar að uppbyggingu íslenskra kvenna- samtaka er annar meginþáttur í lífsstarfi hennar. Með þessari frásögn, sem er hluti af stærri rannsókn, vonast ég til að leggja lítið eitt af mörkum til að minn- ing Halldóru Bjarnadóttur fyrnist ekki. Guðrún Helgadóttir AÐDRAGANDI VESTURFARAR HALLDÓRU BJARNADÓTTUR Aðdragandi vesturfararinnar var lang- ur, ef litið er til stærra samhengis en ævi Halldóru. íslendingar tóku að flytjast vestur um haf upp úr 1870 og fyrsti hópur íslenskra landnema kom til Kanada árið 1873 (Júníus H. Kristins- son, 1983). Allt frá þeim tíma voru menningarleg tengsl milli íslands og landnámsins vestra. Tengslin voru bæði með formlegum hætti, ef svo má segja, og með persónulegum hætti. Formlegu tengslin voru skipulegt starf, svo sem útgáfustarfsemi á íslensku, íslensku- kennsla fyrir börn og fyrirlestraferðir ís- lenskra fræðimanna um Bandaríkin og Kanada. Þetta voru aðferðir sem Vest- ur-íslendingar sem hópur viðhöfðu til að styrkja menningu sína. Persónuleg tengsl vina og vandamanna yfir lönd og sæ hafa þó átt jafnríkan þátt í að móta þjóðernisvitund kanadískra og banda- rískra þegna af íslenskum uppruna. Hin formlegu tengsl miða gjarnan að því að auka hróður þjóðernisins, en persónu- legu tengslin eru byggð á gagnkvæmri umhyggju einstaklinga. Halldóra Bjarnadóttir tengdist Vest- 28

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.