Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 30
bar að landi, en „Einhverjir karlar
mættu mér við skipshlið, útsendir af
Eimskip, fóru með mig á hótel til matar
og gistingar, fylgdu mér milli skipa eða
á járnbraut“ (Vilhjálmur S. Vilhjálms-
son, 1960, bls.178). Móttökunefndin
var með Halldóru í anda frá því hún
steig á land í Ameríku, því hennar beið
skeyti frá nefndinni þar sem hún var
vöruð við vasaþjófunum. Ekki virðist
Halldóra þó hafa verið hrelld, því hún
segir að ferðakisturnar með sýningar-
gripunum hafi verið ólæstar, bara
bundnar aftur og hafi hún ekki orðið
vör við þjófnað eða annað misjafnt í
ferðinni.
Meiri innileiki er í lýsingu Halldóru á
viðtökum móttökunefndarinnar en
þeirra Eimskipsmanna. Móttökunefnd
tveggja kvenna úr hverju félagi, sem tók
þátt í boðinu, hafði verið skipuð til að
sjá um ferðir Halldóru vestra, sýning-
una og fyrirlestrahald. Mér telst svo til
að þær hljóti að hafa verið 10 en Hall-
dóra talar um ellefu manna móttöku-
nefnd. Halldóra segir þær hafa tekið á
móti sér með „hinni mestu ástúð“ (Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson, 1960, bls.
178). Ennfremur segir Halldóra í Hlín
1938 að viðtökurnar hjá löndum okkar
vestra hafi verið hinar ástúðlegustu og
þar hrósar hún undirbúningi móttöku-
nefndarinnar sérstaklega (Tímarit Þjóð-
ræknisfélags Islendinga, 21. árg. 1940;
Halldóra Bjarnadóttir, 1938a).
Samkvæmt lokaskýrslu og reikning-
um móttökunefndarinnar sem sam-
þykkt voru á 20. ársþingi Þjóðræknisfé-
lags íslendinga í febrúar 1939 hélt
Halldóra 30 samkomur á ferð sinni.
Hin fyrsta var í Fyrstu lúthersku kirkju
í Winnipeg og hin síðasta í Sambands-
kirkju í sömu borg. Viðkomustaðir
Halldóru voru beggja vegna landamær-
anna, í Washington, Norður-Dakota og
Minnesota-fylkjunum í Bandaríkjunum
og í Bresku Kólumbíu, Alberta,
Saskatchewan og Manitoba-fylkjum
Kanada.
Eftirtaldir viðkomustaðir Halldóru
voru tilgreindir í blöðum og tímaritum
Vestur-Islendinga 1937-1940: 1.
Seattle, Washington; 2. Bellingham,
Washington; 3. Blaine og Point Ro-
berts, Washington; 4. Vancouver,
Bresku Kólumbíu; 5- Edmonton, Al-
berta; 6. Moose Jaw, Saskatchewan; 7.
Regina, Saskatchewan; 8. Wynyard,
Saskatchewan; 9. Leslie, Saskatchewan;
10. Foam Lake, Saskatchewan; 11.
Churchbridge, Saskatchewan; 12.
Winnipegosis, Manitoba; 13. Langruth,
Manitoba; 14. Lundar, Manitoba; 15.
Arborg, Manitoba; 16. Riverton, Man-
itoba; 17. Gimli, Manitoba; 18. Sel-
kirk, Manitoba; 19. Winnipeg, Man-
itoba; 20. Upham, N.- Dakota; 21.
Akra, N.- Dakota; 22. Mountain, N,-
Dakota; 23. Garðar, N.- Dakota; 24.
Minneapolis, Minnesota; 25. Minn-
eota, Minnesota.
Viðkomustaðir hennar voru mun
fleiri en annarra gesta sem ferðuðust í
boði Þjóðræknisfélagsins á þessum ár-
um (Tímarit Þjóðræknisfélags íslend-
inga, 19.-21. árg. 1938-1940). f skýrslu
móttökunefndar eru taldar 30 samkom-
ur, en í Lögbergi er sagt frá samkom-
um, sem ekki eru taldar í skýrslunni.
Halldóra segist sjálf hafa haldið um 50
samkomur. Ef allt er talið er sú tala ekki
fjarri lagi (Halldóra Bjarnadóttir,
1938a). Víkjum nú að því sem skrifað
var í Lögberg og frásögnum Halldóru í
Hlín til að fræðast um ferðina.
FYRIRLESTRAFERÐIN
Fyrirlestrahaldið og sýningarnar
hófust í Winnipeg með fyrirlestri í
Fyrstu lúthersku kirkju og að sýningin
var sett upp í „einum stærsta sýningar-
sal borgarinnar" ( Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, 1960, bls. 178). Halldóra
segist auðvitað hafa klæðst skautbún-
ingnum. Þessi fyrsti fyrirlestur var vel
sóttur og í kjölfarið fylgdu fyrirlestrar
víða um íslendingabyggðir beggja vegna
landamæranna. Yfirleitt flutti Halldóra
fyrirlestrana í kirkjum íslensku safnað-
anna og setti sýninguna upp á sama
stað. Kvenfélögin sáu um kaffiveitingar
sem oftast voru í Iok samkomunnar.
Oft var einsöngur á dagskrá, auk erind-
is Halldóru, og undir borðum var oft
samsöngur. Um fyrirlestra sína segir
Halldóra að hún hafi flutt kveðjur og
almennar fréttir að heiman, talað um
samtök kvenna á íslandi, heimilisiðnað
og kynnt sýninguna (Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, 1960; Halldóra Bjarnadótt-
ir, 1938b).
Vikuritið Lögberg flutti nokkrar frá-
sagnir af fyrirlestrum og sýningahaldi
Halldóru, auk þess sem þar voru birtar
auglýsingar um samkomurnar. Fyrsta
frásögnin er af hátíðahöldum á íslend-
ingadaginn 25.7. 1937 í Blaine, Was-
hington. Þar kemur fram að fröken
Halldóra Bjarnadóttir, sem er kynnt
sem ritstjóri og útgefandi kvennablaðs-
ins Hlín, hélt aðalræðu dagsins. Ekki er
fjölyrt um boðskapinn annað en að hún
hafi flutt kveðjur og fróðleik frá „gamla
landinu“ og var því vel tekið. Síðan seg-
ir: „Þessi tignarlega og gáfaða kona,
klædd hinum íslenska þjóðbúningi tók
sig prýðilega út á ræðupallinum, þar
sem hún flutti erindi sitt.“ (V.B. 1937,
bls. 2). Oft var vikið að þessu í frásögn-
unum, að Halldóra hafi komið vel fyrir.
Sautjánda september var Halldóra
enn úti við Kyrrahafsströnd, en það
kvöld var haldin samkoma íslendinga í
Seattle. Þrjú íslensk kvenfélög sáu um
undirbúning samkomunnar og veiting-
ar. A dagskránni voru einsöngur Gunn-
ars Matthíassonar og erindi Halldóru
Bjarnadóttur. Allir tóku svo undir í
samsöng íslenskra þjóðlaga á eftir (Jak-
obína Johnson, 1937). Samkomuna
sóttu um 90 manns samkvæmt þessari
frásögn og var Halldóru og sýningunni,
sem var höfð uppi um kvöldið, vel
fagnað. I sömu klausu er þess einnig
getið að handavinnusýningin hafi verið
30