Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 33

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 33
dóra tækifærið ekki einungis til að draga upp mynd af lífi landans, heldur einnig til að andmæla því orðspori að þeir láti sig málefni og hag Islands litlu varða. Þvert á móti, hún sagði frá því sem dæmi um hvað menn fylgdust vel með framþróun mála á Islandi, að með klukkustundar erindi um það sem nýj- ast og markverðast væri heima, hefði hún engar fréttir fært þeim ( Halldóra Bjarnadóttir, 1938a). Ef til vill tók hún hér heldur djúpt í árinni til að leiða les- andanum fyrir sjónir hversu vel að sér landar í Vesturheimi væru um Island. Dæmið sýnir þó hug hennar og mat á viðhorfi lesenda til landa sinna í vestri. Með lýsingum á menningarlífi Is- lendinga vestra renndi Halldóra stoðum undir þá fullyrðingu sína að þeir væru árvakrir útverðir íslenskrar menningar. I framhaldi af því áminnti hún lesendur: „Sannarlega eiga þeir annað skilið af okkur en afskiftaleysi og tómlæti“ (Halldóra Bjarnadóttir, 1938a, bls. 21). Það hefði verið ólíkt Halldóru að vekja máls á vanda án þess að hvetja til ákveðinna aðgerða. Hún spurði: „Hvað getum við gert og hvað eigum við að gera til að viðhalda samúð og vináttu og auka samvinnu?“(Halldóra Bjarna- dóttir, 1938a, bls. 33). Svarið hafði hún á reiðum höndum, hún hvatti til bréfa- skipta milli ættingja og vina yfir hafið. Hún hafði fundið, að þeir Vestur-ís- lendingar sem höfðu bréfasamband heim stóðu landi og þjóð mun nær en hinir. Að mati Halldóru voru samskipti Vestur- og Austur-Islendinga báðum aðilum í hag. Islandi í menningar- og viðskiptalegu tilliti engu síður en þjóð- arbrotsins í vestri. Hún virðist hafa myndað sér ákveðna skoðun á stöðu innflytjenda og eðli þjóðarbrots í stærri heild, og stenst sú skoðun fyllilega tím- ans tönn. Um Vesturheim sagði Hall- dóra: „Þangað eru komnar þjóðir úr öllum löndum undir himninum, hver með sína mentun og menningu, and- lega og líkamlega. Þetta aðkomufólk verður brátt fyrir miklum áhrifum af þarlendri menningu og mentun. Svo vinnur það þau störf í hinum nýja verkahring, sem þörf og tíðarandi kref- ur, það er heilbrigð þróun og eðlileg" (Halldóra Bjarnadóttir, 1938b, bls. 85). Af þessum orðum má ráða að Hall- dóru var ekki aðeins í hug að auka gagnkvæm kynni. Hún gekk skrefi lengra og tók upp þykkjuna fyrir landa okkar í vestri, sem lágu jafnvel undir á- mæli fyrir að hafa hlaupist af landi brott, flúið frá vanda íslands. Þar með efndi hún loforðið sem hún gaf að skilnaði, að reka erindi Vestur-Islend- inga heima. Það er því óhætt að segja að Halldóra hafi verið Vestur-Islending- um góður gestur. Þeir voru henni einnig góðir gestgjafar, enda sagði hún: „Árið sem ég var hjá löndum mínum vestan hafs, er það skemmtilegasta ár, sem ég hef lifað“ (Halldóra Bjarnadóttir 1938a, bls. 35). Það er að vonum, ef marka má eftirfarandi kveðju, sem henni var færð á íslendingadaginn 25.7. 1937 í Blaine, Washington. Kvæðið er eftir Þórð Kr. Kristjánsson og fer vel á að ljúka þessari samantekt á orðum hans, því þau lýsa annars vegar þeim á- hrifum sem gesturinn hafði á áheyrend- ur sína og hins vegar þeim hugsjónum sem heimsókn hennar byggðist á. HEIMILDIR: Auglýsing. Lögberg 14.10.1937, 4. 11.1937, 3.2. 1938, 2.4. 1938, 14.4. 1938, 28.4. 1938. Halldóra Bjarnadóttir (1925b). Utsala á ís- lenskum heimilisiðnaði. Hlín 9,46-48. Halldóra Bjarnadóttir (1938). Kveðja og þökk. Lögberg28.4. 1938. Halldóra Bjarnadóttir (1938a). Hjá Islend- ingum í Vesturheimi. Hlín 21. 17-35. Halldóra Bjarnadóttir (1938b). Heimilis- iðnaður íslendinga í Vesturheimi. Hlín 21. 76-85. Jakobína Johnson (1937). Bréf. Lögberg 7.10. 1937. Júníus H. Kristinsson (1983). Vesturfara- skrá 1870-1914. Sagnfræðistofnun Há- skóla Islands, Reykjavík. Magnús Guðmundsson (1988). Ull verður gull. Ullariðnaður Islendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Safn til Iðnsögu Islendinga II. Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík. R. M. (1938). Hátíð í Laugardagsskólanum. Lögberg 10.2. 1938. S. Guðmundsson (1937). Fréttir frá Ed- monton. Lögberg 11.11. 1937. Séra Jakob Jónsson (1937). Halldóra Bjarnadóttir í Vatnabyggðum. Lögberg 7.10. 1937. Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga, 19. ár (1938). Atjánda þing Þjóðræknisfélagsins. Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga, 20. ár (1939). Nítjánda ársþing Þjóðræknisfé- lagsins. Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga, 21. ár (1940). Tuttugasta ársþing Þjóðræknisfé- lagsins. Ur borg og byggð. Lögberg 10.3. 1938. V.B. (1937). Íslendingahátíð í Blaine. Lög- berg 26.8. 1937. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (1960). Hall- dóra Bjarnadóttir, ævisaga. Setberg, Reykjavík. Þórður Kr. Kristjánsson (1937). Ávarps- kveðja til Halldóru Bjarnadóttur frá Reykjavík. Lögberg 26.8. 1937. GuSrún Helgadóttir Ávarpskveðja til Halldóru Bjarnadóttur fró Reykjavík. Eins skær eins og Venus við skýrof á I|fclchj:;Q¥|JT i skafrennings landnorðan haustnátta byl, með lýsigullsbjarma frá íslenskum eldi, sem árdísir kynda í Þórgunnu veidi, meðan ísland, vort ættland, er til. Þú komst til að flytja okkur kveðju til minja, um kærasta blettinn á þessari jörð. Þeim velvildarhug ekki viljum við synja, án vinfengis tengsla, sálborgir hrynja, í móðurlands tunguna myndast skörð. Já, velkomin sértu frá sambandi kvenna, •er sendi þig ókunna vestur um haf, í spor þín hér aldrei mun óhróðri fenna, því ættgöfgis tign má í svip þínum kenna, sem Guð þér í heimanmund gaf. Og þegar þú lendir við landgöngubrúna, eftir langferða hnjaskið um Kanada strönd, þá fagni þér íslenzkir fánar við húna, og föðurlandsástin með samvinnutrúna, til orku um alheimsins lönd. 33

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.