Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 34
Haraldur DiSriksson.
7—lallega smíðaður spunarokkur
f 7 gííz/r verið hreint augnayndi á
JL að líta, nánast listaverk. En
spunarokkur þarfað vera meira en augna-
yndi, hann þarfað vera á þann hátt gerð-
ur að það sé auðvelt að spinna á hann, og
til þess að það lánist þarf að ýmsu að
hyggja enda gripurinn samsettur úr mörg-
um einingum.
Rokkur.
ROKKASMIÐUR Á SELFOSSI
íslenski spunarokkurinn er sérstakur
á margan hárt, og þá helst að hann er
oft nettari og fínlegri smíði en margar
aðrar tegundir spunarokka.
Venjulega eru flestar einingar rokks-
ins renndar og þar kemur vel fram hve
leikinn smiðurinn er og svo í hinu að
fullt samræmi sé miili allra hluta rokks-
ins.
Aður fyrr voru hér fjölmargir rokka-
smiðir og gripir margra þeirra mjög eft-
irsóttir. Rokkarnir voru atvinnutæki
sem til voru á nær öllum heimilum
landsins og fleiri en einn á mörgum.
Failegustu og bestu rokkarnir urðu oft
að ættargripum sem konur skildu síst
við sig, til dæmis voru þær ófáar kon-
urnar, er urðu landnemar í Kanada,
sem tóku spunarokkinn sinn með sér
yfir hafið, það eru til margar ljósmyndir
og frásagnir sem sýna að rokkurinn
kom sér vel fyrir frumbyggjana og var
mikið notaður.
Nú eru ekki margir smiðir sem smíða
34
gömlu íslensku gerðina af spunarokk-
um.
Hér segir af einum völundi sem býr á
Selfossi og hefur getið sér orð fyrir fal-
lega smíðisgripi sína, og þá ekki síst fyr-
ir spunarokkana sem hann
hefur smíðað, en þeir eru nú
komnir hátt á sjöunda tuginn.
Þetta er Haraldur Diðriks-
son frá Langholti í Flóa, fædd-
ur 1914 og því orðinn áttræð-
ur að aldri. En það sér enginn
á Haraldi, að hann sé kominn
á þennan aldur, hann er
heilsuhraustur og starfsorkan
og vinnugleðin enn til staðar.
Haraldur ólst upp í Lang-
holti til 16 ára aldurs og vann
við bú foreldra sinna fram að
þeim tíma. Móðir hans var
systir listmálaranna Ásgríms
og Jóns Jónssona.
Árið 1930 fluttist fjölskyld-
an til Eyrarbakka. Þá var Har-
aldur búinn að ákveða að læra trésmíði.
En ekki komst hann strax að sem lær-
lingur hjá meistara á Eyrarbakka, á því
varð tveggja ára bið. Námið tók þrjú og
hálft ár, var hefðbundið alhliða tré-
Utskorinn hnífur, skeiS oggaffall.
X