Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 36

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 36
SILKIMJÚKAR SLÆÐUR Snegla (Ijósmynd afglugga). Meðal þeirra listmuna, sem finnast í Sneglu eru handmálaðar silkislæður. Slæðurnar eru afar ólíkar. Segja má að hver höfundur hafi sinn stíl og eru engar tvær slæður eins. Aðferðirnar við að mála á silkið eru margvíslegar. Sumar eru málaðar með silkilitum, en til eru margar tegundir af slíkum litum. Aðrar eru málaðar með sérstökum tauþrykkslitum. Slæðurnar eru mismunandi að stærð og lögun, bæði jafnhliða og aflangar og er algeng- asta stærðin 90 x 90 sentimetrar, en líka eru þær til stærri, þær stærstu 112 x 112 sentimetrar. Silkið í slæðunum er einnig mismunandi að þykkt. Það þynnsta er 22 gramma silki, sem er afar þunnt og létt og svo þykkara, allt upp í 65 gramma silki, sem er nokkuð þykkt. Slæðudagar voru haldnir í Sneglu í vor Reykjavík eru starfandi nokkur listhús. Eitt peirra er í gömlu húsi á horni Grettisgötu og Klapparstígs og nefnist Snegla listhús. Snegla list- hús hóf starfsemi sína í ágúst 1991. Aðdragandinn að stofnun- inni var sá, að tveir hópar kvenna, sem störfuðu flestar við textíla, ákváðu að sameinast um vinnu- og söluaðstöðu. Annar hóp- urinn var Verkstæðið V, sem hafði haft verkstœðis- og söluað- stöðu í Þingholtsstrœti í Reykjavík og hinn hópurinn var Fjórar grœnar og ein svört í sófa, sem hafði haft sína aðstöðu í Iðnbúð í Garðabæ. Akveðið var að jjölga meðlimum og fá konur úr fleiri listgreinum til að taka pátt í starf- seminni. Talan fimmtán pótti hœfileg stærð og pví varð úr, að fimmtán konur úr ýmsum list- greinum sameinuðust um leigu á hluta afhúsinu Grettisgötu 7, sem er gamalt hús miðsvæðis í borg- inni. Töluverða bjartsýni purfti til að ráðast í starfsemi sem pessa á tímum samdráttar í pjóðfélaginu. En tíminn hefur leitt í Ijós, að full pörf er á listhúsi sem pessu og að fólk virðist kunna vel að meta pá fjölbreytni í list og listiðnaði, sem Snegla hefur að bjóða. sem leið með sýningu á handmáluðum silkislæðum. Sex meðlimir Sneglu-hóps- ins tóku þátt í sýningunni. Við birtum hér myndir af nokkrum slæðum, sem þar voru sýndar. Texti: Herdís Tómasdóttir. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson. 36

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.