Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 39

Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 39
ERMAR: Fitjið upp 43-45 L á sokkaprj. nr. 4 og prj stroff samkvæmt munstri nr. 2. Skiptið í prj nr. 5 og prj slétt með grænum lit nr. 9422, aukið jafnt 17 L í fyrstu umf í 60-62 L. Aukið um 2 L á miðri erminni í 5. hverri umf, 18-19 sinnum (96-100 L) Prj ermina 48-52 cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið í saumavél tvo sauma með þéttu spori utan um br. L á bolnum og klippið á milli. Lykkið saman á öxlum og ermarnar við bolinn. Klömbrur LÝSING: Peysa úr LÉTTLOPA, prjónuð með myndprjóni. Stærðir S-L. EFNI: LÉTTLOPI (í svigunum eru áherslu- litirnir) FLÖTUR: I: gulur litur nr. 9426 - (9427,9264) II: grænn litur nr. 9422 - (9421,9423) III: grænblár litur nr. 9423 - (9424,9422) Langur hringprjónn eða beinn prjónn nr. 4'/2, og 5. Stuttur hringprjónn nr. 4. PRJÓNFESTA: 18 L og 24 umf slétt prjón gera 10 x 10 cm reit á prjóna nr. 5. Sannreynið prjónfestuna. Yfirvídd: 112-122 cm Sídd: 70-78 cm Ermalengd: 48-53 cm AÐFERÐ: Myndprjón er prjónað fram og til baka á beina prjóna eða langan hring- prjón. Þegar skipt er um lit skal víxla þráðunum þétt á röngu til að koma í veg fyrir að bil myndist rnilli litaflat- anna. I þessari peysu er bætt við litaumferð- um til áherslu í hverjum litafleti. Eru notaðir litirnir sem eru gefnir upp í svigunum og einnig litirnir í litaflötun- um við hliðina á. Er þetta gert óreglu- lega til að ná fram líflegum áhrifum. BOLUR: Framhlið: Fitjið upp 92-102 L á prj nr. A'h með grænu nr. 9422. Prj fram og aftur sl, 7 umf. Þá skal prj 1 umf br á réttu og svo aftur 7 umf sl. Prjónið jaðarlykkjuna alltaf sl. Aukið jafnt um 10 L, þá eru 102- 112 L á prj. Prj þá myndprj samkvæmt teikningu fram og aftur að hálsmáli. Það eru 32-36 umf í hverjum litafled. Litafletirnir færast til um 1 L í 2.- hverri umf, þ.e.a.s. í hverri umf á réttu. Þegar komið er að hálsmáli, skal merkja fyrir miðju (51-56 L hvorum megin) og prj axlarstykkin sitt í hvoru lagi. Skal taka saman 1 L í 2.hverri umf fyrir hálsmáli. ÞANNIG: Flægri boðungur: Byrja frá miðju á réttu. Prj 1 L sl„ taka næstu L óprj, prj næstu og steypa óprj L yfir. Skal fækka svona um 1 L í hverri umf á réttu. Þeg- ar prj hafa verið 32-36 umf skal fella af 35-38 L sem eftir eru. Vinstri boðungur: Byrja frá hliðinni á réttu. Prj skal sl þar til 3 L eru á prj, þá skal prj saman 2 L og prj síðustu L sl. Skal fækka svona um 1 L í hverri umf á réttu. Þegar prj hafa verið 32-36 umf skal fella af 35-38 L sem eftir eru. Bakhlið: Bakhlið skal prj eins og framhlið en sleppið hálsmáli. Sjá teikningu. Fellið ekki af í lokin. ERMAR: Fitjið upp 36 L á prj nr. 4>/2 með grænu nr. 9422 og prj 12 umf sl, þá skal prj 1 umf br á réttu, og endurtakið svo 12 umf sl. Aukið út jafnt um 12 L, þá eru 48 L á prjóninum. Hefjið þá myndprjón, en nú eru 34- 38 umf í litafleti. Aukið út um 1L í hvorri hlið í 4. hverri umf á réttu, 25-28 sinnum. Prj 3 munsturbekki, eða í 98-104 L og 102-114 umf í allt. Setjið L á geymslunál eða þráð. FRÁGANGUR: Lykktð saman á öxlum og lykkið ermar við bol svo litafletirnir nái rétt saman. Saumið saman ermar og hliðar bolsins. Brjótið líningarnar á ermum og bol að röngu um br umf og saumið niður. HÁLSMÁL: Með grænu nr. 9422 á lítinn hringprj nr. 4 skal taka upp lykkjurnar á bak- stykkinu, 38-40 L, og prjóna upp 32- 35 L í hvorri hlið hálsmálsins, samtals 102-110 L. Prj 1L sl og 1L br, 13 umf, fellið af (1L sl og 1L br). Leggið listann á víxl og saumið niður. 39

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.