Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 40

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 40
AKRANESMÓTIÐ "T "Tlkan l.-7.júlí síðastliðinn verður mér og börnunum mínum I / þremur efiirminnileg um langan tíma. Þá daga dvöldum við á Y Akranesi og sóttum norrœnt sumarmót heimilisiðnaðarfélaga. Þetta átti að vera sumarferðalagið okkar og til að gera nú ferðina að raunverulegri útilegu og spara tilkostnað gistum við í tjaldvagni. Við fylltum töskur afregn- og vindfatnaði og til vara tókum við sólfót. Er ekki að orðlengja það að veðrið lék við okkur allan tímann og kom er- lendu gestunum sem og heimafólki verulega á óvart. Var haft á orði að samband stjórnenda mótsins við almættið vœri nú sérlega gott þar sem betra veður hafði ekki komið í langan tíma hér suðvestanlands. Markmið slíkra sumarmóta er að efla tengsl norræns heimilisiðnaðarfólks. Þau eru fjölskyldumót og haldin árlega og er þetta í annað skipti sem það kem- ur í hlut íslendinga að sjá um mótið, það fyrra var að Hvanneyri árið 1988. Að vanda var boðið upp á stutt námskeið í nokkrum greinum heimilis- iðnaðar sem þykja einkennandi fyrir fs- land, börnin fengu sérstakt námskeið auk þess sem farið var í dagsferðalag um Borgarfjörð og styttri kynnisferðir. Þátttakendur voru alls um 60, þar af 9 börn (yngst 4 mánaða) og gistu þeir flestir í Hótel Ósk sem er heimavist Fjölbrautaskólans á Akranesi en nám- skeiðin fóru fram í kennslustofum skól- ans, Brekkubæjarskóla, svo og úti við. Hinir fullorðnu gátu valið um nám- skeið í balderingu, bein- og hornvinnu, hrosshársspuna, jurtalitun, leikfanga- gerð, matargerð, spjaldvefnaði og ís- lenskum útsaumi. Skiptust menn nokk- uð jafnt á námskeiðin og var almenn á- nægja með þau eins og sjá mátti á sýn- ingu sem haldin var síðasta dag móts- ins. Vinnusemi manna var ótrúleg og voru hlutir þeir sem búnir voru til bæði fallegir og hugvitsamlegir. Jólastemmn- ing í júlíhita ríkti í kringum laufa- brauðsskurðinn, bú með búfénaði að gömlum hætti var gert úti í móa á leik- fanganámskeiðinu og þegar hinir full- orðnu höfðu lokið byggingu þess fengu börnin að leika sér. Jurtalitað band blasti við vegfarendum á svölum Fjöl- brautaskólans þegar verið var að þurrka það og litadýrðin gladdi augað. Börnin voru sérlega dugleg, þau þæfðu púða, bjuggu til tröllkarla úr fjörusteinum, fléttuðu vinabönd, bjuggu til gjafaöskj- Börn og bú. ur og svo mætti lengi telja. Allir höfðu nóg að starfa. Ferðin um Borgarfjörð tókst vel og heimsóttum við Ullarselið á Hvanneyri auk þess sem litið var við á helstu sögu- og merkisstöðum. Akranesbær bauð mótsgestum í kynnisferð um bæinn og á eftir var móttaka á vegum bæjarins. Einnig var farið í minjasafnið að Görð- um, Guttormur Jónsson myndhöggvari bauð okkur heim til sín og Gallerí Grá- steinn var heimsótt, en meðlimir þess sýndu vinnu sína í hádegishléi nokkra mótsdaga. Er óhætt að fullyrða að allir hafi verið ánægðir með Akranesmótið og á mín- um bæ er heitasta óskin sú að komast til Svíþjóðar á næsta sumarmót nor- rænna heimilisiðnaðarfélaga. Fyrir hönd fjölskyldunnar sendi ég öllum sem voru á Akranesmótinu svo og aðstandendum þess bestu kveðjur. Guðrún Einarsdóttir Ljósm. GuSrún G. Jónsdóttir. 40

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.