Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 42
Opna í handriti, Lbs. 80a, 8vo. Handritasafh Hannesar biskups Finnssonar, handritadeild Landsbókasafhs.
„bæði að stærð og tilbúningi“ og hún).
Einnig verður að játa að vangaveltur
voru um hvort „gildleiki“ á brjóst-
bómu, vefjarbómu og rif ætti við um-
mál eða þvermál. Tekin var ákvörðun
um að lesa þetta sem þvermál og gera
uppdráttinn samkvæmt því. Stærð þess-
ara hluta sem verður býsna mikil, þótti
þó sennilegri í svo breiðum vefstól
(brjóstbóman rúmir 170 cm) en þver-
mál sem væri aðeins tæpir 7 cm á
brjóstbómu og rif og 9 cm á vefjar-
bómu. Nöfn á vefstólshlutum á upp-
drætti er að finna í orðalistanum hér að
neðan, merkt sömu tölum.
Um uppskrifiina. Handritið er skrif-
að með fljótaskrift 18. aldar. Þó reynt
hafi verið að vanda lesturinn gætu hafa
slæðst inn villur og er beðist velvirðing-
ar á þeim. En þar sem vafi leikur á því,
hvort rétt sé lesið, eru orð eða bókstafir
sett í hornklofa, einnig ef síðustu stafir
orða hverfa inn í kjölinn. Ahersluatriði
í handritinu eru skrifuð með breyttu
letri, en í uppskriftinni hér að neðan
eru þau orð feitletruð og öll ritgerðin
færð til nútímastafsetningar, að öðru
leyti var farið svo nálægt handriti sem
kostur var.
42
VEFSTAÐURINN
Með sínum trjám og tilfæringum það
frekast ég kann frá honum að segja.
1) Uppstandarar tveir, hvor þeirra á
hæð 3'/4 Islands eður Hamborgar áln-
ir, á breidd l2/s kvart., á þykkt því
nær 3 þuml. 2) ofaná hverjum upp-
standara er armur 13/4 al. á lengd,
U/5 kvart. á breidd, þykktin eins og
á uppstöndurunum því þeir eru í þá
greyptir. 3) Krappi einn er í kverk-
inni á hverjum uppstandara armi, 4)
milli uppstandaranna er þverslá sem
er sett í gegnum þá með það slag að
úr miðjunni til hvors enda á henni
eru höggnir 3 þuml. en þeir 2 þuml.
beggja megin þess burthöggna á
hverjum enda fyrir sig gengur í
gegnum þau göt á uppstöndurunum
sem þar til eru ætluð. Sláin er að
breidd 7 þuml. en þykkt 2'h þuml.
og á lengd 3 al. 2 þuml., en innan
uppstandaranna 213/2o al. vel svo. 2
járnlokur eru íyrir utan hvern upp-
standara er ganga í gegnum þau
stykkin slárinnar sem út úr standa
uppstöndurunum. Þessi slá stendur á
rönd. 5) Ofan á hana er negldur
setubekkur en fyrir ofan hann er 6)
er sívalt tré kallað brjóstbóma vel 3
al á lengd og 9 þuml. á gildleika,
það er fest við uppstandarana með
járnspöngum. 7) Ur uppstöndurun-
um báðum á hina aðra síðu ganga
tvö tré 213/20 al. löng, kölluð síðu-
stykki, þau á breidd l2/s kvart.,
þykktin eins og á uppstöndurunum.
8) Niður úr síðustykkjunum (sitt úr
hverju) eru tvö tré U/20 al. há, l2/5
kvart. breið, þykktin jöfn síðustykkj-
unum. Þau eru greypt í síðustykkin
og síðustykkin í uppstandarana eins
og armarnir í þá að ofan. Sá partur
af uppstandaranum sem er fyrir neð-
an síðustykkin 3'/s kvart. Ofan á
síðustykkjunum eru áfellur 1 al.
langar og vel 4 þuml. breiðar, þykkt-
in jöfn við síðustykkin. 9) Milli
síðustykkjanna er slá sem kölluð er
þverbekkur, hún gengur gegnum
síðustykkin og er að öllu leyti bæði
að stærð og tilbúning eins og sú er
ég fyrr um gat, hún hefur og sínar 4
járnlokur. Upp úr áfellunum sem ég
fyrr nefndi standa tréstykki tvö,
kvartelshá frá áfellunum, vel 4 þuml.
breið og jafnþykk áfellunum. 10)
Við þau liggjurj vefjarbóman eður
i