Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 49
Drengjahúfa á tveggja ára
50 g blátt ullargarn 10 g angóragarn,
prjónar nr. 4.
Húfan er prjónuð í rvennu lagi, fyrst
röndótti hlutinn og síðan kollurinn.
Byrjað er að prjóna tvö eyrnaskjól sem
eru röndótt, 2 umferðir sléttprjón með
hvorum lit þannig:
Fitjið upp 8 lykkjur með bláa ullar-
garninu og aukið út 1 lykkju í byrjun
hvers prjóns þar til lykkjurnar eru orðn-
ar 22 og rendurnar 8(16 umferðir).
Þegar bæði eyrnaskjólin hafa verið
prjónuð eru fitjaðar upp 8 lykltjur með
bláa ullargarninu (hálfur hnakld) og
annað eyrnaskjólið prjónað yfir á sama
prjóninn.
í framhaldi af því og þá fitjaðar upp
30 lykkjur (enni) og hitt eyrnaskjólið
prjónað og fitjaðar upp 8 lykkjur (hálf-
ur hnakki).
Húfan skiptist þannig: 8 lykkjur
mynda hálfan hnakkann, 22 lykkjur
eyrnaskjól, 30 lykkjur yfir ennið, 22
lykkjur eyrnaskjól og 8 lykkjur hnakki.
Er nú röndótti hluti húfunnar
prjónaður fram og til baka (fyrsta lykkj-
an alltaf prjónuð slétt) þar til 6 hvítar
angóragarnsrendur hafa verið prjónaðar
til viðbótar.
Þá eru prjónaðar 5 umferðir úr bláa
ullargarninu og fellt af. Jaðrarnir saum-
aðir saman með aftursting.
Kollur:
Teknar eru upp 88 lykkjur á fjóra
prjóna í þriðju röngu umferðinni efst á
röndótta hlutanum og prjónaðar 10
umferðir með bláa ullargarninu.
Úrtaka:
Tekið er úr á 8 stöðum þannig:
*prjóna 9 lykkjur og 2 saman* endur-
taka frá *til*. Takið þannig úr í annarri
hverri umferð (ath. lykkjunum á milli
úrtakanna fækkar um eina í hverri um-
ferð) þar til 2 lykkjur eru eftir á hverj-
um prjóni, prjónuð 1 umferð og teknar
saman 2 og 2 lykkjur, slíta frá og draga
endann í gegnum síðustu 4 lykkjurnar.
Kantur að framan:
Teknar eru upp 124 lykkjur í kring-
um opið þannig: 14 lykkjur að aftan, 40
lykkjur í kringum hvort eyrnaskjól og
30 að framan. Prjónaðar 5 umferðir
slétt prjón og fellt af. Kanturinn að
framan á að rúllast aðeins upp. Snúið
bönd úr garninu og festið í eyrna-
skjólin.
Hildur Sigurðardóttir
49