Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 16
Ágústa Rut segir að það hafi verið mikið áfall að stofunni var lokað en það hefði þó
legið í loftinu að svo yrði. Við-
skiptavinum hafði fækkað þar sem
margir eru í sóttkví og dregið hafi
úr bókunum í snyrtimeðferðir. Það
væri eðlilegt þegar ástandið væri
svona. „Við vorum með miklar
sóttvarnir hjá okkur á stofunni og
vorum bæði með andlitsgrímu og
hanska. Auk þess var allt sótt-
hreinsað eftir hvern viðskipta-
vin og eingöngu notaðir einnota
pinnar og þess háttar,“ segir hún.
„Og sprittbrúsar auðvitað um allt.
Þetta var mjög skrítið ástand hjá
okkur eins og á öðrum stöðum,“
segir hún. Það er þó engin ástæða
til að örvænta. Núna verður skyn-
semin að ráða för.
Þegar Ágústa er spurð hvað
konur eigi að gera þegar þær
komast ekki í sína venjubundna
snyrtistofuferð, til dæmis í litun
og plokkun, svarar hún. „Það sem
skiptir mjög miklu máli núna er
að hugsa vel um húðina. Hún er
mikilvægt líffæri og þarf umönn-
un. Notið hreinsimjólk og and-
litsvatn bæði kvölds og morgna
hvern dag. Einnig er gott að nota
djúphreinsi og maska einu sinni
til tvisvar í viku. Það ættu allir að
taka sér tíma í heimasnyrtingu
með djúphreinsun. Bera á sig húð-
krem og dekra við sig þegar tíminn
er nægur. Til dæmis að skrúbba
líkamann eftir sturtu. Þá vil ég líka
minna fólk á að nota vandaðan og
næringarríkan handáburð þegar
sífellt er verið að spritta hendur,
jafnvel handmaska. Hendurnar
þurfa líka stöðugt dekur á svona
tímum.
Ekki skartgripi eða lakk
Neglur eiga að vera stuttklipptar
og best að geyma skartgripina á
góðum stað. Það er auðvelt fyrir
bakteríur að safnast undir langar
neglur og það er ekki ákjósanlegt
núna. Snyrtifræðingar vinna til
dæmis ekki með skartgripi enda er
okkar kennt það í skóla að forðast
þá og halda hreinlætinu í lagi,“
segir Ágústa. „Þá má líka benda á
að forðast naglalakk. Ef við erum
með lakkaðar neglur sjáum við
síður óhreinindi undir nöglum auk
þess sem bakteríur geta myndast
í glufum sem við sjáum ekki á
lakkinu. Það þurfa allir að hugsa
svolítið öðruvísi þessa dagana.“
Ágústa segir að það sé engin
ástæða til að vera ósnyrtur heima
hjá sér. Best sé að halda venjulegri
rútínu eins og þegar maður fer
til vinnu. „Um að gera að vera vel
snyrtur í heimavinnunni,“ segir
hún og bætir við að til sé mikið
úrval af alls kyns blýöntum og
burstum í snyrtivöruverslunum til
að skerpa litinn á augabrúnunum.
„Ég myndi ekki mæla með að
konur séu að lita sjálfar heima með
ektalit eða plokka augabrúnir,“
segir hún.
Þótt hún sé ekki hársnyrtir var
Ágústa spurð hvað sé þá best að
gera með hárið en sjálf átti hún
tíma í klippingu eftir að stofunum
var lokað. „Ég myndi ráðleggja það
sama, nota góðar hárvörur og setja
olíu í endana til að koma í veg fyrir
slit. Ég hef sjálf verið að gera það.
Það er hægt að setja djúpnæringu í
hárið um leið og maður dekrar við
húðina,“ segir Ágústa og bætir við
að hún reyni alltaf að passa vel upp
á hár og húð. „Það skiptir miklu
máli að passa upp á þessa hluti.
Sem betur fer eru flestar íslenskar
konur duglegar að hugsa vel um sig
og þær vilja líta vel út,“ segir hún.
Ágústu finnst gott að fara í
kósýgalla þegar hún kemur heim
úr vinnu. Hún segir þó mikilvægt
að dressa sig aðeins upp núna þótt
fólk haldi sig heima. Það sé miklu
skemmtilegra. „Mér finnst auðvit-
að rosalega gaman að kaupa falleg
föt en ég er líka voða klassísk, geng
mikið í svörtu eins og margir aðrir.
Ég hleyp ekki eftir tískustraumum
en kaupi það sem mér finnst fallegt
en líka þægilegt.“
Óhefðbundin námsleið
Ágústa fór ekki beina leið í snyrti-
fræðina þótt hún hafi haft áhuga á
henni frá því hún var smástelpa en
amma hennar er snyrtifræðingur.
„Ég fór þessa hefðbundnu leið,
fyrst í menntaskóla og síðan í
háskóla. Ætlaði að verða hjúkr-
unarfræðingur en fann mig ekki í
því námi. Þá fór ég í kennaranám
en fann mig ekki heldur þar.
Ég ákvað síðan að láta hjartað
ráða för og fór í snyrtifræði og
útskrifaðist 2014. Ég var á nema-
samningi hjá Mecca Spa á Hótel
Sögu en byrjaði hjá Gyðjunni 2015
og líkar mjög vel. Við erum með
stóran hóp fastra viðskiptavina
og síðan erum við alltaf að taka
á móti nýjum andlitum líka, þær
yngri eru farnar að koma mikið,“
segir hún.
CrossFit hefur verið áhugamál
hjá Ágústu og ferðalög. Svo er hún
mikil fjölskyldumanneskja þótt
hún hafi ekki enn stofnað sína
eigin. „Foreldrar mínir bjóða alltaf
fjölskyldunni í mat í hverri viku
til að efla sambandið sem er mjög
skemmtilegt. Ég er mikið með fjöl-
skyldu minni og vinum. Þessa dag-
ana reynir maður að láta ástandið
ekki hafa mikil áhrif á sig. Ég get
samt ekki heimsótt ömmu mína og
maður getur ekki annað en fundið
fyrir stressi og óróleika. Ég fylgi vel
leiðbeiningum frá Þórólfi, Víði og
Ölmu, þvæ hendur vel, spritta og
reyni að forðast að snerta andlitið.
Vonandi verður komin betri tíð
eftir páska. Ég get alla vega varla
beðið eftir að komast aftur til
vinnu.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Það er um að gera að dekra við sig á meðan maður hefur nægan tíma heima og líka þótt maður sé í heimavinnu, segir Ágústa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Framhald af forsíðu ➛ Þá vil ég líka
minna fólk á að
nota vandaðan og nær-
ingarríkan handáburð
þegar sífellt er verið að
spritta hendur, jafnvel
handmaska.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R