Fréttablaðið - 26.03.2020, Síða 20
Ég held ég sé ekkert að brjóta á afa mínum þó ég gefi þetta handrit út rúmum áttatíu árum eftir að það var skrif-að,“ segir Þorvaldur Gylfason prófessor, um skáldsöguna
Tímamót eftir Þorstein Gíslason, skáld
og ritstjóra. „Það var konan mín, Anna
Karitas Bjarnadóttir, sem bjó handritið
til útgáfu ásamt mér. Það er fyrsta sam-
vinnuverkefni okkar hjóna af þessu
tagi. Við gerðum þetta á Ítalíu í lok síð-
asta árs, rétt áður en faraldurinn illvígi
komst þar á kreik.“
Þorvaldur er sonarsonur Þorsteins.
Hann segir afa sinn hafa árið 1936 haldið
tólf útvarpsfyrirlestra um heimastjórn-
artímabilið og á sama ári gefið út bókina
Þættir úr stjórnmálasögu Íslands 1896-
1918. „En það er eins og afi hafi ekki
treyst sagnfræðinni einni til að koma
sögu tímabilsins til skila heldur skrifar
líka lykilskáldsögu um sama tíma, um
sama fólk,“ bendir hann á og heldur
áfram. „Það handrit skilur hann eftir,
skrifað með eigin hendi, þegar hann
fellur frá 1938. Alexander Jóhannesson
háskólarektor nefnir það í ævisögu sem
hann skrifaði um Þorstein og getur þess
að það sé óbirt.“ Þorvaldur kveðst hafa
grafið handritið upp í fyrra og lesið það
þá í fyrsta skipti. „Sá eini sem ég vissi að
hafði áður lesið það var Vilhjálmur Þ.
Gíslason, föðurbróðir minn sem dó fyrir
bráðum 40 árum. Ég sá það í hendi mér
að sagan ætti erindi við f leiri en mig,
vegna þess að ég þekki ekkert dæmi í
gervallri heimssögunni um að sami
maður ræki bæði hlutverkin, að skrifa
sagnfræði um tímabil í þjóðarsögu sinni
og að fylla upp í myndina með skáld-
sögu um sama tímabil.“
Konur ganga ljósum logum
Eitt af því sem Þorvaldi finnst merkilegt
við skrif afa síns er að í útvarpserind-
unum og sagnfræðiritinu er engin kona
nefnd en hann segir konurnar ganga
ljósum logum í skáldsögunni. „Þetta er
sá tími sem konur höfðu hvorki kjör-
gengi né kosningarétt og höfðu því
ekki bein áhrif í stjórnmálum. En afa
finnst hann ekki þurfa að taka tillit til
þess þegar hann skrifar skáldsöguna og
hann fer inn á heimili, ekki bara hefðar-
fólksins heldur einnig fátæklinganna.
Þarna leyfir hann sér líka að velta því
fyrir sér hvernig körlunum hafi verið
innanbrjósts þegar þeir voru að þrátta
um pólitíkina. Fyrir slíkar vangaveltur
var ekkert rúm í sagnfræðipartinum.“
Þorvaldur hefur komist að því að
handritið sem nú er loks í prentun
átti að verða fyrri hlutinn af tveimur
bindum. Segir það ná yfir tímabilið frá
1896 til 1904 og að Valtýr Guðmundsson
alþingismaður sé í stóru hlutverki en
heiti Gissur Gunnlaugsson í handritinu.
„Seinna bindið átti að fjalla um árin frá
1904 til 1918, þar hefði Hannes Hafstein
eflaust verið aðalpersónan, hann heitir
Hákon Marberg í sögunni. En afi féll á
tíma, held ég, því hann fékk hvítblæði
og dó 1938.“
Litlu þurfti að breyta í handritinu,
að sögn Þorvaldar. „Við einfölduðum
aðeins stafsetningu og greinarmerki en
afi var málvís og sagði fallega frá. Text-
inn er þokkafullur og nálgunin býsna
skemmtileg. Fyrri helmingurinn fjallar
um lífið í Reykjavík og síðari helmingur-
inn lýsir lífinu úti á landi. Höfundurinn
lýsir samræðum milli manna og ólíkum
sjónarmiðum án þess að gera upp á milli
þeirra, sagan er hlutlaus þannig og ekki
beint spennandi en hún er afar fróðleg.
Margt af því sem þar er talað um er
gleymt af yngri kynslóðinni en þó sagan
sé trúlega skrifuð 1936-1938 kallast
hún á við margt sem fólk á mínum aldri
þekkir frá árunum milli 1950 og 60.“
Mögnuð lýsing á Matthíasi
Meðal þess sem Þorvaldur nefnir er
lýsingin á séra Matthíasi Jochumssyni
skáldi í Tímamótum. „Það er fallegasta
og magnaðasta lýsing á þjóðskáldinu
sem ég hef séð og þekki ég þó sjálfs-
ævisögu Matthíasar sjálfs. Hann heitir
Guðbrandur Þorláksson í bók afa sem
segir skáldið ýmist eins stórf ljót eða
lækjarsprænu, eftir því hvert tilefnið
er og hvern hann er að tala við. Ungu
mennirnir reyni að gera uppreisn gegn
honum, því þeim finnist hann gamal-
dags, og lýsingin á því hvernig Matthías
snýr þá niður með sterkum rökum og
ljúfu viðmóti, er dásamleg. Sama má
segja um margar aðrar mannlýsingar.“
Í inngangi kveðst Þorvaldur nefna
þær fyrirmyndir sem honum hafi tekist
að greina í handritinu, ásamt sagnfræð-
ingunum, vinum sínum. „Svo er annað
fólk sem við áttum okkur ekki alveg á
og ég býst við að sumir lesendur hafi
gaman af að reyna að finna fleiri fyrir-
myndir.“ gun@frettabladid.is
Textinn er þokkafullur og
nálgunin býsna skemmtileg.
Fyrri helmingurinn fjallar
um lífið í Reykjavík og síðari
helmingurinn lýsir lífinu úti á
landi. Höfundurinn lýsir sam-
ræðum milli manna og ólíkum
sjónarmiðum án þess að gera
upp á milli þeirra
„Þó sagan sé trúlega skrifuð 1936-1938 kallast hún á við margt sem fólk á mínum
aldri þekkir frá árunum milli 1950 og 60,“ segir Þorvaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Myndin sem er á bókarkápu er af höf-
undinum, Þorsteini Gíslasyni skáldi.
Sagan Tímamót í prentun
Í handriti úr fórum Þorsteins Gíslasonar ritstjóra (1867-1938), færir hann atburði á
Íslandi um aldamótin 1900 í skáldlegan búning. Það kemur út á bók innan skamms.
Fyrstu vordægur
Þorsteinn Gíslason orti ljóð.
Þekktasta kvæði hans var í Skóla-
ljóðunum. Þetta er fyrsta erindið:
Ljósið loftið fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Elsku faðir minn,
tengdafaðir, afi og langafi okkar,
Haukur V. Guðmundsson
lést miðvikudaginn 11. mars á
lungnadeild Landspítalans. Í ljósi hinna
óvenjulega aðstæðna í samfélaginu um
þessar mundir mun útför fara fram í kyrrþey
föstudaginn 27. mars.
Guðmundur Óskar Hauksson Guðríður Sigurðardóttir
Kristján Hauksson
Alda Hanna Hauksdóttir Vignir Diego
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Pálsson
málari,
veiðimaður, fluguhnýtari og
náttúruvinur,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 3. apríl klukkan 13.00.
Í ljósi samkomubanns og nýjustu fjöldatakmarkana
verður athöfninni streymt á netinu.
Aðstandendur veita frekari upplýsingar.
Hallur Ægir
Páll Daníel og Linda
Edda Huld
Eggert og Ásta Björk
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Halldór Borgarsson
áður til heimilis að Jaðri, Höfnum,
lést á Hrafnistu Hlévangi,
sunnudaginn 22. mars.
Í ljósi aðstæðna mun útför fara fram í kyrrþey.
Kærar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs fyrir
góða umönnun.
Borgar Jens Jónsson Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir
Magnús Ingi Jónsson Helga Jónína Guðmundsdóttir
Sveinbjörn Guðjón Jónsson Ingibjörg Guðjónsdóttir
Rúnar Kjartan Jónsson Hallveig Fróðadóttir
María Rós Newman
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
Höskuldur Jónsson
fyrrverandi forstjóri ÁTVR,
lést á Kanaríeyjum
fimmtudaginn 19. mars.
Kveðjuathöfn verður auglýst síðar.
F.h. aðstandenda,
Guðlaug Sveinbjarnardóttir
Merkisatburðir
796 Napoléon Bonaparte tekur við stjórn Ítalíuhers
Frakka í Nice.
1876 Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur er stofnað. Það er
talin vera fyrsta hljómsveit á Íslandi.
1920 Varðskipið Þór kemur til Vestmannaeyja, hann er
fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga.
1947 Knattspyrnusamband Íslands er stofnað.
1961 Sovétmenn skjóta upp geimfarinu Spútnik 10 og
endurheimta það sama dag, ásamt hundinum Zvez-
dochka, sem er um borð.
1971 Austur-Pakistan lýsir yfir sjálf-
stæði frá Pakistan og ríkið Bangladess
er stofnað.
1995 Schengensáttmálinn gengur í
gildi.
2000 Vladimír Pútín er kosinn forseti
Rússlands.
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT