Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 8
Bráðnun jökla og hafíss Grænlands og Suður- skauts eykst sífellt. Yfir sex þúsund milljarðar tonna af ís bráðnuðu þar árin 1979 til 2018. Losun gróðurhúsaloft- tegunda eykst og hita- stig hækkar. Það fór ekki mikið fyrir frétt í febrúar frá argentínsku rannsókna- miðstöðinni Esperanza á Trinity skaga á vestanverðu Suðurskauts- landi. Vísindamenn þar sögðu hitastig hafa náð nýjum hæðum á Suðurskautinu með 18,3 °C. Það hækkar fyrra met frá árinu 2015 um 0,8°C. Það er einmitt á vestanverðu Suðurskauti þar sem vísindamenn óttast að ístapið sé mest. Fyrir um ári síðan var greint frá niður- stöðum bandarískrar rannsóknar á því hvernig jökull á Furueyjum hefði misst meira en þúsund millj- arða ístonna frá árinu 1979. Á sama tíma hefur Thwaites jökull sem er á stærð við Bretland og er talinn sá viðkvæmasti á svæðinu tapað 634 milljörðum tonna af ís. Ný hitamet eru í takt við aðvar- anir vísindamanna. Jöklar og hafís bráðnar mun hraðar en á síðari hluta 20. aldar. Skýringin liggur í hnattrænni hlýnun af manna völdum. Sexfalt hraðari bráðnun Íslenskir vísindamenn hafa bent á að bráðnun eða hopun jökla á Suðurskautinu geti haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Breytingar á suðurhveli mun hafa meiri áhrif á sjávarstöðu við Ísland en bráðnun Grænlandsjökuls. Á þetta var bent í umfangsmikilli skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Áætlað er að á þessari öld verði hækkun sjávarmáls hér einungis þriðjungur þeirrar hækkunar sem talin er verða á heimsvísu. Skýringar er að leita í bráðnun mikils massa grænlensku íshellunnar sem hækkar sjávarstöðu í nágrenni hans, meðal annars við Ísland. Þegar jöklar þynnast minnkar þrýstingur á jarðskorpuna og landið rís. Bráðni ís við Grænland eru því líkur á að sjávaryfirborð hækki meira sunnar á hnettinum en hér. Þessu er öfugt farið um bráðnun Suðurskautsjökla og því verða áhrifin á sjávarstöðu meiri hér en nálægt suðurhveli. Hraðara hop hafíss og jökla Sífellt koma fram nýjar vísbendingar um að heimskautajöklarnir hopi hraðar en áður hefur verið talið. Gögn gervihnatta um bráðnun jökla við Grænland og Suðurskautsland benda til þess að meira en sex þús- und milljarðar tonna af ís hafi bráðnað á árunum 1979 til 2018. Á tíunda áratug síðustu aldar var ístap beggja hvela um 81 milljarðar tonna af ís á hverju ári, samanborið við 475 milljarða tonna af ís á árinu 2010. Það er sexföld aukning. Þetta er niðurstaða greinar í vísindatímaritinu Nature nú í mars. Að baki rannsókninni standa 89 vísindamenn frá 50 alþjóðlegum stofnunum, studdir af geimferðastofnunum Banda- ríkjanna (NASA) og Evrópu (ESA). Gögn 11 gervihnatta voru nýtt til að greina jökla og hafís. Sama þróun er víða um heim. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands telur að frá aldamótum hafi nokkrir tugir íslenskra jökla horfið í þeim skiln- ingi að þeir hafa rýrnað og breyst, þannig að einn jökull breytist í tvo eða f leiri minni jökla. Nú er gert ráð fyrir því að árið 2190 verði allir jöklar á Íslandi horfnir að heita megi. Orsökin skýr: Kolefnaútblástur af manna völdum Vísindamenn sem standa að þessum alþjóðlegu jöklaathugunum eru allir á einu máli um að orsaka hnattrænnar hlýnunar sé að leita í aukningu gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Þar skiptir mestu aukning koltvísýrings í andrúms- loftinu, sem er nú meiri en verið hefur í milljónir ára. Þessi umhverfisáhrif af manna völdum bætast við náttúrulegar sveiflur og magna upp hlýnunina. Verði ekki dregið verulega úr kol- efnaútblæstri er vá fyrir dyrum. Hröð aukning gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu gerir það að verkum að vistkerfi breytast mun hraðar en þau hafa áður gert í jarðsögunni. Ýmsar breytingar eru að verða merkjanlegar: Loft almennt heitara og rakara, hitabylgjum fjölgar, víða má merkja verulegar breytingar á magni úrkomu, sjór hlýnar og súrnar, íshellur og hafís minnkar. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni Ný skýrsla Alþjóða veðurfræði- stofnunarinnar (WMO) um stöðu loftslagsmála staðfestir þessa válegu þróun. Þar eru teknar saman upplýsingar frá veðurstofum víða um heim, vatnamælingum, helstu sérfræðingum og stofnunum. Þar segir að síðustu fimm ár, 2015-2019, hafi verið þau hlýjustu í sögunni og frá byrjun níunda ára- tugarins hefur hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan kom. Hitamet munu falla Petteri Taalas forstjóri WMO segir allt benda til áframhaldandi öfga í veðurfari næstu áratugina. „Þar sem losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast mun hitastig áfram hækka. Spá fyrir næsta áratug bendir til að líklegt sé að met yfir heitustu ár falli á næstu fimm árum. Það er aðeins tímaspursmál,“ segir hann. Á síðasta ári var hitastigið 1,1°C hærra en fyrir iðnbyltingu. António Guterres aðalritari SÞ varar við: „Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsamkomulaginu,“ segir hann. Ef fram heldur sem horfir í útblæstri mannkyns er hætt við að meðalhiti eigi eftir að hækka um þrjú til fimm stig sé miðað við meðalhita frá því mælingar hófust árið 1850. Jöklar og hafís bráðna á methraða Mörk hafíss á norðurslóðum í september 2019. Rauða línan sýnir meðal hafísútbreiðslu á árunum 1981 til 2010. Heimild NASA . MYNDIR/GETTY Íslenskir vísindamenn hafa bent á að bráðnun jökla á Suðurskautinu geti haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Það hvað gerist á suðurhveli mun hafa meiri áhrif á sjávarstöðu hér á landi en bráðnun Grænlandsjökuls. Frá aldamótum hafi nokkrir tugir íslenskra jökla horfið í þeim skilningi að þeir hafa rýrnað og breyst þannig að einn jökull breytist í tvo eða fleiri minni. Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsam- komulaginu António Guterres aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. UMHVERFIÐ OKKAR Davíð Stefánsson david@frettabladid.is 3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.