Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 28
Hr. Chiellini og hr.
Bonucci gætu kennt
námskeið við Harvard-
háskóla í varnarleik. Oftast
lítur fólk á Dybala eða
Ronaldo en þú verður líka
að líta á Chiellini og
Bonucci. Þeir byggja
grunninn í liðinu.
Grunnurinn getur leyft
sóknarmönnunum að njóta
sín.”
Jose Mourinho eftir tap Man. Utd í
Meistaradeildinni
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Hann er ótrúlegur leik-
maður. Ég man þegar ég
mætti honum fyrst þá tæklaði
hann mig í byrjun leiksins og ég gat
varla hreyft mig í 10 mínútur. Það
var alvöru móttaka í landsliðsfót-
bolta.
Harry Kane í aðdraganda leiks Tottenham við
Juventus í Meistaradeildinni
Giorgio Chiellini
Fæddur árið 1984 og ólst upp í Livorno þar sem hann gekk í
raðir akademíunar þar á bæ þegar hann var sex ára. Þá var hann
miðjumaður en var færður fljótlega í vörnina þar sem ferill
hans fór að blómstra. Hann er gríðarlega líkamlega sterkur og
spilar fast. Svo fast að eitt sinn á HM beit Luis Suarez hann. Þá
hefur Fernando Couto verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir
að kýla Chiellini. Hann er gríðarlega vel metinn innan Ítalíu og
flestir spá að hann taki að sér stórt hlutverk innan Juventus
eftir að takkaskórnir fara upp í hillu.
HETJA HELGARINNAR
Giorgio Chiellini, varnarmaður
Juventus og fyrirliði liðsins, sat á
hótelherbergi sínu í sóttkví, tók
upp símann og fór að hringja í fjóra
leikmenn til að ræða við þá um
fjárhagsleg áhrif Covid-19 á félagið.
Hann sló á þá Cristiano Ronaldo,
Gigi Buffon og Leonardo Bonucci
og eftir ekki svo mjög langt símtal
samþykktu þeir allir launalækkun
út júní. Samkvæmt ítölskum fjöl-
miðlum lækkar Ronaldo um 3,8
milljónir evra í launum. Það gerir
rúmar sex hundruð milljónir,
sé miðað við gengi gærdagsins.
Ronaldo hefur það fínt og þó hann
muni um 600 milljónir þá er það
nánast dropi í hafið fyrir hann.
Portúgalinn skellti sér á Bugatti
Centodieci sem kostaði hann
rúman milljarð króna. Aðeins
10 slíkir bílar voru gerðir, en
hámarkshraði á þessum bíl er um
400 km/klst. Þá hefur hann verið
að gefa ótrúlegar upphæðir bæði
til spítala í heimalandinu, Spáni
þar sem hann lék lengi með Real
Madrid og á Ítalíu.
Fáir leikmenn þekkja rekstur
Juventus betur en f yrirliðinn
sjálfur því hann er með meist-
a r a g r á ð u í v i ð s k i p t a f r æ ð i
f rá háskólanum í Tór ínó og
dok torsr itgerðin hans f jallar
einmitt um Juventus og hvernig
viðskiptamódel félagsins byggist
upp. Skoðaði hann rekstur félags-
ins og hvernig hann væri gagnvart
Real Madrid, Athletic Bilbao og
Porto. Hann fékk hæstu einkunn
fyrir ritgerðina sem hann skilaði
árið 2017.
Fy rst allir f jór ir kóngar nir
voru tilbúnir að aðstoða félagið á
þessum tímum var eftirleikurinn
auðveldur og leikmenn liðsins tóku
merkilega vel í beiðni Chiellini.
Í frétt sem félagið birti sjálft um
helgina segir að það spari um 90
milljónir evra, eða um 14 milljarða.
Munar um minna.
Fjögur lið í vandræðum
Eins og f lestir vita hefur Ítalía farið
illa út úr COVID-19 faraldrinum
og samkvæmt frétt La Republica
hafa fjögur lið í efstu deild ekki
greitt laun til leikmanna fyrir
febrúar, Genoa, Napolí, Sampdoria
og Tórínó. Rúmlega 10 þúsund
manns hafa látist vegna veirunnar
og 90 þúsund veikst. Fótboltinn
hefur verið blásinn af til apríl hið
minnsta en engar líkur eru á að það
verði sparkaður fótbolti milli liða á
þeim tímapunkti.
BBC veltir því fyrir sér hvort
f leiri félög fari sömu leið og
biðji leikmenn sína að taka á
sig launalækkanir meðan það
versta stendur yfir. Juventus er
mjög vel rekið félag samkvæmt
Deloit te en auðv it að mu nar
hvaða félag sem er um að spara
14 milljarða þegar tekjurnar eru
litlar sem engar. BBC bendir á í
umfjöllun sinni um málið að f lest
af þeim 91 félögum sem keppa í
f jórum efstu deildum Englands
séu rekin með tapi. Það hafi þó
lítið heyrst um launalækkanir
leik manna og hvort þeir séu
almennt til í slíkan gjörning.
Það muni þó eitthvað hafa verið
fundað milli deildarinnar og
leikmannasamtakanna yfir helg-
ina og trúlega mun eitthvað koma
fram í dagsljósið í vikunni.
Fabio Paratici, sem er íþrótta-
málastjóri Juventus, sat fyrir svörum
Dr. Chiellini bjargar Juventus
Leikmenn Juventus, sem er eitt ríkasta félag Ítalíu, tóku á sig gríðarlega launalækkun, þökk sé Giorgio Chiellini. Varnarmað-
urinn sem er með meistaragráðu í viðskiptum skrifaði lokaritgerð sína um rekstur félagsins og þekkir því innviði þess vel.
hjá TuttoSport um helgina og ræddi
meðal annars þennan launagjörning
leikmanna. Paratici sagði að enginn
úr yf irstjórninni hefði beðið
Chiellini að gera þetta. Taka þessi
símtöl. Honum hafi einfaldlega
runnið blóðið til skyldunnar enda
búinn að vera lengi hjá félaginu.
Doktorinn ætti að kenna vörn
Eftir að hafa slegið í gegn hjá
Livornu þar sem hann ólst upp
var hann seldur fyrst til Roma
og svo til Juventus sem lánaði
hann til Fiorentina. Ítalski félaga-
skiptaglugginn getur verið nokkuð
flókinn. Frá 2005 hefur hann spilað
386 leiki fyrir félagið. Fabio Capello
stýrði Juve á þessum árum og hafði
trú á kappanum. Á sínu fyrsta ári
varð Juventus meistari þó sá titill
hafi verið dæmdur af félaginu
sökum Calciopoli skandalsins og
dæmt niður um deild. Chiellini
hélt trú við félagið og fór að spila
miðvörð ásamt Robert Kovac og
Jean-Alain Boumsong. Liðið fór
upp í Seriu A með 85 stig en Napoli
fékk 79 stig. Það f lúðu ekki allir
sökkvandi skip Juventus á þessum
tíma og í B-deildinni voru þeir með
lið sem samanstóð af Alessandro
Del Piero, Gigi Buffon, David Treze-
guet og Pavel Nedved svo nokkrir
séu nefndir.
Eftir að hafa haft sjálfan Zlatan
Ibrahimovic í vasanum í slag
Juventus og Inter árið 2007 og
ver ið valinn maðu r leik sins
hefur Chiellini eignað sér aðra
miðvarðarstöðuna nánast allar
götur síðan. Hann hefur skapað
sér orð fyrir að vera einn sá besti
í heimi og sem dæmi sagði sjálfur
Jose Mourinho, sem þá stýrði
Manchester United, eftir leik
liðanna í Meistaradeildinni að
Chiellini og félagi hans í vörn
Juventus, Leonardo Bonucci, gæti
kennt varnarleik við Harvard
háskóla. Þeir hefðu verið það góðir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Chiellini gerir eitthvað gott utan
vallar. Hann var með þeim fyrstu
sem slóst í för með Juan Mata og
CommonGoal góðgerðarstarfsemi
hans. Þá sagði hann einfaldlega að
hann vildi taka þátt en ekki fá hrós
fyrir. Allt hrós ætti að fara til Mata.
„Ég hef áhuga á að styðja málefni
ykkar og ég vil óska Juan Mata til
hamingju með þessa hugmynd. Ég
hef ekki áhuga á auglýsingu, ég vil
bara styðja ykkar frábæra málefni,“
sagði hann á samfélagsmiðlum.
benediktboas@frettabladid.is