Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 13
Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2019 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 7. júní 2019. fleim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við tilnefningarnefnd í aðdraganda aðalfundar 2019 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en kl. 16:00 Þann 12. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. fleim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna Það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en kl. 16:00 Þann 29. apríl 2019 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finna má á vefsíðu Haga en Þar Þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda, auk Þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá september 2018. Framboðseyðublað og nánari upplýsingar um viðmið tilnefningarnefndar við mat á frambjóðendum má finna á vefsíðu Haga hf., www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur. Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar Þann 15. maí nk. Tilnefningarnefnd Haga hf. til i l a . 20 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020. Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við tilnefningarnefnd í aðdraganda aðalfundar 2020 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en kl. 16:00 þann 14. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. apríl 2020 á netfan ið tilnefningar efnd@hagar.is. Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finn má á vefsíðu Haga en þar þarf me al annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftir- litið frá september 2018. Framboðseyð g nánari upplýsingar um viðmið t lnef ingar- nefndar við mat á frambjóðendum má finna á ve síðu Haga hf., w .h r.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur. Tillögur tilnefning ar um frambjóðendur il stjórnar verða tilkyn tar þa 9. aí nk. Tilnefningar d Haga hf. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Við erum öll hluti af þessu samfélagi, hvert og eitt okkar er hlekkur í þeirri lífrænu heild sem við köllum Reykvíkinga. Reykjavík er og á að vera lýðræðissamfélag. Við viljum heyra þín sjónarmið. Hvað má betur fara og hvernig lýðræði Reykjavíkurborgar er ef lt og bætt. Hvernig er hægt að gera samráðsferli Reykjavíkurborgar betri? Að hvaða ákvarðanatöku viltu hafa meiri aðkomu en nú er í boði? Hvað finnst þér virka vel? Lýðræðisstefna Reykjavíkur- borgar er nú í mótun. Opnuð hefur verið samráðsgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum sínum á framfæri með því að setja þær inn á www.reykjavik.is/lydraedis- stefna. Þar að auki verður haldinn opinn samráðsfundur með vorinu og notaðir rýnihópar til að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila. Vald kjörinna fulltrúa kemur frá almenningi. Stjórnmálafólk er bara venjulegt fólk og það veit ekki allt best. Þess vegna er nauð- synlegt fyrir það að heyra raddir borgar-búa og að borgarbúar hafi aðkomu að ákvarðanatöku. Með þessu aukast gæði ákvarðana. Með því getum við bætt stjórnmálin og stjórnsýslu borgarinnar. Við viljum að verkefni borgar- innar séu á þínum forsendum, ekki á forsendum kerfisins. Stærstu áskoranir nútímans eru að auki einfaldlega það stórar að okkur farnast best að leita lausna saman. En hvernig er hægt að tryggja þína aðkomu? Hvernig viltu geta haft áhrif og á hvaða stigi ákvarðana- tökuferilsins? Taktu þátt! Vertu með! Gerum þetta saman. Dóra Björt Guðjónsdóttir, f. h. þverpólitísks stýrihóps um aukið íbúalýðræði í borginni Þróum saman lýðræðið í Reykjavík Lýðræðisstefna Reykja- víkurborgar er nú í mótun. Opnuð hefur verið sam- ráðsgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum sínum á framfæri með því að setja þær inn á www.reykjavik. is/lydraedisstefna. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata í Reykja- vík. Þessa dagana hefur mað-ur ekki orðið var við að margir eigendur fyrir-tækja í einkarekstri komi fram og segi: „Það er allt í lagi hjá okkur. Við eigum digran varasjóð og getum vel komist í gegnum þessar hremm- ingar. Kóróna smóróna. Við þurfum ekki aðstoð.“ Örugglega er eitthvað til af vel reknum fyrir- tækjum, sem þurfa ekki að hafa of miklar áhyggjur af fullkomnu hruni í tekjum um tíma, eftir mikinn uppgang undan-farinna ára. Maður bara heyrir ekki mikið um þau. Flestir eru jú í hönk. En það er sama. Engin sjávar-útvegs- fyrirtæki bera sig beinlínis vel, þótt vitað sé að mörg þeirra sitji á gríðarlegum auðæfum. Engin ferðaþjónustufyrirtæki anda rólega, ekki einu sinni þau sem rekið hafa peningamaskínur um árabil. Þau eru ekki að básúna góða stöðu sína. Ekki áfellist ég einn eða neinn. Svona er þetta bara. Eitt það athyglisverðasta við tímana er það, að enn og aftur fáum við stað- festingu á því að þegar hörmungar steðja að, þá stígur hið opinbera inn. Það er krafa allra. Jafnvel kapítalískustu ríki veraldar — þar sem stærstu og moldríkustu fyrir- tæki heims eiga lögheimili sitt — blása núna til opinberra inngripa af áður óþekktri stærðargráðu. Og stór inngrip eru ekki einsdæmi. Þessi gríðarlegu inngrip núna eru að eiga sér stað aðeins um áratug eftir að gripið var til risastórra opinberra aðgerða síðast. Rökræða kláruð Við þurfum sem sagt sterkt og vel rekið ríkisvald sem sér til þess að grunnkerfi þjóðfélagsins virki — skólar, spítalar, löggæsla — sama hvað gerist, og að fyrirtæki fari ekki á hausinn þegar áföll verða. Auðvitað geta menn látið gamm- inn geisa í rökræðuþáttum, en það breytir ekki því að vírusinn hefur í raun og veru leitt eitthvað lang- dregnasta debatt stjórnmálanna til lykta. Munur á hægri og vinstri er orðinn húmbúkk eitt. Eingöngu smámál eru eftir af þeim þreytta skotgrafahernaði, eins og um það hvort ríkið eigi að selja áfengi eða ekki. Um stóru línurnar þarf ekki lengur að deila: Dýrð sé þökk fyrir hið opinbera. Sé maður ekki sósíalisti getur verið svolítið erfitt að horfast í augu við þennan veruleika. Ég vil þó ekki meina að þetta þýði endilega að allir fyrrum alla- ballar landsins geti núna span- gólað af gleði í lopapeysunum sínum og troðið glaðhlakkalegir í pípu. Fullkomlega ástæðulaust væri til dæmis að rjúka núna til og þjóðnýta alla skapaða hluti í samfélaginu. Einkaframtakið mun áfram gegna lykilhlutverki. Frelsið verður áfram yndislegt. Frjáls sköpun, framfarir í tækni, ævintýralegar uppgötvanir. Allt þetta verður áfram fegurðin við einkaframtakið. Myndin sem er að teikna sig upp er mun fremur þessi: Kjarnahlutverkið er ríkisins. Samhæfingarhlutverkið er ríkis- ins. Áfallahjálpin er ríkisins. Betri veröld Hvað þýðir þessi niðurstaða? Ekki mun hörmungum ljúka. Hamfara- hlýnun heldur áfram. Ég held að það blasi við að raunveruleikinn er að segja þjóðum heims, þar á meðal okkur, að hér eftir þurfum við að haga málum svona: Nostra við grunnstoðirnar. Setja fé í heilbrigðiskerfið, skólana, almannavarnir, þekkingaröflun, Stærsta arðgreiðslan vísindi, tæknivæðingu. Allt þetta þarf að vera tipp topp. Ekki undir nokkrum kringumstæðum kjósa fábjána til forystu. Af dæmum Bol- sonaro í Brasilíu og Trump í Banda- ríkjunum er augljóst að það er of mikið í húfi til þess að fólk geti leyft sér að kjósa jólasveina til ábyrgðar. Nokkrar þumalputtareglur er hægt að hafa í hávegum en ein er þó best: Hafnar viðkomandi vísindum og þekkingu? Skikka fyrirtæki til samfélagslegrar ábyrgðar. Mörg sýna hana nú þegar, en þetta þarf að vera ófrávíkjanleg regla. Nú þarf spark í rass. Ekkert sukk og svínarí. Allir þurfa að borga skatt, því hann rennur jú í sjóðina sem redda mál- unum. Önnur þumalputtaregla: Eigi fólk milljarð, hefur það enga þörf fyrir annan. Auðæfin eiga að renna til samfélagsins í gegnum opin- ber gjöld og eftir öðrum frjálsum leiðum. Þessi hugsun er raunar kapítalismi í sinni tærustu mynd, hafi menn gleymt uppruna hans. Sagði ekki Andrew Carnegie að sá sem færi í gröfina ríkur dæi í smán? Auð á að nýta til framfara og bjarg- ræðis en ekki í bull og vitleysu. Við getum leyft okkur að vona að nýtt gildismat í kjölfar faraldurs fleyti okkur í átt að betri heimi. Mannkyn leitar nú gleðinnar í hinu smáa og til hvers annars. Það er eins og verið sé að segja okkur að hlutir verði að breytast. Hvað skiptir máli? Sandur af seðlum? Feit arðgreiðsla við ársuppgjör? Eða kannski frekar samfélagslegt öryggi, traustar stoðir, skynsemi og samhugur? Spáið í það: Stærsta arðgreiðslan sem fólki býðst eftir nokkrar vikur, eftir að hafa sam- viskusamlega gengið í gegnum þessar þrengingar lifandi, verður sú að mega faðmast. Það er ágætis grunnur að betri veröld. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 3 0 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.