Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Gunnhildur segir hugrekki til að vera öðruvísi vera leiðina í Harvard. Hún er stoltust af loftslagsverkföllunum sem hún hefur leitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Nýjar umbúði r „Ég hef alltaf verið metnaðarfull og sett markið hátt. Allt frá því að ég var lítil var ég í námsbókum fyrir ofan minn aldur og hélt áfram að vera forvitin. Mér finnst eins og í mér sé innbyggt drif sem fer í gang ef ég kem auga á áhugaverða áskorun og þá verð ég að reyna. Mér þykir gaman að sjá hugmyndir verða að veruleika,“ segir Gunnhildur sem lauk stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári við K2: tækni-, vísinda- og frumkvöðlabraut Tækniskólans í desember. „Ég varð heilluð af því hvað K2 var nýtt og öðruvísi nám. Í upphafi hafði ég hugsað mér að verða verk- fræðingur og þetta nám var full- komið fyrir það, en svo breyttust áhugamálin, sem er líka allt í lagi. Ég hafði mjög gaman af náminu og við vorum hvött til að taka þátt í öðruvísi verkefnum og hugsa út fyrir kassann. Á K2-brautinni fékk ég sveigjanleika til að sinna ýmsum öðrum verkefnum og tengja það við námið. Ég náði svo að útskrifast fljótt vegna þess að ég tók alla framhaldsskólaáfanga sem ég gat í grunnskóla og hélt svo áfram að taka áfanga fyrir ofan minn aldurs- hóp. Það gerði ég bara vegna þess að mér þótti það gaman og áhugavert, ekki til þess að útskrifast fyrr, sem ég ákvað seinna.“ Systrafélagið er spennandi Gunnhildur hefur ekki enn valið sitt aðalfag í Harvard. „Það skemmtilega við Harvard er að skólinn aðhyllist „liberal arts education“. Hann leggur áherslu á þverfaglega þekkingu og að nemendur fái að blanda saman fögum. Ég þarf því ekki að velja námsáherslu fyrr en á öðru ári mínu við skólann sem er alls fjögur ár. Ég hugsa þó að ég velji annað hvort umhverfisvísindi og opinbera stjórnsýslu eða hagfræði,“ segir Gunnhildur. Á fyrsta námsárinu mun hún búa á heimavist Harvard háskóla. „Þar verð ég með tveimur herbergisfélögum en í mars að ári verður haldinn svokallaður „Housing Day“ þar sem nemendur fyrsta árs eru valdir í eitthvert af tólf húsum sem þeir svo búa í næstu þrjú árin. Ég er orðin mjög spennt að hitta herbergisfélagana mína þar sem ég tengdist herbergisfélögum mínum í Purdue mikið,“ segir Gunnhildur. Hún hlakkar mikið til félagslífsins við Harvard. „Ég hef heyrt að það sé mikið gert úr hefðum í Harvard og þar má nefna bátaklúbbana sem keppa í siglingum á Charles-ánni í Boston. Svo eru bræðra- og systrafélög, öll með hið víðfræga Alumini, og ég hugsa að það gæti verið gaman að taka þátt í því. Harvard heldur líka mjög stóra Model United Nations-ráðstefnu og ég hef áhuga fyrir að taka þátt í henni, enda eru þannig ráðstefnur ekki til á Íslandi. Í Harvard eru til klúbbar fyrir allt, yfir 500 klúbbar, og ég hef varla náð að skoða helminginn.“ Árlega berast Harvard háskóla yfir 40 þúsund umsóknir og innan við 5 prósent komast inn. „Til að komast inn í Harvard þarf maður að þora að vera aðeins öðruvísi. Langflestir sem sækja um eru hæstir í sínum bekk og fá fullkomna einkunn á inntöku- prófunum, en skólayfirvöld horfa á svo miklu meira en það. Þau spyrja hvað maður gerir með skólanum, um verðlaun, greinar, persónu- legar ritgerðir og fimm meðmæla- bréf. Ég var alls ekki með hæsta meðaleinkunn en ég gat nefnt alls konar hluti sem ég hef gert með skóla, eins og að stofna fyrirtæki, skipuleggja loftslagsverkföllin og formennsku í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Í ritgerðinni skrifaði ég um ferð mína í jarðarför jökulsins Oks, sem gaf mér örugg- lega forskot. Það er því engin ein formúla til að komast inn í Harvard og allir mínir bekkjarfélagar, sem ég er þegar byrjuð að eiga sam- skipti við, eru af ólíkum bakgrunni og með mismunandi áhugamál.“ Ekki íslensk Gréta Thunberg Þótt Gunnhildur verði ekki full- orðin fyrr en í maí hefur hún afrekað ótal margt. „Stoltust er ég af loftslagsverk- föllunum og baráttunni gegn ham- farahlýnun sem við öll stöndum í. Það skemmtilegasta við verkföllin er að þar kemur saman hreyfing fólks með ólíkan bakgrunn en sam- eiginlegt markmið. Saman höfum við náð að berjast fyrir auknum aðgerðum gegn loftslagsmálum og ríkisstjórnin hefur tekið okkar sjónarmið inn í myndina þótt enn sé langt í land,“ segir Gunnhildur sem leitt hefur loftslagsverkföll íslenskra ungmenna síðan í febrúar í fyrra. Henni er stundum líkt við sænska aðgerðasinnann Grétu Thunberg. „Gréta veitir mér mikinn innblástur og þá aðallega hvað hún er óhrædd og yfirveguð. Að líkja mér við Grétu er kannski ekki alveg rétt, enda erum við öll saman í loftslagsverkfallinu. Umhverfisvitund mín kemur frá því að vera Íslendingur og að elska jörðina eins og aðrir elska fánann. Ég hef sterka réttlætis- kennd og hamfarahlýnun mun eingöngu auka við ójöfnuð í heiminum. Því geta allir fundið ástæðu til að berjast gegn lofts- lagsbreytingum, hvort sem það er vegna dýrasjónarmiða eða hagkerfissjónarmiða, því hamfara- hlýnun gæti ollið stærsta hruni fyrr og síðar.“ Gunnhildur segir ljóst að meng- un í heiminum hafi farið dvínandi í kjölfar þess að verksmiðjur heimsins eru komnar í pásu vegna COVID-19 faraldursins. „Ef hægt er að segja eitthvað jákvætt um ástandið er það að það kennir okkur hvað það er þægi-legt að draga úr hraðanum, vera heima og njóta augnabliksins. Hröð við- brögð heimsins við veir-unni sýna okkur líka að það er hægt að taka til róttækra aðgerða á alþjóðavísu, eitthvað sem við þurfum að gera gegn hamfara-hlýnun. Ísland gæti verið þar til fyrirmyndar eins og núna, með faglegum viðbrögðum og öflugu upplýsingaflæði. Við getum ekki haldið áfram lífinu eins og það var áður þegar við náum loks stjórn á COVID-19. Við þurfum að snúa okkur að næstu krísu sem getur einfaldlega ekki beðið lengur.“ Engin ofurkona Í Tækniskólanum stofnaði Gunn- hildur fyrirtækið Ró-box með fjór- um samnemendum sínum. Ró-box selur róbóta-kit fyrir krakka og var í fyrra valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla. „Ég held að frumkvöðullinn í mér hafi brotist fram þegar ég fann hvað það var gaman að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Með vinum tók ég þátt í Gullegginu hjá Icelandic Startups þrátt fyrir að við vissum lítið um stofnun fyrirtækja en með því að gefa verkefninu blóð, svita og tár, svefnlausar nætur og allt sem við áttum, enduðum við í 2. sæti og uppskárum helling af reynslu. Þrátt fyrir að það fyrirtæki sé ekki til í dag hjálpaði reynslan mikið þegar við stofnuðum annað fyrirtæki, Ró-box, sem starfar enn. Í raun er hægt að vera frumkvöðull á svo marga aðra vegu en bara að stofna fyrirtæki. Mér finnst frumkvöðull vera sá sem fer óhefðbundna leið að því að leysa vandamál og þorir að koma henni á framfæri,“ segir Gunnhildur. Hún vakti líka mikla athygli sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar á eldheitum borgarafundi RÚV um loftslagsmál í nóvember. „Mörgum kom á óvart að unglingsstúlka hefði svo sterkar skoðanir, en ég held að fólk eigi alveg að venjast því að að stelpur geti látið til sín taka. Mamma og pabbi hafa alltaf verið dugleg að ræða við okkur krakkana um stjórnmál og mannréttindi, og kennt mér að hver sem er geti haft áhrif,“ segir Gunnhildur. Foreldrar hennar eru Ragnheið- ur Eiríksdóttir, heimspekikennari og Hallgrímur Óskarsson, verk- fræðingur og lagahöfundur. Gunnhildur gengst ekki við því að vera ofurkona, þótt fjölhæf sé og komin í Harvard, aðeins 17 ára. „Nei, ég hef mína galla rétt eins og aðrir. Framtíðardraumarnir snúast um að veita aðstoð við að stoppa jarðhlýnun á sem bestan hátt. Ég kemst brátt að í það verkefni, hvort sem það verður í pólitík eða á sviði frumkvöðla. Ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við eftir Harvard en ég hugsa að ég haldi áfram að reyna mig við áskoranir. Það skiptir mig máli að velja viðfangsefni sem varða aðra meira máli en bara mig. Ég hef því ákveðið að velja mér vandamál í heiminum til að vinna að í stað þess að velja mér ákveðið starfssvið eða fag. Ég valdi hamfarahlýnun, sem að mínu mati leiddi að inngöngu minni í Harvard og Yale, en það er hægt að velja hvaða vandamál sem er. Þegar ég vinn að vandamáli fyrir aðra finn ég alltaf stærri tilgang. Ég sé að ég er að gera eitthvað sem skiptir máli og það leiðir til velgengni.“ Hugrekki kemur manni langt Í frístundum þykir Gunnhildi best að leyfa huganum að slaka á. „Þá sest ég oft við píanóið og spila lög sem mér þykja skemmtileg. Mér þykir líka gaman að vera úti með hundinum mínum, fara í fjallgöngu og elda mat með fjölskyldunni,“ segir Gunnhildur og hefur eftirfarandi skilaboð til unga Íslands: „Það sakar ekki að reyna. Ég hafði ekki hugmynd um að ég kæmist inn í Harvard og Yale og var næstum hætt við að sækja um. Það kostar smá hugrekki að velja aðra leið en vinirnir, en að móta sína eigin leið, í stað þess að fylgja öðrum, kennir manni svo margt,“ segir Gunnhildur sem hefur svo sannarlega mótað sína leið í lífinu. Hún hefur meira að segja farið í geimþjálfun. „En ég hugsa að ég sé ekki á leiðinni út í geim. Jörðin er svo yndisleg.“ Framhald af forsíðu ➛ Mamma og pabbi hafa alltaf verið dugleg að tala við okkur krakkana um stjórnmál og mannréttindi, og kennt mér að hver sem er geti haft áhrif. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.