Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 30
Þú hittir aldrei á mig verk-efnalausa en ég get alveg talað við þig núna,“ segir Mat t h i ldu r Pá l s dót t i r, h j ú k r u n a r f o r s t j ó r i á Klausturhólum, þegar ég
falast eftir símaviðtali og býðst til að
fresta því ef hún sé í önnum. Hún er
ekki að glíma við kórónaveiruna á
sínum vinnustað, sem betur fer.
„Enn erum við íbúar Skaftárhrepps
lausir við smit, að við höldum. Það væri
mikið lán að sleppa, við erum það langt
frá öllum björgum og starfslið heil-
brigðisþjónustunnar fámennt,“ segir
hún. „Við erum með krossaða fingur
og vonum að þetta verði líkt og í gamla
daga þannig að veiran berist ekki yfir
jökulárnar og sandana. Einangrun gat
þá stundum komið byggðarlögum til
góða.“
Matthildur kveðst vissulega hafa
gripið til sömu varúðarráðstafana á
hjúkrunarheimilinu og aðrir í hennar
stöðu. „Það hrynja inn tölvupóstar
með leiðbeiningum og fyrirmælum frá
landlækni og sóttvarnalækni um þrif,
umgengni og fleira. Hjúkrunarforstjórar
hafa líka myndað fjarfundahóp og bera
saman bækur sínar. Allir eru að reyna
að gera rétt og læra hver af öðrum.
Svo erum við eins og grýlur við hitt
starfsfólkið!“
Nýr samskiptamáti
Eins og aðrir íbúar hjúkrunarheimila
á l a n d i nu e r h e i m i l i s f ó l k á
K l au s t u r hólu m e i n a ng r a ð f r á
ættingjum og vinum, til að forða því
frá smiti. En með tækni og hugviti
er ýmislegt hægt. Til dæmis fékk ein
konan þar, Guðmunda Jónsdóttir,
heimsókn frá dóttur sinni, Sigrúnu
Sigurgeirsdóttur og þær töluðu saman
í síma, hvor sínu megin við glugga. Því
náði Matthildur á mynd. „Það var alger
tilviljun að einhver sá þær mæðgur vera
að spjalla saman og horfast í augu á
meðan. Ég hljóp fram með símann, bað
hana Mundu að líta til mín og smellti
af. Þetta var frábær hugmynd hjá þeim
og hún verður til þess að við þróum
þessa aðferð áfram, að minnsta kosti
með því að færa bekk að glugganum
svo gesturinn þurfi ekki að krjúpa,
eins og Sigrún gerði. Kannski göngum
við lengra. Við erum með forstofu hér
sem birgjar henda vörum inn í og þar
fyrir innan eru læstar dyr með gleri. Ég
er að hugsa um að hleypa gestum inn
í forstofuna til að spjalla við sitt fólk
hinum megin við glerið. Það er hlýlegra
en að sitja úti. Kannski er einhver með
lítið barn og langar að sýna það, þá er
notalegra að geta komið inn. Hér eru
nítján íbúar í tveimur dvalarrýmum og
sautján hjúkrunarrýmum. Þeir eru allir
á einni hæð og það auðveldar margt.“
Spjaldtölvan þarfaþing
„Fátt er svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott,“ segir Matthildur og
kveðst lengi hafa haft á stefnuskrá
að fá myndsíma á heimilið (Skype)
en ekkert hafi orðið af því fyrr en nú.
Sú tækni hjálpi til að rjúfa einangrun
heimilisfólksins. „Einn íbúinn fékk
spjaldtölvu og lánar hana eftir þörfum
þannig að við hlaupum með hana á
milli. Þetta er að gera mikla lukku. Það
er alveg nýtt fyrir fólkið hér að sjá þann
sem það er að tala við gegnum síma -
og jafnvel litla barnabarnið sem var að
koma í heiminn.“
Matthildur segist líka hafa látið
sér detta í hug að fara með íbúa
Klausturhóla í bíltúra. „Við starfsfólkið
gætum gert það, við umgöngumst þá
hvort sem er. En heimilisfólkið hér gerir
engar kröfur og er ósköp rólegt yfir
ástandinu. Samt getur verið hyggilegt
að takmarka áhorf á fundi og fréttir í
sjónvarpinu, þó sumir þoli það alveg.“
gun@frettabladid.is
Spjallað saman gegnum
myndsíma og glugga
Á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri ríkir heimsóknabann í
sóttvarnaskyni, eins og víðar þessa dagana. En tækni og aðstaða auðveldar ástvinum
að hafa samband sín á milli, eins og Matthildur Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri lýsir.
Mæðgurnar Sigrún Sigurgeirsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir. MYND/MATTHILDUR
Við erum með krossaða fingur
og vonum að þetta verði líkt og
í gamla daga þannig að veiran
berist ekki yfir jökulárnar og
sandana.
„Allir eru að reyna að gera rétt,” segir
Matthildur Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri.
Hópur fólks kom saman á Austurvelli þennan mánaðardag
árið 1949. Þar voru andstæðingar Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) og almennir borgarar og mótmæltu harðlega
þeirri ákvörðun stjórnvalda að gerast stofnaðilar að
bandalaginu, en það mál var þá til umræðu á Alþingi og fór
til atkvæðagreiðslu.
Mótmælendurnir höfðu hátt og köstuðu eggjum og grjóti
að alþingishúsinu svo lögreglan þurfti að nota áður óþekkt
meðöl á þeim tíma gegn pólitísku uppþoti og reyna að stilla
til friðar.
Laganna verðir gripu til þess ráðs að nota táragas til þess
að tvístra hópnum. Sumir sem í honum voru flúðu inn í
Dómkirkjuna til að leita þar skjóls frá atganginum.
Alþingi Íslendinga samþykkti aðild landsins að NATO
þennan dag, svo ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar
náði sínu fram. Hún var samsteypustjórn Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en hennar afdrif
urðu þau að hrökklast frá völdum síðla árs 1949.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 3 0 . M A R S 19 49
Inngöngu í NATO mótmælt
Óeirðir á Austurvelli v/ inngöngu Íslands í NATO 30. mars 1949.
Merkisatburðir
1492 Kaþólsku konungshjónin Ferdinand og
Ísabella, sem jafnan eru talin stofnendur spænska
konungsríkisins, gefa út tilskipun þess efnis að allir
gyðingar sem ekki taki rómversk-kaþólska trú skuli
yfirgefa Spán.
1533 Thomas Cranmer verður erkibiskup af Kantaraborg.
1802 Bólusetning við kúabólu er lögboðin á Íslandi sem
þar með er með fyrstu löndum til að efna til slíkrar laga-
setningar.
1816 Hið íslenska bókmenntafélag er stofnað. Það gefur
út Skírni, sem er elsta tímarit á Norðurlöndum.
1841 Þjóðarbanki Grikk-
lands er stofnaður í Aþenu.
1853 Hollenski listmálarinn
Vincent van Gogh fæðist.
1858 Hymen Lipman fær
skráð einkaleyfi á blýanti
með áföstu strokleðri.
1867 Bandaríkin kaupa
Alaska af Rússum fyrir 7,2
milljónir dala.
1934 Eldgos hefst í Gríms-
vötnum í Vatnajökli sem
veldur stórhlaupi í Skeiðará.
1945 Sovétmenn ráðast inn í Austurríki og hertaka Vínar-
borg.
1981 Ronald Reagan Bandaríkjaforseti verður fyrir
skotárás af hendi manns sem nefnist John Hinckley og
særist, en heldur lífi. Atburðurinn gerist rétt við Hvíta
húsið í Washington.
1985 Mótefni gegn eyðniveiru finnst í fyrsta sinn í blóði
Íslendings.
2006 Mýraeldar koma upp í Hraunhreppi í Mýrasýslu og
vaða yfir um 67 ferkílómetra lands á yfir tveimur sólar-
hringum.
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT