Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.03.2020, Blaðsíða 15
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Lífsstíll M Á N U D A G U R 3 0. M A R S 20 20 Gunnhildur Fríða er metnaðarfullur námsmaður og aðgerðasinni í loftslagsmálum. Hún hlakkar mikið til að byrja í Harvard í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jörðin er svo yndisleg Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir verður ekki fullorðin fyrr en í maí. Þó sest hún á skólabekk í Harvard háskóla í haust, einum besta háskóla heims. ➛2 Mér þykir vænt um fjölskylduna mína og vini heima á Íslandi og mun sakna þeirra mikið. Samt veit ég að það gefst varla tími til að sakna, það verður svo mikið að gera í skólanum að áður en ég veit af verður komið jólafrí og ég komin aftur heim,“ segir Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir sem þrátt fyrir að vera enn barn að aldri hefur nám við einn besta háskóla veraldar í haust. Því má bæta við að Gunnhildur fékk einnig inngöngu í hinn virta Yale háskóla. Hún setti stefnuna á nám við Harvard þegar hún var fimmtán ára. „Þá fórum við fjölskyldan í frí til Boston og ég dýrkaði umhverfið í botn. Við litla systir mín fórum með leiðsögumanni í gegnum Har- vard háskóla og ég heillaðist upp úr skónum. Mér fannst staðurinn geisla frá sér forvitni og þekkingu. Ég keypti mér auðvitað Harvard- peysu en hefði þá aldrei dottið í hug að ég myndi nokkurn tímann komast inn í Harvard,“ segir Gunn- hildur sem fór aftur vestur um haf í fyrrasumar. „Þá dvaldi ég við Purdue háskóla og tók þátt í prógramminu Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship á vegum bandaríska sendiráðsins. Ég fékk að læra í amerískum háskóla og líkaði það mjög vel. Hinir krakkarnir í prógramminu hvöttu mig því til að sækja um í Harvard og aðstoðuðu mig við inntökupróf, ritgerðir og viðtöl, en þessi umsóknaheimur er allt annað en við þekkjum á Íslandi,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að námið við Harvard verði krefjandi en skemmtilegt. „Þetta verður erfitt en ég held að ég muni njóta þess því ég fer út til að læra nákvæmlega það sem ég vil. Þótt ég sé bara sautján og hafi útskrifast hálfu öðru ári á undan jafnöldrum mínum hér heima, eru skólafélagarnir í Harvard flestir jafngamlir og ég vegna mismunandi skólakerfa í Bandaríkjunum og hér heima.“ Hefur alltaf sett markið hátt Gunnhildur flutti til Hvera- gerðis á fjórða árinu og byrjaði ári á undan jafnöldrum sínum í grunnskóla. „Hveragerði er mjög þægilegur staður til að alast upp á og ég nýtti oft næðið og róna til að lesa bækur. Ég á alls ekki auðvelt með að læra öll fög og þekki mikið af vinum sem mér finnst vera mun klárari en ég. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á náminu og reyni að leggja mig fram í öllum verkefnum,“ segir Gunnhildur. Hún lýsir sjálfri sér sem metnaðarfullum námsmanni og loftslagsaðgerðasinna. „Ég hef mikla ástríðu fyrir loftslagsmálum og því að vinna að þeim í samstarfi við aðra. Í framtíðinni hugsa ég að ég hefði gaman af að fara í stjórnmál eða stofna sprotafyrirtæki sem finnur upp lausnir í loftslagsmálum,“ svarar Gunnhildur spurð hvað hún ætli að gera þegar hún verði orðin stór. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.