Feykir


Feykir - 29.03.2017, Side 6

Feykir - 29.03.2017, Side 6
6 13/2017 Arna Rún Arnarsdóttir Kökur og ostar á matseðlinum Arna Rún Arnarsdóttir á Skagaströnd verður fermd þann 27. maí í Hólanes- kirkju af sr. Bryndísi Valbjarnardóttur. Foreldrar hennar eru Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Aðeins, spái svolítið í mun- inum á mismun- andi trúarbrögðum. Hvernig hefur fermingarundir- búningnum verið háttað? -Spáð og spekúlerað, ferm- ingarfræðsla, messur og svo undirbúningur fyrir ferm- ingardaginn, bæði athöfnina og veisluna. Hvar verður veislan haldin? -Í Skagabúð. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, kökur og ostar. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Utanlandsferð. Fermingin mín Fermingarbörn svara spurningum UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir Ásdís Björg Ragnarsdóttir Langar í nýjan síma Ásdís Björg Ragnarsdóttir á Kollsá í Hrútafirði verður fermd þann 13. apríl í Prestbakkakirkju af sr. Guðna Þór Ólafssyni. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og Ragnar Pálmason. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Mig langaði til að staðfesta skírnar- heitið mitt. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já, já ég hef gert það. Hvernig hefur fermingarundir- búningnum verið háttað? -Ég fór í eina viku í haust í Vatnaskóg. Síðan hef ég verið í fermingarfræðslu og sótt messur. Hvar verður veislan haldin? -Í skólahúsinu á Borðeyri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, loksins. Það verða smáréttir og kökur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, það er kjóll og kápa. Hver er óska fermingargjöfin? -Nýr sími með góðri myndavél. Tristan Reyr Borghildarson Langar í krossara Tristan Reyr Borghildarson á Hvammstanga verður fermdur þann 30. apríl í Hvammstangakirkju af sr. Magnúsi Magnússyni. Foreldrar hans eru Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Þormóður Ingi Heimisson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Af því að ég trúi á guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já svona eitthvað. Hvernig hefur fermingarundirbún- ingnum verið háttað? -Frekar hefð- bundinn undirbúningur, allt gengur vel. Hvar verður veislan haldin? -Á Sveita- setrinu Gauksmýri. Er búið að ákveða hvað verður á mat- seðlinum? -Já, það verður t.d. ísterta og alls konar fingramatur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já. Hver er óska fermingargjöfin? -Kross- ari. Þorgrímur Svavar Runólfsson Dróni á óskalistanum Þorgrímur Svavar Runólfsson á Sauðárkróki verður fermdur í Sauðárkrókskirkju þann 4. júní af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar hans eru Aðalbjörg Þorgrímsdóttir og Runólfur Óskar Steinsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Vegna þess að mig langar til að staðfesta skírnina. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekkert rosalega mikið en samt pínu. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Ég hef ákveðið svolítið mikið og mamma líka. Hvar verður veislan haldin? -Í félags- heimilinu í Hegranesi . Er búið að ákveða hvað verður á mat- seðlinum? -Já, það á að vera einhvers konar súpa og kökur. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, nokkurn veginn. Hver er óska fermingargjöfin? -Dróni og xbox.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.