Feykir


Feykir - 29.03.2017, Page 10

Feykir - 29.03.2017, Page 10
10 13/2017 Það muna eflaust margir eftir því hverju þeir klæddust á sjálfan fermingardaginn og er ótrúlega gaman að skoða hvernig tískan hefur breyst í þessu eins og öllu öðru á milli áratuga. En í ár eru blúndukjólar og samfestingar áberandi fyrir dömurnar og jakkaföt og jakkafatajakkar við dökkar buxur fyrir drengina. Falleg blúndumynstur í kjólunum Ef við byrjum á dömunum þá er ríkjandi að sjá hvíta, drappaða og fölbleika kjóla. Þá er blúndan mjög áberandi og er hún ekki þessi hefðbunda blúnda sem hefur verið svo áberandi undanfarin ár heldur er hún með alls konar mynstrum. Ég hef alltaf verið heilluð af blúndunni og ég verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að eiga einn svona fallegan blúndukjól þrátt fyrir að eiga tuttugu ára fermingar- afmæli í ár. En síddin á kjólunum er rétt fyrir ofan hné og er gaman að sjá að þeir ná alveg upp að hálsi, jafnvel með litlum, nettum kraga. Spagettíhlýrar hafa ekki náð inn í fermingartískuna heldur eru kjólarnir með breiðum hlýrum eða stuttum ermum sem gerir þá bæði stelpulega og settlega. Samfest- ingarnir eru í svipuðum litum og kjólarnir, ásamt svörtu, og er bæði hægt að fá þá með stuttbuxum og síðbuxum. Sniðið er þannig að þeir virka eins og „two piece“ eða tvær flíkur og er mikið skemmtilegra og klæðilegra snið fyrir svona ungar stelpur. Hvað skótískuna varðar þá er ég rosalega ánægð að sjá að 10 sm hælarnir eru ekki ráðandi heldur er kubbahællinn sterkur inn aftur eftir langa bið í bæði sandölum og spariskóm. Þessi tíska hentar því ótrúlega vel fyrir ungu stelpurnar sem eru að taka sín fyrstu skref á hælum. Slaufa, bindi, já eða ekkert um hálsinn Drengirnir fá ekki jafn saklausa og létta liti eins og stelpurnar en hjá þeim eru dökkblá, ljósgrá og auðvitað svört jakkaföt áberandi. Skyrturnar eru hvítar, svartar og ljósbláar og þá virðist vera allur gangur á því hvort þeir séu með bindi, slaufu eða jafnvel ekkert um hálsinn, bara hvað hentar hverjum og einum. Slaufurnar réðu ríkjum í fyrra en hugsanlega er verið að reyna að ná meira loose looki í ár með þvi að notast við ekkert. Ef drengirnir velja að nota eingöngu jakkafatajakkann þá er hann í lit, ekki svörtu, og gallabuxur í dökkum gallaefnum og jafnvel svartar eru valdar við þá. Þá er gaman að sjá breytingar í skótauinu í ár fyrir drengina því í fyrra var eins og það væri ekkert annað í boði en strigaskór en núna sjáum við brúna og svarta spariskó og fyrir þá sem þora þá eru það Dr. Martens við gallabuxurnar, sem mér þykir ótrúlega flott og töffaralegt. Ekkert að því að kaupa notuð fermingarföt Það eru margir foreldrar sem kvíða fyrir öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að ferma börnin sín og einn stór og dýr þáttur í þessu öllu er fermingarfatn- aðurinn. Mjög algengt er að fermingar- fatnaðurinn sé svipaður og árið áður og hef ég mjög oft heyrt fólk tala um að þessi tilteknu föt sem keypt voru hafi einungis verið notuð einu sinni og aldrei aftur, hugsanlega hafi skór og skart verið notað oftar en einu sinni en sjálf fötin voru orðin of lítil þegar átti að fara að nota þau aftur. Þá getur verið svolítið gremjulegt að eyða miklum peningum í þetta, vitandi að notagildið sé lítið sem ekkert. Hvað er þá að því að finna fermingarfötin á sölusíðum á Facebook á jafnvel helmings verði? Ekkert! Ef fermingarbarnið er móttækilegt fyrir þessu þá er um að gera að hefja leitina. Reyndar fann ég ekki neina sérstaka sölusíðu sem auglýsir eingöngu fermingarfatnað en ég er nokkuð viss um að það líða ekki margir mánuðir þangað til við sjáum eina slíka síðu á fésbókinni. Blúndukjólar og jakkaföt Feykir skoðar fermingartískuna 2017 UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir Á myndunum má sjá fermingarfatnað á stelpur og stráka frá Gallerí 17. Skoða má úrvalið á www.ntc.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.