Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 6
gekk alltaf með þann draum í maganum að fara í íþrótta- kennaranámið en lagði ekki almennilega í það af því að ég vissi að þetta væri mikið kennt á ensku og erfitt nám sem hræddi mig svolítið af því að ég er mjög lesblind. Svo var það haustið 2011 sem mamma sagði við mig: „Heyrðu, ég átti nú kannski ekki að gera þetta en ég skráði þig í Íþrótta- kennaraskólann.“ Ég vissi ekkert um það og varð frekar örg fyrst, eiginlega alveg brjál- uð, en ákvað svo að drífa mig og prófa. Það var náttúrulega búið að borga skólagjöldin. Svo ég fór bara og kláraði dæmið, þessi fimm ár, mér leiddist nú ekki þarna, þetta var mjög gaman.“ Hver sá þá um búskapinn á meðan? „Magga systir og mágur minn voru hér á þessum tíma og sáu þá um að gefa og gera verkin. Ég keyrði heim allar helgar, var í skólanum frá mánudegi til fimmtudags og kom svo heim og var um helgina. Fjarnám var ekki í boði, það er 80% mæt- ingaskylda í verklega tíma, en þetta gekk allt upp. Þetta var auðvitað mikil vinna. Ég er náttúrulega þrjóskari en flestir sem ég þekki, að undanskilinni móður minni, hún er líklega þrjóskari en ég. Ég ætlaði mér að klára þetta og gerði það bara. Það var auðvitað mikil vinna í kringum það en það stóð bara ekkert annað til en að standa sig.“ Og varstu ekki þakklát mömmu þinni þegar upp var staðið? „Jú, jú, auðvitað. En svo lenti reyndar mikið á henni að hjálpa mér í gegnum námið því það er mikið um ritgerðaskrif og hún þurfti að fara yfir hverja einustu blaðsíðu sem ég skilaði af mér. Þegar ég skrifa vantar inn orð og þess háttar þannig að það er ekki hægt að senda það þannig frá sér. Þó maður reyni allt til að skrifa rétt og lesi yfir sjálfur þá er alltaf eitthvað eftir. Hún er erfið þessi les- blinda.“ Finnst þér skólakerfið þurfa að standa sig betur gagnvart þeim sem eru lesblindir? „Já, kannski að mörgu leyti. Maður þarf svolítið að berjast fyrir þessu sjálfur. Ég fékk greiningu snemma, það er líklega því að þakka að mamma vissi hvað var í gangi því hún á bróður sem er lesblindur og var eiginlega útskúfað úr skóla sem heimskum og lötum en hann var þá bara lesblindur og gat Þórunn er 33 ára, nýútskrifaður íþróttakennari. Hún kennir við Grunnskólann austan Vatna og er jafnframt bóndi á Starra- stöðum þar sem hún býr með sauðfé og nokkra hesta. Á bænum stundar móðir hennar einnig blómarækt og sér Skagfirðingum og Akureyr- ingum fyrir sérlega fallegum rósum. Á jörðinni hefur líka systir hennar, Margrét, ásamt manni sínum, byggt sér hús sem þau nefna Lækjargerði og búa þar ásamt börnum sínum tveimur. Þórunn var ung að aldri þegar hún tók þá ákvörðun að verða bóndi. VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir „Það kom þannig til að pabbi minn, Eyjólfur Pálsson, dó úr krabbameini þegar ég var 16 ára gömul. Hann fékk greiningu í september og dó 25. janúar. Hann var að vísu búinn að vera veikur um tíma en var einn af þeim sem eru ekkert að fara til læknis þó eitthvað sé að. Þegar hann fékk svo greiningu var meinið komið í vélinda, maga og lifur og lítið sem ekkert hægt að gera. Á þeim tíma voru hér 20-30 mjólkandi kýr og einhverjar kindur með. Þann vetur var ég í 10. bekk og þá kom föðurbróðir minn alltaf af Króknum og mjólkaði á morgnana en svo sáum við hin um þetta á kvöldin. Upp úr því voru kýrnar seldar en kind- urnar urðu eftir og ég tók svo hægt og rólega við þeim.“ Það hlýtur að hafa verið mjög erfið ákvörðun fyrir 16 ára ungling að ákveða að verða bóndi? „Já og nei. Ég hafði alltaf brennandi áhuga á þessu þannig að þetta var ekkert rosalega erfið ákvörðun. Mig hefur alltaf langað að búa í sveit og þá var bara annað hvort að gera þetta eða ekki. Það kom til tals að flytja burt en ég vildi það alls ekki, ég sagði bara þvert nei, og upp úr þessu spratt þetta. Fjárstofninn var svo sem lítill í fyrstu, svona 50-70 kindur en eru 400 í dag. Svo voru auðvitað einhver hross eins og er líklega á flestum bæjum í Skagafirði.“ Þegar ekið er sem leið liggur fram Skagafjörð, í átt til dala, blasir við manni hið tignarlega fjall, Mælifellshnjúkur. Hann var að vísu þoku hulinn síðasta föstudag þegar ég brá mér í heimsókn á bæ einn undir hnjúknum til fundar við unga konu, Þórunni Eyjólfsdóttur á Starrastöðum, sem þar býr ásamt móður sinni, Maríu Reykdal sálfræðingi, og yngri systur, Stefaníu. Þórunn Eyjólfsdóttir á Starrastöðum Verður óþolandi af því að sitja aðgerðalaus Þórunn fór svo í Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki og var þar í tvo vetur en eftir það settist hún á skólabekk í Bændaskólanum á Hvanneyri. Að því loknu fór hún aftur í skólann á Króknum þaðan sem hún útskrifaðist sem stúdent frá náttúrufræðibraut, íþrótta- stíg. „Fyrstu tvo veturna var ég alltaf með annan fótinn hér heima, ég var á Króknum virka daga en fór heim um helgar og þá sáu aðrir í fjölskyldunni um þetta sem var hér. Svo fór ég á Hvanneyri og fór upp úr því að bæta við bústofninn. Í seinna skiptið sem ég var á Króknum keyrði ég á milli.“ Innrituð í skóla án þess að vita af því Þú tókst svo hlé frá námi, hvað varð til þess að þú ákvaðst að hella þér út í meira nám? „Já, það er nú saga að segja frá því. Það var nú þannig að ég Þórunn og hundurinn Pjakkur. MYND: FE 6 14/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.