Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 10
„Það hafa allir gott af að fara út fyrir þægindarammann“ Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir er Sauðkrækingur og býr þar ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hún er menntuð sem íþróttafræðingur frá Laugarvatni og hefur alla tíð starfað við þjálfun og kennslu en ákvað sl. haust að venda sínu kvæði í kross og sótti um starf hjá Steinull. Nafn: Dúfa Dröfn Ásbjörns- dóttir. Aldur: 34 ára. Starf: Starfsmaður í Steinullar- verksmiðjunni. Stutt lýsing á starfinu: Ég vinn fjölbreytt störf innan verk- smiðjunnar. Oftast er ég pökk- unarmaður sem sér um að pakka, raða og ganga frá steinullinni. Suma daga er ég línumaður, þá reyni ég að passa að allt gangi vel fyrir sig og rétt stærð, lögun og fjöldi pakka sé framleitt. Sparidaga fæ ég að vera í stjórnherbergi, þar sem passað er að rétt tegund og þyngd sé framleitt. Hvað ert þú búin að vera lengi í þessu starfi? Ég byrjaði i lok ágúst 2016. Hvers vegna fékkst þú áhuga á þessu starfi? Aðallega lang- aði mig að breyta til, sá tækifæri á að fá fjölskylduvænni vinnu en þá sem ég hef verið í. Ég ákvað því bara að stökkva á það og sækja um og sé sko ekki eftir því að hafa tekið sénsinn á að prófa eitthvað nýtt. Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því að starfið er almennt talið „karlastarf“? Ég hef það mest á tilfinningunni að það sé vegna þess að þetta er verksmiðja og að venjan sé að það séu karlar sem vinni í verksmiðjum. Margir halda kannski að þetta sé mjög líkamlega erfið vinna sem konur hafa kannski ekki trú á að þær geti unnið. En í fæstum tilfellum er þetta líkamlega erfitt, þó svo að auðvitað komi svoleiðis tímar þá er það ekkert sem konur geta ekki gert. Svo er það kannski það að konur séu feimnar við að sækja um á vinnustað þar sem nánast eingöngu karlmenn vinna. Var eitthvað sem kom þér sérstaklega á óvart við starfið? Já og nei, Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þetta er fjölbreytt, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Einnig kom það mér skemmtilega á óvart hvað það er gaman að vinna með svona fjölbreyttum hópi karlmanna. Það eru allir tilbúnir að hjálpa manni ef það er eitthvað sem maður þarf hjálp við eða kenna manni á eitthvað sem maður kann ekki á. Þannig er ég alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það elska ég. Er eitthvað við þetta starf sem gerir það að verkum að konur eigi erfitt með að vinna það? Nei, ég hef alla vega ekki rekið mig á þann hlut ennþá og held ég komi ekki til með að gera það, þetta er starf sem konur, jafnt sem karlar, geta sinnt. Þekkir þú/veist þú um margar konur sem vinna þetta starf? Nei, ég er alla vega eina konan sem vinn þessa vinnu í verk- smiðjunni. Var erfitt að byrja í starfi þar sem meirihluti vinnufélaga var af öðru kyni? Nei, það var ekkert mál, þetta eru allt svo frábærir karlar/strákar sem ég vinn með. Þeir tóku mér mjög vel strax frá upphafi. Mér fannst það bara viss kostur að fá tækifæri til að prófa að vinna á vinnustað þar sem það eru nánast eingöngu karlmenn að vinna. Finnst þér þú hafa mætt fordómum á vinnustað eða annars staðar vegna þess að þú ert kvenmaður? Nei, ég hef ekki mætt neinum fordómum í vinnunni vegna þess að ég er kona, karlarnir/strákarnir taka mér bara eins og ég er. Gerum við mikið grín að því að ég hafi sömu áhugamál og þeir, það leiðist þeim ekki. Nei, engir fordómar, bara mikið um grín og hlátur. Maður má heldur ekki taka sjálfan sig of alvarlega. Nokkur orð að lokum: Ég mæli með því fyrir allar konur að vera óhræddar við að prófa eittthvað nýtt. Ekki festast í sama hjólfarinu. Þó maður sé að prófa eitthvað sem maður er ekki búinn að mennta sig í. Menntunin fer ekkert frá okkur. Hún bíður róleg á meðan verið er að prófa eitthvað nýtt, fara út fyrir þægindarammann og ögra sjálfum sér. Það hafa allir gott af því, bæði konur og karlar. Dúfa tekur lyftarann til kostanna. MYND: FE ( #kvennastarf ) frida@feykir.is Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir starfsmaður hjá Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki Fermingin mín Halldóra Árný Halldórsdóttir Veislan í Héðinsminni Halldóra Árný Halldórsdóttir á Úlfsstöðum í Blönduhlíð verður fermd þann 4. júní á Silfra- stöðum af sr. Döllu Þórðardóttur. Foreldrar hennar eru Kolbrún Erla Grétarsdóttir og Halldór Jóhann Einarsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til þess að staðfesta skírn mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ég er ekkert rosalega mikið að spá í það. Hvernig hefur fermingar- undirbúningnum verið hátt-að? -Ég er alla vega búin að ákveða allt, er búin að kaupa smá af skrauti. Svo erum við að senda út boðskort, kaupa kerti, servíettur og sálmabók. Síðan förum við bráðum að kaupa fermingarfötin og þetta er bara mjög skemmtilegt og gaman. Hvar verður veislan haldin? -Í Héðinsminni. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Nei, er samt búin að ákveða í hvaða búð þau verða keypt, sem er Kjólar og Konfekt. Hver er óska fermingargjöfin? -Alveg soldið mikið, mig langar alla vega í krossara eða fjórhjól, fartölvu, sjónvarp og peninga. Hafþór Örn Laursen Ólason Las Barnabiblíuna þegar hann var yngri Hafþór Örn Laursen Ólason á Blönduósi verður fermdur í Blönduóskirkju þann 29. apríl af sr. Sveinbirni R. Einarssyni. Foreldrar hans eru Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir og Óli Guðlaugur Laursen. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Til að staðfesta trú mína. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ekkert mjög mikið, en las Barnabiblíuna nokkrum sinnum þegar ég var yngri. Hvernig hefur fermingar- undirbúningnum verið hátt- að? -Ég hef farið í nokkrar messur og mætt til prestsins en mamma og pabbi hafa séð um rest. Hvar verður veislan haldin? -Í sal Harmonikkufélagsins á Blönduósi. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já, það verður kökuboð. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, með erfiðleikum. Hver er óska fermingargjöfin? -Tölva og peningur, annars hef ég ekkert verið að spá mikið í það. Sara María Ómarsdóttir Hefur lært heilmikið um trúmál í gegnum tíðina Sara María Ómarsdóttir í Varmahlíð verður fermd þann 4. júní í Glaumbæ af sr. Gísla Gunnarssyni. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Steinunn Sigfúsdóttir og Ómar Bragason. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Vegna þess að ég vil staðfesta skírnina og trú mína á guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Ég hef lært heilmikið um trúmál í gegnum tíðina, fyrst í sunnudagaskólanum, svo í TTT og svo núna í fermingarfræðslunni. Hvernig hefur fermingarundirbúningn- um verið háttað? -Við erum lítið farin að undirbúa en þó er búið að velja daginn sem er hvítasunnudagur og panta sal. Hvar verður veislan haldin? -Hún verður haldin á Löngumýri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? -Já að mestu leyti. Óli kokkur ætlar að elda matinn fyrir okkur, en það verður líklega lambalæri og kjúklingur. Svo verða kökur á eftir. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Ég er ekki búin að kaupa mér fermingarföt en ég er með hugmyndir um hvað mig langar í. Hver er óska fermingargjöfin? Ég er ekki með neina ákveðna ósk um fermingargjöf. 10 14/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.