Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 3
Óvíst er hvaða starfsemi Háholt í Skagafirði geymir í framtíðinni. MYND: FEYKIR Meðferðarheimilið Háholt Starfsemi hættir í lok júní Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu og færa starfsemina á höfuðborgar- svæðið. Rekstraraðilar meðferðarheimilisins og Barnaverndarstofa eru hins vegar sammála um að forsendur fyrir endurnýjuðum samningi séu ekki lengur til staðar og hafa gert samkomulag um að starfseminni verði hætt í lok júní nk. Á fundi byggðarráðs í síðustu viku kom fram að ráðið teldi það undarleg vinnubrögð af hálfu ráðuneytis og Barna- verndarstofu að aldrei hafi verið rætt við forsvarsmenn sveitarfélagsins í aðdraganda þessarar ákvörðunar en Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi húsnæðis sem hýsir starfsemi Háholts. Sveitar- félagið byggði húsið sérstak- lega undir starfsemina á sínum tíma og fór í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2014 til að aðlaga það betur að starfseminni. Samn- ingur sveitarfélagsins og barnaverndarstofu um hús- næðið undir meðferðarheim- ilið rennur út í ágúst á næsta ári. „Meginástæða þess að starfseminni er hætt er sú að eftirspurn eftir meðferðar- rýmum hefur verið afar slök í Auglýsing um skipulagsmál Á fundi sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. mars 2017 var samþykkt að auglýsa, verk- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Verk- og matslýsingin er dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið. Alls verður gerð tillaga að sex breytingum sem eru: A) Val á legu Blöndulínu Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. B) Sauðárkrókslína Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem mun liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. C) Virkjanakostir í Skagafirði Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár. D ) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út. Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota. E ) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki. Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt. F ) Ný efnistökusvæði. Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu. Í samræmi við 1.mgr 30. greinar Skipulagslaga 123/2010 er hér með óskað umsagnar um Verk- og matslýsinguna. Óskað er eftir að umsagnir berist skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsið Skagfirðingabraut 17-21 eða með tölvupósti á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir 26. apríl 2017. Verk- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur. is/is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagsmal/byggingafulltrui og í Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 17-21 Sauðárkróki frá 30. mars til 26. apríl 2017. Jón Örn Berndsen Skipulags - og byggingarfulltrúi www.skagafjordur.is N Ý PR EN T eh f. mörg ár. Kemur þar margt til en helsta ástæðan er sú að nýjungar í meðferð utan stofnana, á vettvangi fjöl- skyldu og nærsamfélags, svonefnd Fjölkerfameðferð; MST, hafa skapað nýjar forsendur og eru nú mest í eftirspurn samhliða því að dregið er úr stofnanameðferð. Í því felst að þeir einir vistast nú á stofnanir sem eiga við að stríða fjölþættan og flókinn vanda sem krefst aðkomu sérfræðinga á ýmsum sviðum sem óvíða er að finna utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu við Feyki. Þegar hann er spurður út í árangur meðferðar á Háholti í samanburði við önnur heimili, segir hann það flókið fyrirbæri þar sem markhópar og erfið- leikastig einstaklinganna í meðferð sé mjög misjafnt. Langmesta eftirspurnin í MST Alls voru sex einstaklingar innritaðir í meðferð á Háholti árið 2016 og tveir sem inn- ritaðir voru árið á undan dvöldu þar um tíma. Þeir átta ein- staklingar sem komu við sögu í meðferð Háholts árið 2015 voru aldrei vistaðir þar á sama tíma. Að jafnaði var fjöldi skjól- stæðinga á heimilinu á bilinu einn til þrír á hverjum tíma. Að Háholti frátöldu eru meðferðarheimili í Eyjafirði og á Rangárvöllum auk meðferðar- og greiningarstöðvar ríkisins, Stuðla, í Reykjavík. Alls inn- rituðust 112 einstaklingar í meðferðarúrræði Barnavernd- arstofu árið 2016 og 47 komu við sögu til viðbótar sem inn- ritaðir voru árið á undan. Bragi segir að langmest eftirspurn sé í Fjölkerfameðferðina MST sem er meðferð utan stofnana. Þrátt fyrir að hugmyndir um byggingu meðferðarheim- ilis fyrir börn í Reykjavík næðu fram að ganga, myndi með- ferðar- og greiningarstöðin Stuðlar áreiðanlega starfa áfram að mati Braga og líklega eitt heimili á landsbyggðinni. Þó segir hann að ekki sé unnt að fullyrða um þetta nú því eftirspurn eftir meðferð ráði framboðinu. „Það er ætíð sorglegt að þurfa að loka jafn stórum vinnustað eins og Háholt er og missa þannig reynslumikið og gott fólk úr störfum. Ég vil þakka starfsfólkinu fyrir góð störf og óska því velfarnaðar í framtíðinni. Raunar vil ég þakka rekstaraðilum, sveitar- stjórninni og Skagfirðingum öllum fyrir þessi tæplega 20 ár sem meðferðarheimilið hefur starfað,“ segir Bragi Guð- brandsson að lokum. /PF VIÐTAL Páll Friðriksson Skora á stjórnvöld Slæmir malarvegir kalla á viðbrögð Kvenfélag Svínavatnshrepps hefur áhyggjur af vegfarendum, ekki síst skólabörnum, sem fara um lélega malarvegi í Húnavatnshreppi en ástand vega þar er algjörlega óásætt- anlegt að mati kvenfálagsins og þó víðar væri leitað. Kvenfélag Svínavatnshrepps sendir frá sér eftirfarandi álykt- un: Ástand malarvega Í Húna- vatnshreppi er algjörlega óásætt- anlegt. Skorar Kvenfélagið á Vegagerðina og aðra sem málið varðar að bregðast við sem fyrst. Telur félagið íbúa í mikilli hættu vegna þessa ástands og hefur stórar áhyggjur af hvað getur gerst ef fram heldur sem horfir. Vill félagið benda á að skólabörn Húnavallaskóla þurfa að fara þessa hættulegu vegi tvisvar á dag alla virka daga. Auk þess eru íbúar hreppsins að sækja vinnu utan heimilis og þurfa að fara daglega þessa slæmu vegi. Skorar Kvenfélagið á stjórnvöld og alla þá sem málið varðar að bregðast við áður en fleiri slys hljótast af. /PF Ástand malarvega í Húnavatnshreppi er óásættanlegt, segja kvenfélagskonur og óhætt að taka undir það. MYND: KVENFÉLAG SVÍNAVATNSHREPPS 14/2017 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.