Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 2
Tímabundið leyfi samþykkt Matarvagn við Glaumbæjarsafn Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að matarvagn í Glaumbæ sé sannarlega ekki efstur á óskalista starfsmanna safnsins. „Allt sem tefur fyrir umferð á alltof litlu bílastæði gerir erfitt ástand verra og með fullri virðingu fyrir matarvögnum að þá bæta þeir ekki minjagildi þjóðargersema á borð við gamla bæinn í Glaumbæ.“ Tilefni þessara skrifa er að skipulags- og byggingarnefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernis- húss sem er á staðnum. Þrátt fyrir að í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands komi fram að Þjóðminjasafnið hafni því að setja niður matarvagn við umrætt svæði telur skipulags og byggingarnefnd óhætt að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er þegar í gangi. Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnús- dóttir, óskaði bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggða- safninu í Glaumbæ. Í viðtali við Akureyrarblaðið segir Helgi Freyr Margeirsson, sá sem sækir um leyfið, að hann hafi rætt þessa hugmynd við safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga sem hvatti hann til að sækja um leyfið í upphafi. „Ég hefði ekki farið af stað með þessa hugmynd annars. Þetta er einfaldlega söluvagn sem selur kaffi og tilbúnar veitingar. Vagninn verður ekki staðsettur á lóð byggðasafnsins. Hann er langt frá öllum fornminjum auk þess sem allt við vagninn og staðsetningu hans er að fullu afturkræft,“ segir Helgi Freyr. /PF „Til langs tíma litið er ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum. Því er mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eignarhalds. Í því augna- miði verði stefnt að því að almenningur geti fengið tiltek- inn eignarhlut afhentan endur- gjaldslaust.“ Þennan texta er hægt að finna í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Einhverra hluta vegna (lesist: af augljósum ástæðum) ber fólk ekki mikið traust til bankastofn- ana í dag. Margir hafa það á tilfinningunni að bankarnir séu einungis gróðabissness eigenda sinna og minnast þess þegar þeir fóru heldur nærri sólinni á uppgangstímum fyrir hrun. Bankar þurfa að hagnast eins og önnur fyrirtæki á réttlátan og sómasamlegan hátt og eigendur að fá arð sem er í takti við eðlileg viðhorf almennings. Bankar í einkaeigu hneigjast til þess að hámarka arðinn fyrir eigendur en hugsa minna um samfélagsþáttinn, nærumhverfið og þá einstaklinga sem eiga í viðskiptum við þá (nema auðvitað til að græða á þeim). Að mínu mati er ekkert sem kallar á það að íslenska ríkið selji hluti sína í bönkunum. Í rauninni finnst mér það nauðsynlegt að ríkið eigi a.m.k. einn viðskiptabanka sem hugsar um annað en hámarks gróða, væri jafnvel viðmið annarra banka hvað ímynd varðar. Gæti verið í líkingu við sparisjóðina sálugu. Hver vildi ekki hafa eins og einn sparisjóð í sveitarfélaginu sínu? Spyr sá sem saknar gamalla tíma! Að almenningur geti fengið tiltekinn eignarhlut afhent- an endurgjaldslaust ef hlutur ríkisins verður seldur er fallegt yfirvarp yfir einkavæðingu. Áður en langt um líður verður fámennur hópur búinn að kaupa til sín flesta hlutina og sama gamla sagan endurtekur sig. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Framtíð bankakerfisins Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Hamingjusamir að loknum tónleikum Heimir í Hörpunni Þann 25. mars sl. var haldin hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð var íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin var liður í verkefni sem Vesturfara- setrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir það vera mat Heimisfélaga að tónleikarnir hafi tekist mjög vel í alla staði. Nánast fullt hús og mikil stemming meðal áheyrenda enda dagskráin létt og fjöl- breytt. „Eins og oft áður stigu nokkrir félagar okkar fram úr röðinni í nokkrum laganna eins og gengur, þeirra á meðal þeir Birgir Björnsson og Óskar Pétursson, sem sungu einsöng auk þess sem sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir söng með okkur í nokkrum lögum og gerði það listavel. Með okkur, og sér, söng einnig Hljómfél- agið, ungur kór skipaður ungu söngfólki, undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Hljómfagur kór, sem setti svip sinn á stundina eins og vera bar,“ segir Gísli og bætir við að strengjasveit á vegum þeirra Sigurgeirs Agnarssonar og Berglindar Stefánsdóttur hafi leikið undir ásamt Tom Higgersson og setti annan brag á tónleikana að mati Heimis- manna. Kynnar kórsins, þeir Atli Gunnar og Gunnar Sandholt, sáu svo um að kitla hláturtaugar gesta og kórmanna á milli laga, eins og þeim einum er lagið. Gísli segir á engan hallað þó hlutar söngstjóra Heimis, Stef- áns R. Gíslasonar, sé sérstaklega getið í þessu samhengi. Hann hafi náð að laða fram það besta er býr í kórnum og á hve stærstan þátt í velgengni hans og tónlistarlegum metnaði. „Það verður ekki annað sagt en að Heimismenn hafi verið afar hamingjusamir að loknum þessum tónleikum. Frábærar viðtökur og létt yfir fólki,“ segir Gísli ánægður með suðurferðina. /PF Nú fjölgar þeim bátum sem landa í höfnunum og þar koma grásleppubátarnir sterkir inn. Á Skagaströnd bárust tæp 482 tonn á land í síðustu viku og rúmlega 300 tonn á Sauðárkróki. Til Hofsóss bárust 2,8 tonn en engu var landað á Hvammstanga. Heildartalan er þá 785.176 kíló á Norðurlandi vestra í vikunni. /FE Aflatölur 26. mars – 1. apríl 2017 á Norðurlandi vestra Tæp 800 tonn á land í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 1.956 Fannar SK 11 Grásleppunet 10.184 Hafey SK 10 Grásleppunet 6.955 Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.654 Klakkur SK 5 Botnvarpa 111.138 Málmey SK 1 Botnvarpa 149.742 Már SK 90 Grásleppunet 13.139 Óskar SK 13 Grásleppunet 4.788 Alls á Sauðárkróki 300.556 HOFSÓS Geisli SK 66 Lína 1.048 Leiftur SK 136 Grásleppunet 1.804 Alls á Hofsósi 2.852 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 9.486 Arnar HU Botnvarpa 417.078 Auður Grásleppunet 5.130 Bergur Sterki HU 17 Grálsleppunet 7.917 Blær HU 77 Landb. lína 775 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 4.688 Hafdís HU 85 Grásleppunet 4.794 Hafrún HU 12 Dragnót 6.391 Húni HU 62 Handfæri 2.604 Jenný HU 40 Grásleppunet 85 Kambur HU 24 Grásleppunet 7.208 Már HU 545 Grásleppunet 2.943 Ólafur Magnúss. HU 54 Þorskfiskinet 8.221 Sæfari HU 212 Landb. lína 3.843 Sæunn HU 30 Handfæri 605 Alls á Skagaströnd 481.768 Kjördæmismót í skólaskák Elvar Már Valsson sigraði Sl. mánudag fór fram Kjördæmismót í skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Keppendur voru fimm, tveir í eldri flokki og þrír í yngri flokki. Elvar Már Valsson í Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í skólaskák. Í þriðja sæti varð Auður Ragna Þorbjarnardóttir, Grunnskólanum austan Vatna, með tvo vinninga. /FE 2 14/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.