Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 9
Ég þakka Hallbirni fyrir að skora á mig og ég tek þeirri áskorun fagnandi. En, jú það er rétt, ég er brottfluttur Húnvetningur, fæddur á Blönduósi 21. apríl 1971, einn af þremur sem fæddust þennan dag. Handritin komu einnig til Íslands frá Danmörku þennan dag. Sagan segir að ráðsmaðurinn á sjúkrahúsinu á Blönduósi hafi flaggað íslenska fánanum þennan dag. Hjúkkurnar spurðu ráðsmanninn af hverju hann væri að flagga. „Nú, strákurinn!“ en ráðsmaðurinn var pabbi minn. Ég er sonur Kristínar Ágústsdóttur, kölluð Stína á pósthúsinu, og Vals Snorrasonar (ráðsmaðurinn) en hann lést árið 1994 eftir nokkurra ára veikindi. Ég á þrjú systkini, tvær eldri systur og einn yngri bróður. Eftir grunnskólann fór ég til Exter á Englandi til að læra ensku í fjóra mánuði, og í framhaldi af því flutti ég á Selfoss og hóf nám við Fjölbrautaskólann þar í bæ. Í grunnskóla var ég spurður að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, „rafvirkri eins og pabbi minn“. Á Selfossi byrjaði það, grunndeild rafiðna og svo beint í Iðnskólann í Reykjavík. Ég kláraði meiraprófið 1994 og fór að keyra rútur á sumrin. Eftir fjögur sumur, ellefu hringferðir með tjaldhópa á hálendi Íslands var ég heillaður af ferðaþjónustunni. Ég starfaði hjá Orkuvirki þegar Blönduvirkjun var í uppbyggingu. Þar voru frábærir fagmenn á sínu sviði, þar á meðal starfsmenn Landsvirkjunar. Guðmundur Hagalín stöðvarstjóri var einn þeirra. Hann sagði mér að fara til Álaborgar og læra verkfræði. Viti menn, ég hlýddi manninum. Í Tækniskólanum árið 1996 lauk ég tæknistúdent og eftir það flutti ég til Álaborgar og hóf nám í verkfærði. Ég kláraði fyrsta árið en tók smá U-beygju í náminu. Ég var á labbi í miðborg Álaborgar og sá þar skrifstofu sem var með allar upplýsingar um nám í Danmörku. Ég labbaði þar inn og spurði: „Ertu með eitthvað sem tengist ferðaþjónustu?“ Ég fór í það nám árið 1999. Sorry, Guðmundur Hagalín! Ferðamálafræðin var í Danmörku og Englandi og var byggð þannig upp að skólinn var fyrstu sex mánuðina í Englandi, vinna í sex mánuði, og svo 2x 6 mánuðir í Danmörku. Eftir ferðamálafræðina í byrjun árs 2002 fór ég í ellefu vikna ferðlag, Singapur, Ástralíu, Nýja Sjálands og Fiji. Það þarf annan þátt í þá sögu. Í janúar 2005 fór ég í Háskólann á Akureyri og kláraði þar BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðs- og ferðaþjónustu. Ég hef starfað í skemmtilegum störfum í ferðaþjónustunni, markaðsstjóri, hótelstjóri, verkefnastjóri, keyrt ferðamenn á breyttum jeppa á hálendi Íslands og margt fleira. Í dag bý ég í Hafnarfirði, giftur Ölmu Jónsdóttur fjármálastjóra, við eigum þrjá stráka, Áka Val 9 ára, Andra Jón 7 ára og Ágúst Daða 4 ára. Ég hef starfað hjá Fasteignasölunni Bæ í fimm og hálft ár og stunda nám í löggildingu til fasteignasala sem lýkur í desember 2017. Ég er stoltur af að vera Húnvetningur og hafa fengið frábært uppeldi á Blönduósi. Það er alltaf gaman að koma heim, en mamma á jörð í Vatnsdalnum þar sem fjölskyldan hittist alltaf reglulega og við njótum þess að vera saman. - - - - - - Ágúst skorar á æskuvin sinn Ómar Árnason að koma með pistil. Ágúst Valsson er brottfluttur Blönduósingur Sorry, Guðmundur Hagalín! ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN palli@feykir.is Sæmundur SK 1 Steinar Skarphéðinsson skrifar um gamla báta Lýsing samkvæmt fyrstu skipaskrá: Lengd 20,22 metrar. Breidd 5,21m. Dýpt 2,20m. Stærð rúmlestir 53 brúttó. Tala þilfara 1, siglna (mastur) 2, lóðrétt stefni og sporbaugslagað hekk. Skrokkur- inn með sléttsúð (plankabyggður) úr eik og innsúð talin fullkomin. Þá er í afturskipi káeta fyrir yfir- menn, lúkar í framskipi fyrir háseta og þar var einnig eldunaraðstaða. Þá var einnig kortaklefi (bestikk) aftast í stýrishúsi með koju fyrir skipstjóra. Í bátnum var aðalvél af gerðinni Polar Diesel 170 hestöfl smíðuð árið 1946 með tilheyrandi skrúfubúnaði. Ekki var um ljósavélar í bátum af þessari stærð að ræða á þessum tíma held- ur rafall reimdrif- inn frá aðalvél, oftast 32 volta spenna. Búnaður á þilf- ari var spil með tveimur tromlum og koppum sitt hvoru megin. Öxuldrifið frá aðalvél notað sem snurpuspil á síld- veiðum en togspil væri bátur- inn á togveiðum. Þá var einnig svokallað línuspil framarlega á þilfarinu nærri stjórnborðs- lunningu og var það notað við línu og netadrátt en algengt var að bátar frá Norðurlandi færu suður á vetrarvertíð á þessum tímum. Í stýrishúsi var ekki mikill tækjabúnaður fyrir utan stjórn- tæki fyrir vél og áttaviti. Í besta falli dýptarmælir og þá oftast Kelvin Huges neistamælir sem virkaði nú ekki alltaf. Þá var að sjálfsögðu stýri í stýrishúsinu og var tegund þess svokallað keðjustýri þar sem keðja lá í keðjuhjóli framan við stýrishjól og þaðan í rörum ofandekks þar til hún tengdist stýrisás í skut bátsins. Ekki eru til heim- ildir um heimsiglingu bátsins en fyrsta lögskráning fer fram hjá Sýslumannsembætti Skaga- fjarðarsýslu þann 26. júní 1946. Skipstjóri var Finnbogi Halldórsson frá Siglufirði, stýri- maður Helgi Einarsson frá Akranesi, síðar Sauðárkróki og fyrsti vélstjóri Ásgeir Ágústsson frá Eskifirði. Báturinn var í eigu Útgerðarfélags Sauðárkróks til ársins 1955 er hann var seldur til Keflavíkur og er afsal til handa Steindóri Péturssyni dagsett 3/11 ´55. Meðan báturinn var í eigu ÚS (hins fyrra) var hann á síld á sumrin og gekk vel og var hann oft með aflahærri síldarbátum. Þess utan var hann á togveiðum og þá aðallega hér innfjarða á Skagafirði, þó mátti hann ekki vera fyrir innan eyjar þó ef til vill hafi verið misbrestur á því. Þeir eru nú ekki margir eftirlifandi sem voru skipverjar á Sæmundi á þessum tíma en einn af þeim er Sigurfinnur Jónsson frá Steini á Reykja- strönd og man hann vel þessa tíma. Finnbogi Halldórsson var skipstjóri á Sæmundi þar til í júlí 1947 að hann tekur við skipstjórn á vélbátnum Eiríki SK 2 sem var í eigu sama félags. En við skipstjórn á Sæmundi SK 1 tók Stefán Sigurðsson, Sauðárkróki en einnig var Jón Guðjónsson, frá Siglufirði, skip- stjóri með bátinn á síldveiðum. Eftir komuna til Keflavíkur hélt hann sama nafni en skipt var um vél í bátnum árið 1955 og sett var í hann Mannheim vél 280 hestöfl. Áfram var báturinn í Keflavík en fékk síðar nafnið Gunnfaxi KE 9. Endalok bátsins urðu svo þau að 16. mars 1964 sökk hann og er þess getið að mannbjörg hafi orðið. Sauðárkróki 15. mars 2017. H. Steinar Skarphéðinsson Sæmundur SK 1. MYND: ÚR EINKASAFNI Vélbáturinn Sæmundur SK 1, einkennisbókstafir TFOQ, var smíðaður hjá skipasmíðastöð í bænum Hällevikstrand í Svíþjóð árið 1946. Báturinn var smíðaður að tilstuðlan Ríkissjóðs Íslands. Þjóðernis og eignayfirlýsing gefin út í Goteborg, dags 9. maí árið 1946. Báturinn var keyptur nýr til Sauðárkróks og var kaupandinn Útgerðarfélag Sauðárkróks sem stofnað hafði verið árið 1945 og eru samþykktir þess félags dagsettar 8. júní 1945. Stjórn félagsins skipuðu: Formaður Haraldur Júlíusson kaupmaður, Magnús Bjarnason kennari, Guðmundur Sveinsson fulltrúi, Gísli Vilhjálmsson útgerðarmaður og Kristófer Eggertsson skipstjóri, allir búsettir á Sauðárkróki. UMSJÓN Páll Friðriksson Steini Skarp. 14/2017 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.