Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 7
ekkert við því gert. Hún barðist fyrir því að ég fengi greiningu sem ég fékk svo þegar ég var tíu ára og upp úr því fékk ég stuðning í lestri en reyndar lítið meira. Þegar ég kom svo í háskóla þurfti ég alltaf að minna á það að ég væri með þessa greiningu og þyrfti lengri tíma og þess háttar. Í dag er þetta auðvitað orðið mikið umtalaðra og algengara en ég held samt að það þurfi að halda svolítið betur utan um þessa nemendur, ég hef það á til- finningunni að þeir gleymist stundum.“ Situr sjaldan auðum höndum Þórunn hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, hún æfði frjálsar og tók á skólaárunum þátt í öllum íþróttum sem í boði voru. Á námsárunum á Laugarvatni spilaði hún körfu og keppti með liði Laugdæla. Hún hefur sinnt þjálfun hjá ungmennafélaginu Smára, aðallega í fótbolta og lítillega í frjálsum auk þess að vera um tíma hluti af þjálfarateymi hjá UMSS. „Ég hætti svo að mestu í þjálfun þegar ég fór í fullt starf sem grunnskólakennari sem var sl. haust þegar ég var búin með lokaritgerðina, ég var í 85% kennslu í fyrravetur og í 100% skóla. Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því að klára þetta en ég gerði það, það var bara verkefni sem ég þurfti að klára.“ Nú er Þórunn í fullu starfi í Grunnskólanum austan Vatna og keyrir á milli á hverjum degi. „Það er bara vaknað kl. 6:30-7:00, morgunmatur og út að gefa, svo í sturtu og skipt um galla og keyrt út eftir. Ég er bara vön því að hafa eitthvað fyrir stafni, get ekki verið lengi aðgerðalaus og er óþolandi þá,“ segir hún glottandi þegar blaðamanni þykir nóg um. Hún tekur einnig þátt í félagsstarfi, er meðstjórnandi í stjórn UMSS og situr líka í frjálsíþróttaráði þess. En er pláss fyrir fleiri áhugamál? „Já, ég hef gaman af hestum og skrepp á bak og fer í hestaferðir á sumrin. Svo sinni ég sjálfri mér svolítið líka, fer út að hlaupa og hef tekið þátt í hálfmaraþoni nokkrum sinn- um. Þetta er aðaláhugamálið ásamt búskapnum, það er bara lífið sem ég hef gaman af sem er mjög gott.“ Hvaða þættir í búskapnum þykja þér skemmtilegastir? „Það eru nú haustin og vorin, að vera í sauðburðinum og sjá lömbin fæðast eru náttúrulega bara forréttindi, það er svo gaman að sjá þessi litlu kríli koma í heiminn en þetta er bara vinnutörn, þannig lagað. Svo er náttúrulega gaman að heyja, það er vélavinna, hún er ágæt. Mér finnst þó ekkert sérlega gaman að sitja bara á rassinum dag eftir dag og slá og þess háttar, þá þarf ég að fá aðra útrás eins og að fara út að hlaupa. Haustin eru líka mjög skemmtileg, þá sér maður falleg lömb koma af fjalli og mér finnst mjög gaman að smala, þá æði ég út um öll fjöll á hesti. Svo þarf oft að skilja hestinn eftir og hlaupa og þá sameinast áhugamálin, ég hef gaman af að elta rollur.“ Brjálast þú í smalamennskum eins og sumir gera? „Nei, ég er nú ekki með smalabrjálæði beint,“ segir Þórunn hlæjandi, „það kemur náttúrulega fyrir að maður verður brjálaður en það er meira svona stundarbrjálæði ef maður ætlar sér að ná einhverri rollu og hún er erfið.“ Aðspurð segir Þórunn að sér leiðist pappírs- og tölvu- vinna í kringum búskapinn, það sé kannski ekki erfitt en bara leiðinlegt. Átti von á að þau lentu á palli Eins og fram hefur komið er Þórunn á öðru ári í kennslu og líkar vel. Fyrir skemmstu náðu nemendur hennar öðru sæti í sínum riðli í Skólahreysti þrátt fyrir að vera næstminnsti skól- inn í riðlinum. Hverju skyldi hún þakka það? „Ég er náttúrulega með alveg einstakan efnivið, þetta eru alveg einstakir krakkar. Þetta snýst fyrst og fremst um þjálfun og vilja til að bæta sig og standa sig. Svo er ég kannski líka óþolandi með það að ég er ýtin og vil sjá árangur. Ég reyni að halda svolítið vel utan um þau og halda þeim við efnið. Það er að skila sér núna, þau hafa verið dugleg að æfa sig.“ Hvernig er ferlið, hvenær byrjið þið að huga að þessu? „Eiginlega bara strax að haust- inu. Við erum með valfag sem byrjar að hausti þar sem þessar skólahreystigreinar eru teknar fyrir, alla vega einn tvöfaldan tíma í viku þar sem farið er í styrktaræfingar og þessar greinar, kaðla og dekk, upp- hífingar o.þ.h. Nú eru 12-15 krakkar í þessu vali þannig að það eru fleiri krakkar en þeir sem keppa sem sækja í valgreinina. Svo er það líka þannig að sumir krakkar hafa þessa líkamlegu burði eðlis- læga, það þarf bara aðeins að styrkja þá.“ Svo hlýtur andlega hliðin líka að skipta máli. „Já, hún gerir það, keppnis- skapið skiptir gríðarlegu máli, það er nóg af því í mér og ég reyni að smita því áfram. Ég hef alltaf verið mikil keppnis- manneskja. Svo hafa þau sjálf keppnisskap, þau öll. Ég átti reyndar alveg von á að þau lentu á palli en þau höfðu kannski ekki eins mikla trú á því sjálf. Ég vissi hvað ég var með í höndunum. Þetta er hvetjandi og spennandi fyrir krakkana og ákveðin áskorun,“ segir Tóta aðspurð um hvort svona keppni skipti máli. „Þetta er líka svolítið ógnvekjandi fyrir þau, þau eru allt í einu komin með myndavélina í andlitið en ég held að þau hafi bara gott af þessu.“ Nú hafa margir bent á að þessir krakkar eru ekki að æfa við neinar súper aðstæður. „Já, ég vinn á þannig stað að ég er ekki með íþróttahús, kenni í félagsheimili þar sem margt annað er í gangi en íþróttir. Salurinn er lítill miðað við íþróttahús en það stoppar mann ekkert, þá vinnur maður bara með það sem maður hefur í höndunum. Ég er með lítið af tækjum og tólum, ég varð mér bara úti um dekk, það voru til áhöld fyrir upphífingar og dýfur og kaðlar til staðar. En það vantar íþróttahús þarna, staðurinn er svo sem ekki stór en á samt ekki að gjalda fyrir það, finnst mér.“ Og hver er svo framtíðarsýn ungs bónda þegar útlitið er ekkert bjart hjá sauðfjárbændum? „Hún er bara svipuð því sem er í dag, að vera áfram sauð- fjárbóndi hér. Það hafa alltaf verið sveiflur í sauðfjárbú- skapnum en ég segi nú bara að sauðfjárbúskapur er ákveðinn lífsstíll, þú stendur bara og fellur með því. Maður mokar ekkert upp peningum en mér er eiginlega bara alveg sama, mér finnst þetta gaman og er þess vegna tilbúin til að standa í því. Þetta er líka áhugamál, þú stendur ekkert í þessu annars sem er eiginlega líka sorglegt því að sauðkindin hefur í gegnum tíðina haldið lífi í íslensku þjóðinni.“ Hrúturinn Öðlingur frá Heydalsá. MYND: FE Nýútskrifaður íþróttakennari. MYND: SARA REYKDAL EINARSDÓTTIR Þórunn með Skólahreystiliði GAV. MYND: BJARKI MÁR ÁRNASON Þórunn skreppur oft á hestbak. MYND: SARA REYKDAL EINARSDÓTTIR 14/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.