Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 1
14 TBL 5. apríl 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–7 BLS. 8 Ólafur og Kristín á Hvamms- tanga eru matgæðingarnir Hakk, kjúlli og lava bomba BLS. 11 Þórunn Eyjólfsdóttir á Starrastöðum í opnuviðtali Verður óþolandi af því að sitja aðgerðalaus Ingimar Oddsson svarar Tón-lystinni Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni CrossFit leikar Þrekmótaraðarinnar fór fram 1. apríl sl. í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi. Meðal keppenda var Ægir Björn Gunnsteinsson á Sauðárkróki og náði hann glæsilegum árangri, varð 14. í opnum flokki karla. Ægi, sem einungis hefur æft Crossfit í eitt ár, sagði að það hefði verið mjög erfitt en jafnframt mjög gaman að taka þátt í mótinu. „Þetta var mjög góð og skemmtileg reynsla en þarna var ég að keppa við þá bestu á landinu. Einhverjir þeirra eru á heimslistanum á Open Crossfit,“ segir Ægir. Þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr í sportinu hefur honum gengið vel og er hann m.a. crossfitþjálfari hjá Crossfit 550 á Sauðárkróki. Hann segir að áhugi almennings á íþróttinni hafi vaxið mikið enda hafi verið metþátttaka á mótinu. Á heimasíðunni threkmot.is segir að mótaröðin samanstandi af ólíkum íþróttakeppnum sem eiga það sammerkt að reyna á ystu mörk þreks, styrks og þols keppenda. Fyrsta keppni Þrekmóta- raðarinnar fór fram 2009 og var komið á laggirnar af sex einstaklingum frá fjórum mismunandi líkamsræktar- stöðvum. /PF Ægir Björn Gunnsteinsson er þrekskrokkur mikill enda æfir hann stíft í Crossfit550. MYND: ORRI KRISTINN JÓHANNSSON Skagfirðingur á CrossFit leikum Erfitt, gaman og skemmtileg reynsla Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2017. Alls bárust 50 umsóknir en veittir verða styrkir til 24 verkefna að þessu sinni. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fékk úthlutað tveimur styrkjum samtals 5,5 milljónum. Þá fékk Antikva ehf. 1.200.000 krónum til rannsókna á bátasaumi frá Kolkuósi. Antikva er sjálfstætt starfandi rannsóknar- og þjón- ustufyrirtæki en þar innanbúðar er Ragnheiður Trausta- dóttir, stjórnandi Hólarannsóknarinnar, einhverrar um- fangsmestu fornleifarannsóknar sem ráðist hefur verið í á Íslandi Styrkir fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga hljóð- uðu annars vegar upp á fjórar miljónir króna til Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar þar sem rannsakaður er hinn nýfundni kirkjugarður í Keflavík í Hegranesi. Hins vegar fær byggðasögurannsóknin, Eyðibyggð og afdalir Skaga- fjarðar, eina og hálfa milljón króna. /PF Úthlutun úr fornminjasjóði Tæpar 7 milljónir í skagfirsk fornminjaverkefni Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.