Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 8
Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem sló rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigraði Músíktilraunir sama ár. Ingimar er sannkallaður fjöl- listamaður; tónlistarmaður, rit- höfundur, leikari og myndlistar- maður auk þess að vera (sennilega) eini gufupönkari (Steampunk) landsins. Á Wikipedíu segir: -Ingimar hefur sungið í söngleikjum, meðal annars með Íslensku óperunni. Hann samdi leikverkið Lindindin rokkópera og setti það upp í Íslensku óperunni árið 1995. Árin 1995-1998 var hann formaður leikfélagsins Theater. Ingimar hefur sungið með hljómsveitunum Reykjavíkur quintet, Lærisveinar Fagins og Jó-jó frá Skagaströnd. Árið 2009 gaf Ingimar út diskinn Out of the Mist, sem inniheldur frumsamda raftónlist, Raven- black kom út árið 2015 og einnig hafa komið út átta lög á safnplötum sem hann hefur samið eða sungið. Hann hefur líka unnið að tónlist fyrir tölvuleiki. Þá er gaman að segja frá því að Ingimar er að setja upp Dularfullu búðina á Akranesi en það er fjöllistahús í gufupönk stíl sem stendur til að opna í maí – þar verður margt sem mun gleðja augu og eyru. Hvaða lag varstu að hlusta á? Einhvern jazz. Uppáhalds tónlistartímabil? Charleston og íslensku gull- árin með Hauki Morthens og Alfred Clausen í fararbroddi. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Electro swing. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Steampunk, Electro swing, klassík og jazz. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niður- halið sem þú keyptir þér? Picture Book með Simply Red. Hvaða græjur varstu þá með? Engar. Hver var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Union of the Snake með Duran Duran. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Happy New Year með ABBA. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Electro Swing. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Fuglasöng og öldugjálfur … og kannski klassíska eða rómantíska strengjatónlist. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til Bayeruth og hlustaði á Niflungahringinn eftir Wagner. Ég tæki líklega konuna með. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Rammstein … ég tók bílpróf svo seint. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Richard Wagner. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Svarta platan með Metallica. Sex vinsælustu lögin á Play- listanum þínum? Líklega lögin úr kvikmyndinni Amelie eftir Yann Tiersen. - - - - - Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér gufupönkið betur og geta ekki beðið eftir að Dularfulla búðin opni, þá er hægt að kíkja á spjall við Ingimar á síðunni Pjatt.is þar sem gufupönkið er útskýrt og hægt að skoða myndir sem tengjast þessum forvitnilega lífsstíl. Ingimar Oddsson / listamaður Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Ort um Trump og vorið Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga verður á sínum stað sem endranær í Sæluviku enda hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Reglurnar eru einfaldar; annars vegar botna vísnavinir fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Að þessu sinni fengu fyrripartasmiðirnir fyrirmæli um að hugsa vestur um haf og hafa Dónald Trump í huga og voru þeir á öndverðum meiði um það hvort maðurinn væri til óþurftar fyrir heiminn eða misskilinn snillingur. Hins vegar skyldu þeir setja saman fyrripart sem gæfi góð fyrirheit um vorið sem vonandi verður í hlutfalli við líðandi vetur að gæðum. Þá eiga vísnasmiðir að semja vísu um þátt Skagfirðinga í raunverulegum eða ímynduðum afrekum hvers konar. Þá er um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för. Vitið ekki að vestan hafs var vitlaus maður kosinn. Dæmalaust hve Dónald er dagfarsprúður sómi. Víst ég yrkja vildi helst um vor í Skagafirði. Vorið fyllir vitin mín vangann strýkur blærinn. Veitt verða tvenn peningaverðlaun, annars vegar fyrir bestu afreksvísuna og hins vegar fyrir besta botninn. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig er leyfilegt að senda einungis vísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirð- inga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 26. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dunefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á netfangið bokasafn@skagafjordur.is og verður þá við- komandi höfundi gefið dulnefni áður en vísunar fara til dómnefndar. Úrslit verða tilkynnt sunnudaginn 30. apríl við setningu Sæluviku Skagfirðinga, í Safna- húsinu á Sauðárkróki klukkan 13:00. /PF Við læstar dyr Rúnar Kristjánsson Svo margur hefur orðið við læstar dyr að liggja í lífi sínu öllu og hvergi elsku mætt. Aldrei, aldrei fengið eitt andartak að þiggja þá ást sem best í mótlætinu huggað fær og grætt. Svo margur læstur úti frá lífsins bestu gæðum er lamaður og sleginn og fær ei notið sín. Liggur bara í kulda sem rekur yl úr æðum og aldrei fær þar vistir sem blessuð sólin skín. Slíkt ranglæti í engu er unnt að sjá og veita því áfram þögult fylgi með augu sálarblind. Þeir menn sem illum hlutum í hagstjórn sinni beita þeir hljóta þó að vita að það er blóðug synd. Þá ræður bara hatur og reiði í öllum málum sem ristir djúpt í hjartað og tekur fyrir völ. Og þannig oft er haldið því helvíti að sálum sem heldur uppi stöðu sem gerir líf að kvöl. Opnum, opnum dyrnar, svo enginn þurfi að líða, allir verða að geta í kærleikanum mæst. Tökum höndum saman um lífsins veröld víða svo verði aldrei framar á þjáða dyrum læst! Ingimar klæddur að hætti gufupönkara. MYND: ÚR EINKASAFNI 8 14/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.