Feykir


Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 05.04.2017, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Körfuboltakappinn, Viðar Ágústsson, hefur farið mikinn í vetur með liði Tindastóls í Dominos deildinni í körfubolta. Er hann talinn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar en einnig hefur hann mjakast upp skortöfluna. Hann var í landsliði Íslands sem tók þátt í Evrópumóti undir 20 ára í körfubolta í Grikklandi sl. sumar og stóð sig með mikilli prýði. Viðar er Króksari af árgangi 1996, sonur Guðbjargar Ragnarsdóttur og Ágústs Andréssonar. Hann er íþróttagarpur Feykis þessa vikuna. Íþróttagrein: -Körfubolti. Íþróttafélag: -Tindastóll. Helstu íþróttaafrek: -Þegar við fengum silfur á Evrópumóti undir 20 ára í körfubolta í Grikklandi. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar við unnum Grikkland í undanúrslitum á Evrópumótinu fyrir framan fulla höll af Grikkjum. Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég tapa á móti Helgunum í skotkeppni á æfingu, sem gerist samt næstum aldrei. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég keppi yfirleitt í sömu sokkunum. Uppáhalds íþróttamaður? -Krist- aps Porziņņis leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Usain Bolt í 200 m. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Þetta yrði æsispennandi, ég myndi líklega taka hann í startinu en svo færi það eftir dags- forminu hver myndi hafa hlaupið. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Kláraði stúdentinn. Lífsmottó: -Play hard or go home. Helsta fyrirmynd í lífinu: -For- eldrar mínir, af því að þau eru dugleg og láta ekkert stoppa sig. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Vinna í Reiðhöllinni Svaðastöðum og klára tímabilið með unglingaflokknum. Hvað er framundan? -Sumarið og undirbúa mig fyrir næsta tímabil. Viðar Ágústsson / körfubolti Keppir yfirleitt í sömu sokkunum ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@nyprent.is Eflaust er þarna þristur á leiðinni. Metnaður í Fjölbraut Körfuboltaakademía FNV Fyrir skömmu var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþrótta- akademíu í körfubolta endurnýjaður með undir- skrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeild- arinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls. Ljóst er að mikið íþrótta- líf verður tengt skólanum því fyrr í mánuðinum undirrituðu skólameistari og formaður knattspyrnu- deildar Umf. Tindastóls samning um íþróttaak- ademíu í knattspyrnu. Samningur sá stendur í beinu sambandi við gervi- grasvöll sem verður tekinn í notkun næsta haust. /PF Aftari röð frá vinstri: Arnór Freyr Fjólmundsson, Viktor Darri Magnússon, Þorgrímur Svavar Runólfsson, Tsvetan Tsvetanov Michevski, Andri Björn Andrason og Magnús Elí Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Kristinn Jóhannsson, Haukur Rafn Sig- urðsson og Ása María Sigurðardóttir. Mynd Einar Örn Hreinsson. Júdó Góð ferð norðlenskra júdókappa á Íslandsmót Ungir júdókappar frá Blönduósi og Sauðárkróki gerðu góða ferð á Íslandsmót yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík sl. laugardag. Mótið er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Tindastóll átti níu kepp- endur á mótinu og var árangur hópsins góður og unnust alls eitt silfur og þrjú brons. Þorgrímur Svavar Runólfsson varð í öðru sæti í Dr. U15+90, Tsvetan Tsvetanov Michevski varð þriðji í Dr. U18-90, Viktor Darri Magnússon varð þriðji í Dr. U15-60 og Ása María Sigurðardóttir varð þriðja í St. U15-52. Aðrir keppendur stóðu sig líka vel og í heildina unnust margir góðir sigrar og eiga allir keppendur skilið gott hrós fyrir að hafa sýnt metnað, hugrekki og háttvísi. /PF Þrír júdókappar úr Pardus á verðlaunapalli Félagar í Júdófélaginu Pardus á Blönduósi gerðu einnig góða ferð á Íslandsmótið í júdó en þar átti Pardus þrjá fulltrúa á verðlaunapalli. Viktor Már Heiðarsson varð í öðru sæti í 73 kg flokki undir 18 ára, Daníel Logi Heiðarsson varð í öðru sæti í 66 kg flokki undir 18 ára og Benedikt Þór Magnússon varð í öðru sæti í undir 15 ára. Þá keppti Viktor Már einnig í undir 21 árs og varð þar í þriðja sæti. /HÚNI.IS Haraldur skákmeistari Norðlendinga Skákþing Norðlendinga Skákþing Norðlendinga 2017 var haldið 24.–26. mars á Sauðárkróki og lauk með sigri Ingvars Þórs Jóhannessonar, sem hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti, og jafnframt Skákmeistari Norðlendinga, varð Haraldur Haraldsson á Akureyri með fimm vinninga og hærri að stigum en Stefán Bergsson sem varð þriðji. Í fjórða og fimmta sæti með 4½ urðu Róbert Lager- mann og Loftur Baldvins- son en fjóra vinninga hlutu þeir Leó Örn Jóhannsson, Sigurður Eiríksson Akureyri og Jón Arnljótsson Skaga- firði, aðrir minna. Tuttugu keppendur tóku þátt, fjórir heimamenn, sjö komu frá Akureyri, einn úr Þingeyjarsýslu og átta gestir að sunnan. Þaðan kom einnig dómari mótsins, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, en hún á ættir að rekja í Skagafjörðinn, eins og segir á heimasíðu Skákklúbbs Sauðárkróks. /PF Systkinin hraustu, Inga Sara, Jón Örn og Ester María. MYND: BJARKI MÁR ÁRNASON Skagfirskur sigur í Skólahreysti Þrjú systkin í Skólahreysti Varmahlíðarskóli tryggði sér sigur í Norðurlandsriðli í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri í síðustu viku með 49 stig og Grunnskólinn austan Vatna hampaði öðru sæti með 48 stig. Í þriðja sæti varð Dalvíkur- skóli, Húnavallaskóli lenti í sjötta sæti, Árskóli í því átt- unda og Höfðaskóli varð í tíunda sæti. Athygli vakti að þrír fjórðu liðsins frá Hofsósi var skipað þremur systkinum, þeim Ingu Söru og tvíburunum Ester Maríu og Jóni Erni í 10. bekk. Þau eru börn þeirra Kristínar Bjarnadóttur og Eiríks Frí- manns Arnarsonar. Inga Sara, sem er í 9. bekk, gerði sér lítið fyrir og gerði 50 armbeygjur sem gulltryggði henni fyrsta sætið í þeirri grein og einnig náði hún þriðja sæti í hreysti- greipinni. /FE Knattspyrnudeild Tindastóls Mohammad snýr aftur Markmaðurinn geðþekki, Brentton Mohammad, sem stóð í marki Tindastóls síðastliðið sumar, hefur skrifað undir samn- ing við Stólana og verður í markinu í 2. deildinni í sumar. Tindastólsmenn hafa verið iðnir við að festa leikmenn með samningum nú í vetur og þá hafa bæði karla- og kvennalið félagsins verið á fullu stími í Lengjubikar KSÍ. Strákarnir hafa spilað fjóra leiki; unnið einn, gert tvö jafntefli en töpuðu nú um helgina í hörkuleik gegn Njarðvíkingum þar sem Kenneth Hogg fékk að líta rauða spjaldið. Þá hafa stelpurnar unnið tvo leiki en tapað einum í sínum riðli Lengjubikarsins. /ÓAB 14/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.