Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 1
22 TBL 7. júní 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 8-9 BLS. 10 Steinar Skarphéðinsson skrifar um gamla báta Eiríkur SK 2 BLS. 10 Viðtal við Finn Sigurbjörnsson sjómann á Hofsósi „Það var eitthvað að ef maður kom þurr heim á kvöldin“ Viðtal við Auði B. Guðmunds- dóttur hjá VÍS um öryggismál Góð samvinna við sjómenn tryggir árangur Sjómannadagurinn var fyrst haldinn þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði og verður því haldinn í áttugasta skiptið um næstu helgi. Dagurinn er helgaður öllum sjómönnum, og haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir eins og nú ber við. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna. Á heimasíðu Sjómannadagsráðs segir að frá upphafi 20. aldar hafi tíðkast að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum landsins áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Mikil hátíðahöld hafa einkennt sjómannadaginn í gegnum tíðina og þá er landkröbbum gjarnan boðið að taka þátt og skemmta sér með sjómönnum. Til hamingju með daginn! /PF Kátir kappar á frystitogaranum Arnari HU1. MYND: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Sjómannadagurinn framundan Til hamingju sjómenn Stjórn félags yfirlögregluþjóna hefur skrifað dómsmálaráðherra bréf þar sem þeirri ákvörðun að vísa Kristjáni Þor- bergssyni, yfirlögregluþjóni á Blönduósi, úr starfi er mótmælt harðlega. Þar er meðal annars vísað í lög um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og minnt á að lögreglumenn séu embættismenn og eigi þar af leiðandi ríkari rétt og öryggi í starfi en almennir ríkisstarfsmenn. Bent er á að uppsögnin gangi í berhögg við viðteknar skýringar á lögum þar að lútandi. Er ennfremur vísað í samkomulag það sem gert var árið 2007 við Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, um að ekki yrði brugðist við endurskipu- lagningu á yfirstjórn með uppsögnum, heldur með því að ekki yrði ráðið í stöður að nýju þegar menn færu á eftirlaun. Er þess einnig krafist að dómsmálaráðherra leiðrétti þessar gjörðir lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í hádegis- fréttum RÚV í síðustu viku. Þá var í vikunni sett af stað undirskriftasöfnun á netinu til að mótmæla brottvikningunni. Einnig hefur sveitarstjórn Blönduóss sent frá sér ályktun þar sem brottvikningu Kristjáns er mótmælt. /FE Stjórn félags yfirlögregluþjóna Ákvörðun lögreglustjóra mótmælt Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.