Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 8
okkar og Uni sinn, og fórum að gera þennan leigubát út saman. Við vorum á netum á daginn, Uni vildi vera á trolli á nóttunni þannig að við hlýddum því. Þetta endaði með stærsta landhelgisbroti sögunnar, við vorum teknir í landhelgi 42 mílur innan við 12 mílurnar, rétt undan Hegranesinu. Fólk segir að þetta sé ekki hægt. Við máttum ekki kasta trolli nema utan við 12 mílurnar en við vorum inni við Hegranes. Við vorum að draga net þegar þeir komu.“ Að þessu ævintýri loknu var bátnum skilað til Vestmanna- eyja og þeir félagarnir keyptu nýjan bát í Reykjavík, Haf- súluna, en nú er verið að gera hana upp og á hún að verða hvalaskoðunarbátur á Húsavík. „Það er yndislegt að þetta skuli vera gert.,“ segir Finnur. „Við gerðum þann bát út í nokkur ár, byrjuðum á djúprækju, með fyrstu mönnum. Svo seldum við þann bát nokkru síðar og keyptum okkur 100 tonna bát austur á Djúpavogi. Við gerð- um alltaf út héðan en fórum vestur í Ólafsvík á vetrar- vertíðirnar og fiskuðum vel. Svo skildu leiðir, menn fóru að ná sér í konur og svoleiðis vesen, þær slíta öllu,“ segir Finnur glottandi. „En þetta voru ævintýri. Svo fór ég í vörubílaútgerð og var í því í sex ár, keypti vörubíl og fór að gera hann út. En það var nú bara slys að ég fór í Stýri- mannaskólann. Ég var í Hval- firðinum í vegavinnu, þá vant- aði stýrimann á bát héðan og ég sló til, ef þeir redduðu undan- þágu þá gæti ég alveg verið stýrimaður á bátnum, sagði ég við þá. Þetta var Hafborgin sem skelvinnslan hérna átti. Því var svo hafnað að gefa okkur undanþágu á bátinn um vorið nema ég skrifaði undir það að ég ætlaði að fara í skólann um haustið og ná mér í réttindi. Svo um haustið kemur bréf frá Stýrimannaskólanum, hvort ég sé ekki klár, umsóknin liggi fyrir undirrituð. Ég hugsa með mér að ég verði bara að standa við þetta sem ég var búinn að skrifa undir, svo ég skelli mér í skólann, ætlaði bara að taka fyrri veturinn og ná mér í 200 tonna réttindi, það myndi nú duga á þessa bátpunga. En haustið eftir þegar annað stigið byrjaði þá komu bara bekkjar- félagarnir og sóttu mig, „við klárum þetta allir“ sögðu þeir, og ég kláraði og er búinn að vera á togurum síðan.“ Á þessum tíma var Finnur Finnur, sem er fæddur árið 1958, hefur búið alla sína tíð á Hofsósi. Á þessum tæpu 60 árum hefur ýmislegt breyst hvað frjálsræði barna og leiki snertir. Hann segir bernsku- árunum hafa verið varið að mestu í fjörunni og á bryggj- unni. „Ég var þar bara,“ segir Finnur, „fór á morgnana og kom heim á kvöldin. Fjaran var bara uppeldisstöð og leikskóli. Það var eitthvað að ef maður kom þurr heim á kvöldin. Svo var líka farið í kríuvarpið á sumrin, það var svolítið gaman, en fjaran var allt.“ Og hvenær skyldi svo sjó- mannsferillinn hafa byrjað? „Ég var nú 12 ára þegar ég fór VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir fyrst til sjós, fór eitt vor með Una [Péturssyni], ég og æsku- félagi minn, Steini Stebbu. Það eru bara þrjár vikur á milli okkar og við ólumst upp nánast hlið við hlið, vorum skírðir saman, fermdir saman, þó ekki giftir saman, unnum svo saman hjá RARIK. Uni var á netum en við vorum með okkar eigin net og áttum allt sem kom í þau. Svo lögðum við aflann inn í frystihúsinu. Þetta var á gamla Frosta. En fyrsta skiptið sem ég réði mig til sjós var á haustver- tíð hjá Einari Jóa, með Hjalta Gísla og Svenna Einars. Þetta var 12 tonna bátur sem Einar og Gísli Kristjánsson áttu saman. Þá var ég í fyrsta skipti á hlut, 14 ára gamall, ég var upp á heilan hlut sem ég held ég hafi ekkert unnið fyrir, við vorum svo sjóveikir við Svenni. Ég var alltaf öðru megin á bátnum og það var svo mikill pústreykur þar og ég var alltaf sjóveikur, síðan hef ég ekki verið sjóveikur, ekki á neinum bát.“ Finnur tók sér svo nokkurra ára hlé frá sjómennskunni þegar hann gerðist línumaður hjá RARIK 17 ára gamall og var þar í þrjú ár. „Það er besti tími lífs míns. Þá var margt brallað og þaðan á maður sína bestu vini. Við komum enn saman á fimm ára fresti, þetta eru orðin 40 ár síðan, það er eins og ættarmót.“ Keypti fyrsta bátinn 19 ára Eftir árin hjá RARIK heillaði sjómennskan aftur og nú var Það er ekki komið að tómum kofanum þegar Finnur Sigurbjörnsson, stýrimaður og skipstjóri á Múlaberginu á Siglufirði, er sóttur heim í þeim tilgangi að spjalla við hann um sjómennsku enda hefur kappinn stundað sjóinn nánast allt sitt líf. Finnur er Hofsósingur, sonur hjónanna Sigurbjörns Magnússonar rafvirkja, eða Bubba Magg eins og hann var alltaf kallaður, og konu hans Bettýjar Marsellíusardóttur. Kona hans er Solveig Pétursdóttir frá Hrauni í Sléttuhlíð og eiga þau hjónin fjögur börn og þrjú barnabörn og eitt væntanlegt fljótlega. Finnur Sigurbjörnsson á Hofsósi hefur verið sjómaður frá 12 ára aldri „Það var eitthvað að ef maður kom þurr heim á kvöldin“ komið að því að stofna sína eigin útgerð ásamt tveimur félögum, þeim Guðmundi Hólm Svavarssyni og Steinþóri Sigurbjörnssyni. „Við keyptum 12 tonna bát. Þarna hef ég verið 19 ára. Það gekk nú ekki vel að kaupa fyrsta bátinn, við fórum til Húsavíkur að skoða bát, þeim fannst við svo ungir þar og ekkert varð úr kaupum. Svo fórum við til Grindavíkur að kíkja á bát en hann sökk á landleiðinni þannig að við sáum hann aldrei því hann kom aldrei heim. Svo endaði með að við tókum leigubíl úr Reykjavík og fórum vestur á Bíldudal með skipasalann með okkur. Við seldum bílana okkar og komum siglandi á bátnum heim. Við gerðum þann bát út í eitt eða tvö ár. Svo skruppum við með Una á þjóðhátíð til Vestmannaeyja, það var góður tími, tókum leiguflugvél hjá Sverri Þór- oddssyni. Svo datt okkur í hug, þarna inni í Herjólfsdal, að taka bát á leigu í Vestmannaeyjum og koma bara siglandi á honum heim, þetta var 70 tonna bátur. Við seldum bátana okkar, við Við gamla spilið, pakkhúsið og Hofsána var leiksvæði bernskunnar. Í baksýn, uppi á brekkunni lengst til vinstri, er æskuheimilið Ásbyrgi. MYNDIR: FE 8 22/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.