Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 15

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 15
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Heimir, Gestur, Reynir og Skapti. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvert er uppáhalds sjómannalagið þitt? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ef lagið sem mér dettur í hug flokkast sem sjómannalag þá er það Sigurður er sjómaður með Utangarðsmönnum.“ Arnar Magnús Róbertsson Finna skal karlmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Ýmis heimilistæki eða búsáhöld sem okkur finnast bráðnauðsynleg þróuðust á 19. öldinni og er ryksugan þar á meðal samkvæmt Vísindavefnum. Hún er nú til á flestum heimilum og hefur í rauninni lítið breyst í gegnum árin þó einhverjar betrumbætur hafi átt sér stað og eflaust eiga þær eftir að tala við okkur í framtíðinni. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er bannað að lána nágranna sínum ryksugu í Denver í BNA. Tilvitnun vikunnar Peningar tala ekki, þeir bölva. – Bob Dylan „Ég var hugsi yfir þessu, er meira í rokkinu. En líklega er það Á sjó með Þorvaldi Halldórssyni.“ Gunnsteinn Björnsson „Að sjálfsögðu er það Ship-O-Hoj... og svo næst Sjómannavalsinn. Já, gamla guggan alveg meðetta.“ Gróa Guðmunda Haraldsdóttir (Gógó) „Stolt siglir fleyið mitt, án nokkurs vafa.“ Ásdís Hrund Ármannsdóttir Kvennaboltinn Slógu Fylki út úr bikarnum Stelpurnar í Tindastól gerðu sér lítið fyrir og unnu Fylki í 16 liða úrslitum Borgunar- bikarsins sl. föstudagskvöld með tveimur mörkum gegn einu. Ragnheiður Erla Garðars- dóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr víti á 27. mínútu leiksins sem fyrrum leikmaður Tindastóls, Jesse Shugg, fiskaði. Ekki liðu margar sekúndur frá því að Fylkisstúlkur fögnuðu marki sínu að Stólarnir tóku miðju, brunuðu upp völlinn og Madison Cannon jafnaði metin í 1–1 en þannig var staðan í hálfleik. Stólastelpur sýndu mikinn karakter og hræddust ekki liðið sem spilar í efstu deild Íslandsmótsins og gerðu út um leikinn á 57. mínútu þegar Eva Banton kom boltanum í mark Fylkis og þannig urðu lokatölur leiksins. Tap gegn Selfossi Á mánudaginn þurftu Stóla- stelpur svo að beygja sig í duftið fyrir Selfossi í 1. deildinni en þá töpuðu þær 4-1. Strax á 5. mínútu kom fyrsta mark gestanna þegar Erna Guðjóns- dóttir skoraði og Magdalena Anna Reimus jók muninn korteri seinna í 2-0 sem voru hálfleikstölur. Emily Key minnkaði muninn fyrir heima- menn en lengra komust okkar stúlkur ekki en Selfossstúlkur bættu við tveimur mörkum, Kristrún Rut Antonsdóttir á 59. mínútu og Eva Lind Elías- dóttir í uppbótartíma. Arnar Skúli Atlason þjálfari Stólarnir fagna eftir glæsimark Madison Cannon MYND: SKJÁSKOT AF TINDASTÓLL TV ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Stóla var ánægður með frammi- stöðu stelpnanna í bikarleikn- um. „Við trúðum á verkefnið og lögðum okkur fram í 90 mínútur og uppskárum eftir því. Í dag [mánudag]vorum við með í 20 mínútur og það er bara ekki nóg til að vinna fót- boltaleiki svo einfalt er það,“ segir Arnar Skúli og bendir á að margar í liðinu séu mjög ungar. Hann segir að það vanti meiri stöðuleika í liðið en það muni koma með fleiri leikjum og meiri æfingum. /PF 2. deild karla í knattspyrnu : Tindastóll–Magni 1–2 Lukku-Láki í liði með Magna Það er löngu ljóst að sanngirni og knattspyrna fara ekki alltaf saman. Á laugardag máttu Stólarnir horfast í augu við þriðja tapið í röð í 2. deildinni og að þessu sinni var um að ræða rán og það um hábjartan dag en lokatölur 1–2 fyrir Grenvíkinga gegn lánlausum Stólum. Gestirnir, sem voru í efsta sæti 2. deildar fyrir leikinn, fóru þó betur af stað á meðan heimamenn virkuðu spenntir og áttu margar mislukkaðar sendingar fyrsta stundar- fjórðunginn. Það endaði líka með því að gestirnir náðu að refsa en það gerði Kristinn Þór Rósbergsson sem óð upp vinstri kantinn eftir smá- útsölu og hann setti boltann í fjærhornið hjá Brentton. Stólarnir náðu að koma sér betur inn í leikinn eftir þetta og Kenneth Hogg jafnaði á 25. mínútu eftir fallegt spil í gegnum vörn Magna. Fram að hléi voru það Stólarnir sem ógnuðu meira en leik- urinn í jafnvægi. Staðan 1–1 í hálfleik. Lið Tindastóls var betri aðilinn í síðari hálfleik og hefði átt að komast yfir í leiknum. Það stefndi þó allt í að liðin skiptu stigunum á milli sín en í uppbótartíma varð þjálfari Tindastóls, Stephen Walmsley, fyrir því óláni að detta kylliflatur þegar boltinn kom til hans í öftustu vörn og engin hætta á ferðum. Lukku-Láki þeirra Magnamanna reyndist vera Pétur Heiðar Kristjánsson sem náði boltanum og skaut að marki. Brentton réði ekki við skotið og Magnar fögn- uðu af krafti sigri sínum. /ÓAB 22/2017 15 Vísnagáta Halur gekk með hörpu sína. Hann er stundum velkominn. Bisar hann við byrði mína. Bættu því á sóphausinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.