Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 13

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 13
Þetta byrjaði allt með afmælisveislu. Þetta var svosem ekki nein afbrigðilega sérstök afmælisveisla. Unnustinn átti 27 ára afmæli og var ákveðið að bjóða nokkrum vel völdum í smá öl og snakk yfir sjónvarpinu....því jú, afmælisgleðin var haldin á hátíðisdeginum 13. maí og yrði þá öll þjóðin að horfa á Eurovision, þar á meðal við og gestir okkar. Ég og unnustinn höfðum farið og keypt gott magn af öli sem við áætluðum að myndi duga kvöldið, margar gerðir af snakki og ídýfu og síðast en ekki síst nokkrar gosflöskur, svo að fólk gæti nú blandað sér sterkt ef það skyldi ekki vilja ölið. En allt var orðið klárt, íbúðin hrein og fín, veitingar komnar á borð, við vel greidd og klædd og biðum við bara eftir að fólk myndi mæta. Og þá mætti fyrsti gestur, hann var vel klæddur, vel lyktandi og yfirhöfuð vel til hafður. En þessi gestur mætti þó ekki einungis með góða skapið, ónei...hann mætti með afmælisgjöf. Auðvitað, hugsar þú ef til vill með þér, auðvitað gefur gesturinn afmælisbarninu afmælisgjöf, jújú kannski, en gjöfin var gullfiskur. GULLFISKUR! Lifandi, spriklandi, glansandi gullfiskur í poka. Þetta veitti mér, því miður, ekki gleði. Í sannleika sagt þá varð ég bara helvíti pirruð og fúl útí þennan gest. Það að hafa gefið unnustanum gullfisk þýddi einungis eitt, vesen. Til bráðabirgða þurftum við að geyma grey fiskinn í vatnskönnu, því ekki áttum við búr handa greyinu og ekki áttum við fiskafóður svo að fiskurinn þurfti bara að gjöra svo vel að lifa næstu daga af, á meðan leitin að fiskabúri og fiskafóðri stóð yfir. Leitin bar árangur og innan fárra daga vorum við komin með búr, dælu, og allt sem fiskahaldi fylgir og auðvitað það sem skipti fiskinn kannski mestu máli, fiskafóður. Ég sá um að koma fiskinum vel fyrir á nýja heimilinu sínu, og tók ég því verkefni mjög alvarlega. Ég var meira að segja farin að nota google í að lesa mér til um fiskahald og ég var bara fljótlega komin með dellu fyrir fiskum. Ég áttaði mig líka fljótt á því að fiskurinn var jú bara einn og sennilegast einmana. Ég fann til með grey fiskinum, ég vorkenndi honum að þurfa að synda um í nýja búrinu einn og yfirgefinn, svo það var bara eitt til ráða, fiskurinn þurfti að fá vini. Í dag á afmælisgjafar- gullfiskurinn tvo vini og hefur það gott. Og það sem áður var óþarfi og ekkert nema vesen var núna orðið þvílíkt gleðiefni. Já, eftir allt saman þá var þessi gjöf ekki svo slæm, og er ég jafnvel að spá í að fá mér stærra búr og fleiri fiska, en ekki segja unnustanum... hann er ekki alveg jafn hrifinn af fiskunum og ég. - - - - - - Ég skora á kollega minn, Daníel Þór Gunnarsson að koma með næsta pistil. Herdís Harðardóttir frá Hvammstanga Afmælisgjöfin ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN palli@feykir.is Sennilega eru ekki til fleiri sögur af nokkrum Íslendingi en Lása kokki. Hér koma nokkrar af honum í lokin: Lási var kokkur á skipi sem var einhvers staðar úti á rúmsjó þegar skipun var gefin um að allir ættu að fara í björgunarbátinn því að skipið væri að sökkva. Þá sagði Lási: „Guð minn góður, skipið að sökkva og ég er ekki búinn að vaska upp.“ * * * * * Sumarið 1947 hélt mótorbát- urinn Sídon frá Vestmannaeyj- um til síldveiða fyrir Norðurlandi. Alls voru sextán manns í áhöfninni og matsveinninn var enginn annar en Lási kokkur. Í einni landlegunni, í ónefndu bæjarfélagi, ákváðu nokkrir af skipverjunum að bregða sér saman í verslun. Þeir þekktu þar aðeins til og vissu að afgreiðslu- maðurinn hafði hlotið viður- nefnið „þjófur“. Lási vildi fara með þeim og var það auðsótt mál. Þeir sögðu honum hvað afgreiðslumað- urinn væri stundum kallaður, en lögðu jafnframt á það ríka áherslu, að þjófsnafnið mætti alls ekki nefna í búðinni. En Lási var gleyminn og um leið og þeir skipsfélagar koma í búðina gengur hann rakleitt að afgreiðslumanninum og segir glaðhlakkalega: „Góðan daginn, þjófabófi minn.“ * * * * * Einu sinni réði Lási kokkur sig sem matsvein á bát frá Hafnar- firði. Fyrsta daginn sem hann var um borð byrjaði hann að þrífa allt hátt og lágt, enda kattþrifinn og vildi ávallt hafa snyrtilegt í kringum sig. Síðla dags hafði Lási nánast lokið hreingerningunni, nema hvað hann átti eftir að þrífa gólfið undir lúkarsniðurganginum og var þar hálfboginn þegar stigið var á bakið á honum. Lása bregður við og segir: „Andskotans, djöfulsins, helvítis, andskotans, bölv ...“ Þá segir sá sem kemur niður: „Svona, svona, veistu ekki við hvern þú ert að tala? Ég er skipstjórinn.“ „Ég sagði þetta nú bara til þess að segja eitthvað,“ svaraði Lási. Híf opp! Fleiri sjóarasögur... 22/2017 13 Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd Mannlífið er mikið undur! Í vor kom aldurhniginn höfðingi á tré- smíðaverkstæði Helga Gunnarssonar til að sækja sér efni til húsasmíða á varplands- slóðum. Kvað ég af því tilefni: Svein á Tjörn – þann sómamann, sannir kostir prýða. Æðarkolluhúsin hann hamast við að smíða. Og ástæða þótti mér til að mæra frekar manngildið og orti: Hálfníræður björg til bús bóndinn Sveinn í öllu styður. Eins og jafnan eljufús, æðarkolluhúsasmiður! Fyrir nokkru varð þessi vísa til í miðjum fréttatíma sjónvarpsins: Eykur fárið lýðs og lands leikur grár hins hvassa brands. Þreyta sáran þrautadans Þorsteinn Már og nafni hans! Ekki virðist enn lát á verkum víða um heim sem drýgð eru af svo mikilli mannvonsku að flesta setur hljóða. Eftir fjöldamorðið í Manchester varð mér að orði: Hryðjuverka hundingjar höggva í lífið skörðin. Blóðug, limlest, brunnin þar, börn sín - grætur jörðin! Minnst var á gamla konu sem hafði á sínum tíma aldrei verið við karlmann kennd, að því er menn töldu. Nokkuð hafði hún að jafnaði þótt hörð í dómum og sérstaklega gagnvart karlpeningnum. Vildi hún víst meina að þeir væru flestir ef ekki allir dónar. Hafði hún líklega snemma kosið að hafa sitt á hreinu gagnvart þeim söfnuði. Kvað ég þá þessa vísu: Oftast sat hún ein á fold yfir sínum prjónum. Sýndi í öllu að hennar hold hafði ei lyst á dónum! Félagshyggja og samfélagshugsun hefur átt í vök að verjast hérlendis um nokkurt skeið þar sem sjálfshyggjan hefur verið svo afgerandi í fyrirrúmi. Þetta hefur sett mark sitt á mjög margt í okkar þjóðfélagi og ekki til góðs: Finna má um víðan völl villurúnir kunnar. Réttarstaða raskast öll í ríki sérgæskunnar! Margt virðist nú orðið með öðrum brag en áður var vestur í Washington: Í Vesturheimi vera kvað, vottar fréttasálin, forseti sem fæst við það að fræða Rússa um málin!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.