Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 5
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is Háeyri 1 Sauðárkróki Sími 455 7930 Vísindagarðar Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is Hesteyri 1 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 BÍLAVERKSTÆÐI Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7171 H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi Sími 455 4692 Sími 528 9000 www.rarik.is HOFSÓSI Ártorgi 1 Sauðárkróki Sími 455 5400 www.byggdastofnun.is Borgarmýri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5433 Léttitækni ehf | Sími: 452 4442 | Verslun Stórhöfða 27 | lettitaekni@lettitaekni.is Léttitækni Þekkingarsetrið á Blönduósi ses Árbraut 31 540 Blönduósi Sími 452 4030 Suðurgötu 3 550 Sauðárkróki Sími 455 5900 www.krokurinn.is Sími 569 6900 www.ils.is Þórálfur frá Prestsbæ Hæst dæmdi stóðhestur í heimi Það er ekki á hverjum degi sem sett eru heimsmet í kynbótadómi en það gerðu þeir Þórálfur frá Prestsbæ og Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki á sýningu á Akureyri fyrir helgi. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti, úr ræktun Finns Ingólfssonar, með aðaleinkunnina 8.92 en Þórálfur skreið yfir hann nú með aðaleinkunn upp á 8.94. Fyrir sköpulag hlaut hann 8.93 og 8.95 fyrir hæfileika. Eigendur Þórálfs eru þau Inga og Ingar Jensen og er hann úr þeirra ræktun, Prestsbær ehf. en það er nafn á jörð þeirra í Hegranesinu. Þórálfur er fallega moldóttur á litinn líkt og móðirin, Þoka frá Hólum en faðirinn er hinn skjótti, Álfur frá Selfossi. Þórarinn Eymundsson tamdi hestinn og hefur verið með hann síðan en klárinn er nú átta vetra gamall. Aðspurður um hvort hann hafi búist við heimsmeti segir Þórarinn hann ekki endilega hafa verið að hugsa um það en vonaðist til að hann myndi bæta sig frá því í fyrra en þá fékk hann 8,77. Ekki voru horfurnar þó gæfulegar í byrjun mótsdags því aðstæður á Melgerðismelum, þar sem mótið átti að fara fram, voru ekki ákjósanlegar. „Við fórum eldsnemma um morguninn inn á Melgerðismela en þar var úðandi rigning og völlurinn í svaði. Ég var hættur við að sýna öll hrossin og þar á meðal Þórálf sem ég átti að sýna þann daginn. Vallaraðstæður voru það slæmar. Ég var búinn að gera ráðstafanir og koma hrossunum inn á aðrar sýningar þegar ákveðið var að færa sýninguna inn á Akureyri. Ég fór þangað með hestinn og kíkti á vallar- aðstæður, sem litu bara vel út. Þá lét ég slag standa og það gekk svona ljómandi vel,“ segir Þórarinn. Heimsleikar og síðustu folatollarnir Búið er að taka ákvörðun um það að reyna við úrtöku fyrir heimsleikana sem verða í Hollandi í sumar og eru líkurnar að sjálfsögðu góðar. „En auðvitað skyldi maður aldrei segja aldrei. Það getur náttúrulega einhver hestur farið yfir þetta,“ segir Þórarinn þó hann telji það ólíklegt. Eins og lög gera ráð fyrir á hesturinn ekki afturkvæmt til Íslands fari hann á heimsleikana sem fara fram í Oirschot í Hollandi dagana 7. – 13. ágúst. Þórálfur verður í þjálfun hjá Þórarni í sumar en leitt verður undir hestinn á Dýrfinnustöðum sem og að hryssur verða sæddar fyrir þá sem óska. Heildarkostnaður við folatollinn er 200 þúsund með vsk. en alls eru 118 afkvæmi skráð undan honum. Að sögn Þórarins er hesturinn að skila fallegum og litfögrum afkvæmum sem eru alla jafna með mikla hæfileika. /PF Félagarnir Þórálfur og Þórarinn stilla sér upp fyrir myndatöku. MYND: PF Úrtakshópur landsliða Tvö fara á landsliðsæfingar María Dögg Jóhannesdóttir og Jón Gísli Eyland Gíslason leikmenn 3. flokks Tindastóls hafa verið valin í úrtakshópa 16 ára landsliða Íslands. Þau María og Jón eru lykilmenn í sínum liðum. María Dögg er 16 ára gömul og auk þess að vera lykilmaður í 3. flokki kvenna hefur hún einnig leikið einn leik með meistaraflokki Tindastóls. Á heimasíðu Tindastóls segir að Jón Gísli sé einn af efnilegustu leikmönnum Tindastóls síð- ustu ára en hann er 15 ára gamall og er í liði Tindastóls sem leikur í 2. deildinni í sumar. /PF María Dögg og Jón Gíslieiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum MYNDIR: TINDASTÓLL 22/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.