Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 7
Mandarínendurnar á Húsavík. MYNDIR: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Eyrarvegi 21 Sauðárkróki Sími 455 6600 www.vorumidlun.is Útibúin á Norðurlandi vestra www.lyfja.is www.skeljungur.is Skagastrandarhöfn | Sími: 455 2700 www.skagastrond.is Góð aflameðferð er grunnur gæða – Blæðing og kæling www.fmis.is Þverbraut 1 Blönduósi & 452 4932 | Klapparstíg 4 Hvammstanga & 451 2730 Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 455 6500 Hesteyri 1 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 VÉLAVERKSTÆÐI Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is Hesteyri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5923 dogun@dogun.is Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5481 ningshraði þessara véla var ekki mikill. Í stýrishúsi var svipaður búnaður og í öðrum bátum á þessum tíma. Stjórnbúnaður fyrir vél og skrúfu, áttaviti (kompás) og svo að sjálfsögðu stýri sem var svokallað keðju- stýri; (keðja í rörum milli stýrishjóls og stýrisás) og dýptarmælir var af gerð Kelvin Huges neistamælir. Við kaupin á bátnum tók við skipstjórn Finnbogi Halldórs- son sem hafði verið skipstjóri á Sæmundi SK 1 (sjá 14. tölublað Feykis 2017), sem var í eigu sama fyrirtækis. Stýrimaður var Högni Einarsson úr Austur- Skaftafellssýslu, fyrsti vélstjóri var Grétar Guðjónsson frá Reykjavík og annar vélstjóri Karl Finnbogason frá Siglufirði. Einnig mun Kristófer Eggerts- son á Sauðárkróki hafa verið skipstjóri á Eiríki um tíma. Meðan báturinn er í eigu ÚS, (fyrri), var hann gerður út til síldveiða á sumrin og togveiða í annan tíma en tildrög þess að báturinn var keyptur til Sauðárkróks voru þau að hann var gangmeira, stærra og burðarmeira skip en Sæmundur. Eitthvað mun vélin í bátnum hafa verið að stríða þeim varðandi bilanir enda ekki mikil aðstaða til viðhalds og viðgerða á Sauðárkróki á þessum tíma. Árið 1952 er báturinn svo seldur til Akraness, Haraldi Böðvars- syni. Þar fékk hann nafnið Reynir AK 98. Eftir komuna til Akraness var hann gerður út sem síldarbátur að sumrinu en á línu og net á vetrarvertíðinni, einnig var róið með línu á haustin. Árið 1955 er svo sett í hann ný vél, June-Muktel 240- 270 hestöfl. Eftir að báturinn kom til Akraness voru margir kunnir aflamenn með hann og má þar nefna Helga Íbsen, Viðar Karlsson, Jón á Gneistavöllum Sigurðsson og Kristján Ragn- arsson, síðar skipstjóra á Sauðárkróki. Það má segja að endalok þessara tveggja báta sem voru í eigu Útgerðarfélags Skagfirð- inga hafi verið með svipuðum hætti. Sæmundur sökk 16. mars 1964 en Eiríkur brann og sökk á Selvogsbanka 20. júní 1968. Níu manna áhöfn var bjargað. /Steinar Skarphéðinsson Híf opp! Ein saga til... Í gamla daga tíðkaðist það að krakkar gengju í hús á Sauðárkróki og seldu Sjómannadagsblaðið á sjómannadaginn. Þeirra á meðal var Hjalti Jósefs. Hann bankaði meðal annars upp á hjá Sveini blinda Ingimundarsyni í Græna húsinu og bar upp erindið, kurteisin uppmáluð. „Ég get nú ekki lesið þetta,“ sagði Sveinn. Hjalti gaf sig ekki og kom með krók á móti bragði að hann hélt: „En þú getur þá alltaf skoðað myndirnar.“ 22/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.