Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 12

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 12
„Jafn barnslega spenntir fyrir þessu og við vorum þegar við vorum að byrja“ Nú í maí kom út þriðja skífa félaganna og Króksaranna, Arnars Freys Frostasonar og Helga Sæmundar Guðmundssonar, í Úlfur Úlfur. Gripurinn ber nafnið Hefnið okkar, sem hljómar nú eins og endirinn á einhverju, en þeir kappar hafa ekkert gefið upp varðandi framhaldið. Þeir verða hins vegar á fullu í tónleikahaldi á næstunni, bæði hér á Fróni og í Evrópu í haust. Feykir náði í skottið á Helga Sæmundi sem svaraði nokkrum spurningum. Arnar og Helgi hafa átt miklum vinsældum að fagna síðustu þrjú árin eða frá því að önnur skífan þeirra, Tvær plánetur, kom út. Þeir höfðu áður sent frá sér Föstudaginn langa árið 2011 sem innihélt lög á borð við Á meðan ég var ungur, Ég er farinn og Út. Fyrsta skífan kom út áður en íslenska rappvorið gekk í garð og má segja að aðdáendur Úlfur Úlfur hafi verið ansi spenntir fyrir nýju efni árin á eftir. Lögin Sofðu vel og Tarantúlur sáu til þess að halda nafni þeirra á lofti þangað til Tvær plánetur kom út í sumarbyrjun 2015. Eftirleikurinn var ævintýri líkastur, hvert lagið af öðru sló í gegn og allir hrópandi -Bara ég motherfucker!- með Arnari og Helga. Brennum allt, 100.000 og Úrið mitt er stopp pt.2 og 20ogeitthvað slógu í gegn svo einhver lög séu nefnd. Snilldar rapp sem fann sér farveg í miklu breiðari hópi en vænta mátti. Úlfur Úlfur hafa mætt á Drangey Music Festival síðustu sumur. Í fyrra skiptið, sumarið 2015, var Tvær plánetur nýkomin út og skyndilega voru allir móttækilegir fyrir íslensku rappi. Úlfur Úlfur bættust við dagskrána á síðustu stundu og strákarnir eiginlega hálf hissa á athyglinni að því er virtist. Sumarið eftir voru þeir orðnir slípaðir og flottir og hreinlega áttu brekkuna. Eldri áhorfendur dilluðu sér kátir í takt við tónlistina og þeir yngri nánast með allt rappið á hreinu. Motherfuckers! Rappsenan er orðin allt um lykjandi í íslenskri tónlist í dag og Úlfur Úlfur halda rappinu enn hátt á lofti á Hefnið okkar. Meðal laga sem eiga eftir að hljóma í sumar eru Geimvera, Bróðir, Barn og Engar hendur. Feykir henti nokkrum spurningum á Helga Sæmund í tilefni af útgáfu nýju skífunnar. Eru félagarnir í Úlfur Úlfur ánægðir með Hefnið okkar? -Við erum afskaplega ánægðir með Hefnið okkar. Bæði ferlið sem fór í að búa hana til og útkomuna sjálfa. Hvernig verður nýjum diski fylgt eftir? -Plötunni verður fylgt eftir með því að spila út um allt. Bæði ætlum við á tónleika- ferðalag um allt Ísland í júlí og svo um alla Evrópu í september. Auk þessara túra verðum við hér og þar flestar helgar fram á haust. Eru einhver plön um framhald? -Halda áfram að eldast, þroskast, vera vinir og dreifa boðskapnum. Hvað er áhugaverðast við tónlistarsenuna þessi misserin? -Mér finnst það áhugaverðast hvað senan er að stækka og dafna á hverjum degi. Það hefur komið á sjónarsviðið margt frábært tónlistar- fólk undanfarin 1-2 ár sem hikar ekki við það að prófa eitthvað nýtt sound til að sjá hvað virkar. Eftir velgengni síðustu ára, hvað stendur upp úr? -Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt móment sem stendur upp úr er það ábyggilega að labba upp á svið á útgáfutónleikunum okkar eftir Tvær Plánetur. Það var gott móment. Annars er það sem stendur upp úr eiginlega bara milljón móment sem við höfum átt yfir síðastliðin ár – á tónleikum, skilaboð sem við höfum fengið, í stúdíóinu og hvar sem er. Þetta er allt búið að vera geðveikt. Hvað hefur komið mest á óvart? Við sjálfir höfum komið okkur mest á óvart. Að vera ennþá að og ennþá jafn barnslega spenntir fyrir þessu og við vorum þegar við vorum að byrja. Feykir þakkar Helga fyrir spjallið og óskar þeim félögum til hamingju með hörku skífu. Úlfur Úlfur senda frá sér nýja skífu – Hefnið okkar UMFJÖLLUN Óli Arnar Brynjarsson Úlfur Úlfur á Drangey Music Festival sumarið 2016. MYND: ÓAB 12 22/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.