Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 14

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 14
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Skarðseyri 5 550 Sauðárkróki Sími 455 3000 www.steinull.is Broddi og Christine matreiða Broddborgarar og fleira góðmeti MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN frida@feykir.is Það eru þau Broddi Reyr Hansen og Christine Hellwig sem leika listir sínar við Svo er það fyllingin: Hún er gerð með þeim hætti að það sem er til í ísskápnum, svo sem sveppir, paprika og laukur er steikt á pönnu og kryddað eftir smekk, ef þið hafið enga hugmynd þá skal nota salt og pipar. Fyllið holuna með steikta grænmetinu, á toppinn er settur bragðmikill ostur, jafnvel nokkrar gerðir, við mælum með gráðosti. Þessu þrjúhundruð gramma flykki er síðan komið fyrir á tveim álbökkum og flutt yfir á grillið. Drekkið innihald flösk- unnar sem þið opnuðuð í upphafi og látið þetta grillast. Að lokum er hamborgarinn fluttur yfir á hamborgarabrauðið, farið varlega, þetta er vandasamt og hægt að klúðra öllu. Ekki gleyma að athuga hvort lystugar sósur eru til í eldhúsinu, til dæmis passar BBQ alltaf vel á svona borgara. Njótið herlegheitanna. Skoðið myndirnar hér fyrir neðan til að átta ykkur á ferlinu. RÉTTUR 1 Einfaldur fiskréttur á miðvikudegi Þótt gaman sé að grilla kjöt þá er fiskur líka afbragðs matur og ekki sakar að hann er hollur. Hér er hugmynd að einföldum fiskirétti sem mun slá í gegn hjá fjölskyldunni! 1 kg fiskur, t.d. ýsuflök 1 saxaður laukur 2 paprikur 1 askja sveppir 4 gulrætur ½ dós ananaskurl 1 dós beikon smurostur 2 dl rjómi 1 msk smjörlíki karrí, súpukraftur, sítrónupipar og fiskikrydd. Aðferð: Saxið allt grænmetið og steikið í smjörlíki. Bætið síðan beikonosti, rjóma og ananaskurli út í. Látið ostinn bráðna og kryddið með súpukrafti og karrí. Raðið fiskflökum í eldfast mót og kryddið með sítrónupipar og fiskikryddi. Jólamynd af fjölskyldunni. MYND ÚR EINKASAFNI RÉTTUR 3 Risa pönnukökur (crepes) á laugardegi Stundum langar okkur í eitthvað einfalt og gott sem allir geta borðað, þessi einfaldi franski skyndibiti er tilvalinn helgarmatur. Bakaðar eru stórar pönnukökur (crepes), fylling gerð í potti og borin fram með. Hægt er að rúlla eða brjóta saman kökuna með fyllingu í. Gera má síðustu pönnukökuna að eftirrétti með því að setja eitthvað sætt á borðið eins og til dæmis Nutella! Deig: 500 g hveiti 3 msk smjör 4 egg mjólk til að gera deigið vatnskennt Aðferð: Setjið hveiti í skál, blandið mjólk út í þangað til komið er kekkjalaust þykkt deig. Að því loknu skal hella bræddu smjöri saman við. Bætið við einu eggi í einu. Notið meiri mjólk til að gera deigið vatnskennt eða þar til drýpur af sleifinni. Hrærið þessu vel saman þangað til allir kögglar hverfa og látið standa í 30 mínútur. Síðan eru bakaðar pönnukökur á stærstu pönnu heimilisins, notið þau verkfæri sem hendi eru næst. Til að fá hugmynd um hvernig þetta er bakað er hægt að skoða myndbandið https://goo.gl/FSRKJJ Æfingin skapar meistarann! Fylling: 1 pakkning brauðskinka 1 fínsaxaður laukur 1 lítil dós Ora gulrætur og grænar baunir gott karrí (ekki nota gamla útrunna dótið) grænmetissúpukraftur smá hveiti, smjör, vatn og mjólk Aðferð: Saxið lauk smátt og skerið skinku í bita og steikið hvoru tveggja í smjöri og karrí, látið malla smá. Setjið eina matskeið af hveiti út í og látið hitna. Vatni er bætt út í pottinn og búin til þykk sósa. Ora gulrætur og grænar baunir sett saman við. Kryddið með súpukrafti og karrí eftir smekk. Setja má smá mjólk útí sósuna í lokin. Verði ykkur að góðu! Okkur langar að skora á Bjarna Kristófer Kristjánsson á Hólum. matreiðsluna að þessu sinni. Þau búa á Hólum og hefur Broddi búið þar frá árinu 1998 en Christine frá 2004. Broddi er líffræðingur að mennt en starfar sem kerfisstjóri við Háskólann á Hólum, í frítíma sínum hefur hann m.a. stundað bjórgerð fyrir þyrsta íbúa á Hólum. Christine er grunn- og leikskólakennari og starfar sem deildarstjóri við leikskólann Tröllaborg á Hólum, hennar áhugamál er meðal annars að æfa og syngja í Skagfirska Kammerkórnum. Saman eiga þau tvö börn, Janus Æsi og Ylfu Marie. Þau gefa okkur uppskriftir að einföldum fiskrétti, Broddborgurum sem eru tilvaldir í föstudagsmatinn og risa pönnukökum sem henta vel á laugardegi að þeirra sögn. Hellið grænmetissósublöndunni yfir fiskinn og setjið á 200°C í hálf- tíma. Borið fram með hrísgrjónum eða bankabyggi og fersku salati. RÉTTUR 2 Broddborgari á föstudegi Aðferð: Gott er að byrja helgina með matarmiklum hamborgara á föstudegi. Opnið eina flösku af góðum bjór og hafið tilbúna til að grípa í ef hlutirnir fara ekki alveg eftir áætlun. Einnig er nauðsynlegt að hafa eina dós af bjór á hliðar- línunni. Hnoðaðar eru 300 gramma bollur úr íslensku nautahakki, fínt er að krydda hakkið með salti og pipar. Búin er til hola í hakkbolluna með því að troða dósinni gætilega inn í miðjuna, ekki fara í gegn samt. Ef þetta tekst, þá er gott að halda upp á lok þessa skrefs með því að drekka innihald dósarinnar. Til að kjötbollan lifi af steikingu þarf að klæða hamborgarann með beikoni, vefjið nokkrum beikonsneiðum utan um kjötið. Broddborgarar í bígerð. MYNDIR: GUÐMUNDUR BJÖRN EYÞÓRSSON Háeyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4471 Sauðárkróki Sími 453 5861 Eyrarvegi 20 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 www.ks.is 14 22/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.