Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 16

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 22 TBL 7. júní 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sigurpáll Árnason, fyrrum verslunarmaður og garðyrkju- bóndi í Lundi í Varmahlíð, fagnaði 100 ára afmæli þann 25. maí sl. Sigurpáll fæddist og ólst upp í Ketu í Hegranesi. Hann var einn af fyrstu nemendum Garðyrkju- skólans í Hveragerði þar sem hann stundaði nám árið 1939 og var fyrsti gaðyrkjubóndinn í Skaga- firði. Hann byggði gróðrarstöð að Gamla Lundi í Varmahlíð þar sem hann ræktaði grænmeti og sumar- blóm ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Á árunum 1958 til 1984 ráku þau hjónin verslunina Lund sem staðsett var í samnefndu húsi sem þau byggðu sér, rétt við þjóðveginn sem liggur í gegnum Varmahlíð. Sigurpáll er við ágæta heilsu. Hann les mikið, helst ævisögur og viðtalsbækur. Þá hefur hann mikinn áhuga á að spila bridge og segist gera það eins oft og hægt er en hann fær gjarna gamla spila- félaga í heimsókn til sín á Hrafnistu í Boðaþingi þar sem hann býr nú Sigurpáll Árnason í Lundi 100 ára Les og spilar bridge Sigurpáll á 100 ára afmælinu. MYND: ÚR EINKASAFNI Sláttur víða hafinn Góð tíð á Norðurlandi FISK Seafood óskar starfsfólki sínu, sjómönnum öllum og aðstandendum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. www.fisk.is Til hamingju sjómenn Háeyri 1 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4400 Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur! Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Sími 444 7000 www.arionbanki.is Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5170 Skagfirðingabraut 6 550 Sauðárkróki Sími 453 8888 www.velaval.is Sími 410 4000 www.landsbankinn.is Fótaaðgerða- og snyrtistofan TÁIN NUDD og og unir hag sínum vel. „Það er gott að vera í Boðaþingi,“ segir hann. Sigurpáll starfaði í 55 ár með Karlakórnum Heimi og var að eigin sögn á kafi í félagsmálum meðan hann bjó í Skagafirði. Einnig segist hann hafa stundað fjallaferðir töluvert og var fyrstur til að keyra Siglufjarðarskarð á Willys-jeppa, áður en vegurinn var opnaður. Hildur, kona Sigurpáls, lést árið 2004. Þau hjónin eignuðust fimm börn og eiga nú 42 afkom- endur. /FE Sláttur hófst í Viðvík í Skagafirði þann 30. maí sl. og hefur Feyki ekki haft fregnir um það að bændur í firðinum hafi byrjað fyrr þetta sumarið. Í samtali við Feyki sagði Guðríður Magnúsdóttir að sprettan væri óvenju góð og hefði sláttur hafist fyrr ef þau hjón hefðu verið heima. Guðríður segir að sláttur hefði einnig hafist snemma á síðasta sumri í Viðvík eða fyrstu dagana í júní. Aldrei hefði verið byrjað í maí líkt og nú. Bændur í Skagafirði eru víða farnir að slá og er þar eingöngu um kúabændur að ræða. Kindur eru enn á túnum enda ekki leyfilegt að reka á afrétt fyrr en eftir miðjan júní og þá geta sauðfjárbændur farið að huga að heyskap hjá sér. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.