Feykir


Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 07.06.2017, Blaðsíða 9
mannlegi þátturinn er hafður í hávegum hjá þeim, það er ómetanlegt.“ Tvívegis stórtjón á sama bátnum En varla hefur allur þessi tími liðið án þess að eitthvað hafi komið upp á? „Jú, ég var hjá Dögun á rækju, þar voru svaka uppákomur. Við fengum á okkur brot og allt í klessu, rúðurnar úr og allt fylltist af sjó og við höfðum ekkert til að sigla eftir nema bara sigla undan vindi. Það var alveg foráttuveður. Svo tók þrjár vikur að gera við og þá fórum við út aftur, þá kviknaði í bátnum, þegar nýbúið var að setja allt nýtt í hann. Það lá svo mikið á að koma honum af stað aftur að það var ekki búið að hreinsa sjóinn sem var milli þilja og hann fór í einhverja rafmagnstöflu svo það kviknaði í út frá því. Við vorum komnir á veiðar og vorum bara dregnir í land. Við vorum alveg klárir að yfirgefa bátinn, gátum ekkert verið inni, fórum bara frammá og tókum með okkur einn uppblásinn gúmmíbát. Það er nú svona það versta sem maður lendir í, það er bruni til sjós, sérstaklega ef það er vont veður en við vorum heppnir, það var gott veður þegar þetta gerðist. Þessi bátur hét Hilmir II en var svo skírður Röst þegar hann kom á Krókinn.“ Já, árin á sjónum eru orðin mörg og samverkamennirnir hljóta að vera ansi margir og trúlega einhverjir eftirminni- legri en aðrir. Finnur segir að þar standi Friðvin Jónsson í Ár- bakka upp úr, sá alskemmti- legasti sem hann hafi verið með, alltaf svo léttur og kátur og hafi bara komið syngjandi eftir göngunum þegar búið var að ræsa. „Raggi Hvata á Króknum er líka einn snillingurinn. Ein- hverju sinni var ég að toga og kallaði niður í borðsal að hífa. Það var svo lítill fiskur í að það var svo létt að hífa upp rennuna að þetta fór langt fram á dekk. Þá sagði Raggi „Hann er svo ánægður með þetta að hann ætlar bara að hífa þetta upp í brú sko.“ Af því að það var ekkert í þessu. Einhverju sinni vorum við að koma úr siglingu frá Þýska- landi. Það var alltaf spenningur að fara að sjá land. Við vorum staddir langt sunnan við Færeyjar þegar einhver kemur upp í brú og spyr hvort við sjáum nokkuð til lands. „Jú, jú,“ segir Raggi, „og heilu hrein- dýrahjarðirnar.“ Samt vorum við staddir langt suður af Færeyjum en þá sá hann aust- firsku hreindýrin. Einu sinni vorum við að koma af einni kránni, líklega á Fáskrúðsfirði. Það voru tveir stigar af efri hæðinni niður á svona milli- gang og svo sá þriðji niður í borðsal en Raggi dettur í efstu tröppunni á leiðinni niður í borðsal, stendur svo upp og segir. „Ég vissi ég gleymdi einhverju“, þá mundi hann eftir að stigarnir voru þrír en ekki tveir. En það gerist ekkert lengur, það vantar alla þessa sérstöku kalla í dag, ég held þeir séu allir komnir á lyf, búið að gefa þeim ritalín eða eitthvað, menn eru bara drepnir niður ef þeir eru eitthvað skrítnir sko,“ bætir Finnur kankvíslega við. „En þeir voru auðvitað margir góðir, eins og hann Lilli Sveins, það var magnað þegar við vorum saman á Skafta, þá kemur skipstjórinn niður og öskrar, maður fyrir borð. Ég var nú svo snöggur í buxur og bol að ég tók fram úr skipstjóranum í stiganum á leiðinni upp í brú, og í flotgallann og aftur á að gera mig kláran til að bjarga kallinum. Hann hafði aldrei komið í sundlaug, alveg ósyndur, en hann náði að grípa í eitthvað og hékk svona aftan á skipinu í einhverjum keðjum. Hann hafði það nú á orði þegar hann kom upp að við hefðum aldrei átt að henda öllum þessum djöfulsins björgunarhringjum í hann, þeir voru svo harðir og vont að fá þá í sig. En það var hrikalega þungt að draga kallinn upp, hann var rosalega stór og þungur, í úlpu og stígvélin full af sjó. Það er auðvitað það leiðinlegasta sem maður lendir í að missa mann fyrir borð, það hefur því miður komið fyrir.“ Finnur var á Drangeynni þegar Smugudeilan stóð og segir það hafa verið lífsreynslu. „Það var svakalegt, þá átti bara að keyra okkur niður sko, það var bara gert í því. Það var mjög hörð deila. Við komum þarna einhvern tímann í maí, fengum tvo þrjá hlýra í fyrsta hollinu, það var bara enginn fiskur. Okkur leist ekkert á þetta, búnir að sigla í fimm sólarhringa og fengum þrjá hlýra, þá var bara drepið á og látið reka í þrjá daga. Það voru Færeyingar þarna sem sögðu okkur bara að vera rólegir, hann kæmi í júlí, þetta var í maí, þannig að þá fóru menn bara að fara þarna út um allt í trássi við Norðmenn og allir fengu fisk.“ Sótti einkunnirnar í lopapeysu og bússum Talið berst að áhugamálunum og því að Finnur hefur gert talsvert af því að safna gömlum myndum og setja saman til sýningar. Ég spyr hann hvernig sá áhugi hafi kviknað. „Ég byrjaði með að taka saman útgerðarsöguna hérna á Hofs- ósi, setti upp myndasýningu með öllum bátum sem hafa verið gerðir út hér og sýndi á sjómannadaginn. Svo byrjuðu Jónsmessuhátíðirnar og þá var ég beðinn að sýna þetta og bætti þá við nokkrum mannlífs- myndum inn á milli. Það var bara svo gaman að þessu að einhvern veginn vatt þetta upp á sig. Svo hef ég verið að safna mannlífsmyndum, ætlaði að vera með sýningu núna á Jónsmessuhátíð en ég er að bíða eftir myndum sem ég á von á þannig að ég ætla að bíða í ár. Það er miklu skemmtilegra að vera með gamlar myndir, það er ekkert varið í þesar nýju, ekki enn. Ég á svo margar myndir sem eru bara gullmolar, t.d. af gömlu köllunum niðri í fjöru og svona.“ Það væri líklega hægt að spjalla við Finn allan daginn um það sem á dagana hefur drifið frá því að hann sem smápolli hóf sjómannsferilinn. „Mér finnst eins og þegar ég byrjaði þarna með Una, að þetta hafi verið svona svipað og sagan sem Gulli Ara skrifaði, Pela- stikk, það var aðalmálið að kaupa bússurnar og að það væri nógu mikið af hreistri á bússunum. Ég get sagt þér að ég man enn handartakið hjá Garðari skólastjóra þegar við mættum ekki á skólaslitin, við fórum frekar á sjó. Það voru próf annan hvern dag, svo átti að lesa undir próf á milli en við fórum á sjóinn þegar við áttum að vera að lesa. Svo fórum við í prófin en slepptum skólaslit- unum. Við mættum svo í lopa- peysum og bússum þegar skólaslitin voru búin, bara til að ná í einkunnirnar, því við vorum komnir það snemma í land þennan dag. Ég finn enn fyrir handartakinu hjá Garðari skólastjóra, hann var mjög ósáttur, reglulega vondur, maður sá það hvergi en hann tók fast, ég finn enn til,“ segir Finnur að lokum en segist líklega mundu gera það sama aftur ef hann stæði í sömu sporum í dag. farinn að búa og þau hjónin höfðu eignast tvö börn. „Það liðu 17 ár frá því að ég kláraði skólann hérna og þar til ég fór í skóla aftur, það var dálítið erfitt að sitja fyrst. En það var gagn- legt að fá réttindin og þau eru búin að skila töluverðu. En ég átti vörubílinn áfram meðan ég var í skólanum, leigði hann út til að borga námið. Svo þegar ég kom úr skólanum var náttúru- lega búið að selja bátinn sem ég fór í skólann til að vera á. Þá fór ég á togara, á Drangeyna og var á henni í mörg ár, þar til hún var seld. Svo fór ég til Grindavíkur á línu, á beitningavélabát, en þegar það urðu breytingar á Skafta hringdi Kristján Helga- son í mig og bað mig að koma norður og hætta þessu djöf- ulsins rugli í Grindavík. Ég kom norður og þegar hann hætti tók ég við skipinu og var á því þar til það var selt. Svo fór ég í Siglu- fjörð eftir það, líklega 2003-4 og er búinn að vera á þremur skipum þar, á Múlaberginu síðan 2005. Við förum viku túra, erum á bolfiski á veturna og á rækju á sumrin. Það hefur gengið vel og það er mjög gott að vera hjá Rammanum, Á sjómannadegi með Hjalta Gíslasyni og Jóni Guðmundssyni sem sæmdir voru heiðursmerki sjómannadagsins. Fjölskyldan saman á útskriftardegi Sjafnar Finnsdóttur. MYNDIR: UR EINKASAFNI Múlabergið sem Finnur starfar á í dag. Hafsúlan RE 77, annar báturinn í eigiin útgerð. 22/2017 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.