Feykir


Feykir - 12.07.2017, Síða 9

Feykir - 12.07.2017, Síða 9
Eldri borgarar á Löngumýri heimsóttir Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmti- leg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkur- prófastdæmanna. Orofsdvöl eldri borgara á Löngumýri er síður en svo nýtt fyrirbæri og á sér sögu alveg aftur á áttunda áratug síðustu aldar. Á henni hafa þó orðið hlé, ýmissa orsaka vegna, og dag- skráin hefur tekið breytingum í tímans rás eins og gengur og gerist. Það eru þær Þórey Dögg Jónsdóttir og Anna Hulda Júlíusdóttir sem bera hitann og þungann af dagskránni að ógleymdum Gunnari Rögn- valdssyni, staðarhaldara á Löngumýri. Gunnar segir að alltaf sé jafngaman að taka á móti hópum sem þessum og þeir fylli húsið af góðum anda sem orni honum allt árið. Í sumar koma fimm hópar í heimsókn og dvelur hver hópur fimm til sex nætur. Þessa vikuna er meðalaldurinn í hópnum ekki nema 79 ár sem er mjög ungt, hann hefur farið allt upp í 86 ár. Þórey Dögg hefur haft umsjón með orlofsdvölinni undanfarin ár en hún er fram- kvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæma. Hún segir að á Löngumýri sé umhverfi og aðgengi einstaklega Brugðið á leik á Löngumýri. MYND: FE SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir MYND: ÓLI ARNAR gott og svo sé Gunnar stór hluti af aðdráttarafli staðarins. Það sé ómetanlegt fyrir fólk að hafa kost á að komast á stað sem þennan, margir séu einangraðir heima hjá sér en þarna gefist kostur á að brjóta upp hvers- daginn í því heimilislega og notalega umhverfi sem sé á Löngumýri. Þegar mig ber að garði er að hefjast helgistund í kapellunni þar sem beðið er fyrir verkefnum dagsins og farið í gegnum dagskrána sem fyrir liggur. Að henni lokinni tekur við morgunganga og svo leikir og sprell, meðal annars skella nokkrar konur sér í að húlla og tekst sumum snilldarvel til. Svo tekur við grillpartý í hádeginu. Um kvöldið verður svo hátíðar- kvöldverður og kvöldvaka. Á kvöldvöku koma fram ýmsir skemmtikraftar úr nágrenninu, má þar nefna Jón harmo- nikkuleikara í Miðhúsum, Sigvalda, son Gunnars og hina níu ára Matthildi á Flugumýri sem bræðir hjörtu gestanna. Ekki má svo gleyma sonum Önnu Huldu, tvíburunum 14 ára, Júlíusi og Tryggva, sem dvelja þar með mömmu sinni og aðstoða við hvað sem til fellur, m.a. að syngja og spila á kvöldvökunum. Ég tók nokkra gestanna tali og bar þeim öllum saman um hve það væri mikls virði að eiga kost á að fara þessar ferðir. Guðný Erla Jónsdóttir sagðist vera að koma í tíunda skiptið. „Hér er alltaf jafn gott að koma, allir svo indælir, maturinn góður og allt gert fyrir mann,“ sagði hún. Í fyrstu skiptin kom hún með mágkonu sinni sem á ekki heimangengt lengur svo nú kemur hún bara ein. Á bekk við hliðina á mér sat teinrétt og spræk kona, Auður Magnús- dóttir, sem við nánari eftir- grenslan sagðist vera 93 ára gömul og búa ein í sinni íbúð í Reykjavík. Hún sagði að það væri alveg nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík, það væri svo gott og mikil frelsun að komast í sveitina. Hér væru allir svo ánægðir með sitt og fólkið duglegt. Þegar ég kveð Löngumýri fylgja mér hlátrasköll og glaumur kátra gesta sem greinilegt er að njóta til fullnustu þessa indæla staðar og fólksins sem þar starfar. 27/2017 9 Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm / söngkona Skældi yfir lögum söng- konunnar Carrie Underwood ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar. Spurð um helstu tónlistarafrek sín svarar Hreindís Ylva: „Ætli það beri ekki helst að nefna plötuna mína sem kom út 2011 og dásamlegu lögin tvö sem ég hef sungið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.“ Þá má geta þess að Hreindís Ylva var stúlkan sem komst ekki heim um jólin og brenndi við matinn í jólaauglýsingu Icelandair árið 2014. Hver gat horft ósnortinn á þá auglýsingu? Hvaða lag varstu að hlusta á? 80s Mercedes – Maren Morris. Get ekki hætt að hlusta á það. Uppáhalds tónlistartímabil? Ég á ekk- ert uppáhalds tímabil, kann eiginlega einmitt bara mest að meta það að geta leitað í mismunandi tímabil og hvað þau eru ólík. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég sperri alltaf eyrun þegar mér er boðið að hlusta á nýtt efni frá fólkinu mínu, t.d. hljómsveit bróður míns, Vio, eða vinkonum mínum, en hið minnsta þrjár þeirra eru einmitt að vinna plötur um þessar mundir. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Það var hlustað á allt frá ABBA til Led Zeppelin og Dolly Parton til Deildarbungubræðra þó svo að íslensk tónlist, dægur, popp og rokk, hafi kannski skipað stærsta sessinn. Bjöggi, Stjórnin, Sálin, Todmobile, Mannakorn og ýmis önnur frábær tónlist náði að smjúga vandlega inn að beini og ég set þetta allt enn í gang í dag og syng hástöfum með. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kassettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég man ekki hver sú allra fyrsta var en ég á ofsalega sterka minningu um að kaupa aðra plötu söngkonunnar Carrie Underwood í fríhöfninni og þurfa svo að fela það vel og vandlega á leiðinni út í fríið hvað ég skældi mikið yfir sumum lögunum. Ég var samt orðin unglingur þá og löngu byrjuð að versla tónlist. Hvaða græjur varstu þá með? Ég fékk svaka flottar græjur í jólagjöf eitt árið, nokkrum árum fyrir fermingu, þær eru enn til og í fínu lagi. Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? ‘Eitt lag enn’ með Stjórninni, Blue í flutningi LeAnn Rimes og Runaway með The Corrs. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Þau eru tvö. ‘Country Girl’ með Luke Bryan og ‘Somebody’ með Natalie La Rose og Jeremih – þegar ég heyrði það í fyrsta sinn var ,,Má þetta?” það eina sem ég hafði að segja. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ég er með mjög ó-partívænan tónlistarsmekk og kem engum í stuð með mínum lagalista svo ég læt yfirleitt einhvern annan sjá um að velja lög í partíið. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Röddin hans Chris Stapleton er besta leiðin til að vakna á sunnudagsmorgni eða ljúfari hliðin á Zac Brown Band. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég er búin að vera dugleg við að merkja í box á tón- leika „bucket-listanum” undanfarin ár, og þar standa upp úr t.d. Carole King, Carrie Underwood, The Corrs, LeAnn Rimes, Dixie Chicks og Martina McBride. Ég á samt fullt eftir, t.d. Shania Twain, Dolly Parton, Beyonce, Justin Timberlake og Britney. Fyrir mér skiptir svo mestu að sá sem er með mér fíli tónlistina jafn vel og ég og sé sama þó ég lifi mig svolítið inn í það sem er að gerast og gleymi stund og stað. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Í fyrsta bílnum mínum var bara kasettutæki svo ég gerði alls konar mixtape. Flest þeirra innihéldu country og aftur country. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mest áhrif á þig? Mig hefur aldrei dreymt um að vera nein önnur en ég er en margir haft áhrif, t.d. Karen Carpenter, Carole King, Guðrún Gunnars, Ellen Kristjáns og svo þeir sem ég hef lært hjá og unnið með. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Þetta er eiginlega jafntefli milli Tapestry með Carole King og Jolene með Dolly Parton. toppurinn Vinsælast á Playlistanum: You’ve Got a Friend CAROLE KING Rainy Days and Mondays THE CARPENTERS Wide Open Spaces DIXIE CHICKS The House That Built Me MIRANDA LAMBERT Engill REGÍNA ÓSK Something in the Water CARRIE UNDERWOOD

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.