Feykir


Feykir - 12.07.2017, Page 12

Feykir - 12.07.2017, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 27 TBL 12. júlí 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hin árlega sumarmessa á Knappstöðum í Stíflu var haldin á sunnudaginn. Að vanda var fjölmennt við messuna og þéttsetið bæði inni í kirkjunni og í garðinum. Komu kirkjugestir ýmist ríðandi, gangandi eða akandi til kirkju. Sr. Gísli Gunnarsson þjónaði og Anna Kristín Jónsdóttir lék á orgelið. Messan hefur verið árviss viðburður síðan kirkjan var endurvígð í lok níunda áratugarins og er jafnan haldin sem næst afmælisdegi Guðbjargar heitinnar Indriðadóttur á Brúnastöðum en hún átti stóran þátt í því að kirkjan var endurbætt á sínum tíma. Um er að ræða elstu timburkirkju landsins og var hún byggð árið 1838 en árið 1881 var Knappstaðasókn lögð undir Barðssókn. /MYNDIR OG TEXTI: KSE Árni vinstra megin Í tilefni bjarnarmyndar Sumarmessa í Stíflu Messað í elstu timburkirkju landsins Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki hafði samband við Feyki eftir að hafa séð fréttamynd af Árna Gunnarssyni og hvítabirni í síðasta Feyki. Fréttin var um Þverárfjallsbjörninn sem sendur var suður í Náttúrufræðistofnun. Orðsendingin var í bundnu máli. Það er víst saga segin að sunnan er ei neinn veginn, En húnninn samt er Árna með hér. Húnninn er hægra megin. /PF Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.