Feykir - 28.02.2018, Qupperneq 8
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fyrir einhverjum árum síðan varð að frétta-
efni miklar deilur meðal íbúa Mosfellsbæjar
vegna búfjárhalds eins íbúans. Af því tilefni
orti Guðmundur Arnfinnsson svo:
Í Mosfellsbæ mikið þeir gala
og mannfólkið vekja af dvala
hanarnir tveir
og með háreysti þeir
sífellt á illdeilum ala.
Eins og sagt hefur verið frá nú undanfarið
í fjölmiðlum var Hinrik drottningarmaður
að kveðja jarðlífið. Á síðasta sumri gerðist
sá nokkuð yfirlýsingaglaður um hvar hann
vildi ekki liggja er út væri gengið lífsins spil.
Af því tilefni orti Guðmundur.
Hinrik prins er súr í sinni
sínum kjörum leiður á.
Hann kveðst ekki í eilífðinni
ætla að hvíla Möggu hjá.
Minnir að þessi sé eftir allsherjargoðann:
Í upphafi var orðið
og orðið var hjá þér
hvað af því hefur orðið
er óljóst fyrir mér.
Eitthvað hefur lygimál verið að angra
Sveinbjörn er þessi varð til.
Margur ló, og margur trúði,
mín var róin söm fyrir það.
Harmur þó á hugann knúði
er hjá þér rógurinn settist að.
Að lokum þessi eftir þennan kunna snilling.
Minn hugur úr byggðum til fjalla fer
er friður og stilling bregst,
og annan daginn í eyðisker
í óþoli sínu leggst.
Sigurlín Hermannsdóttir hefur gaman af því
að segja sögur í limruformi.
Á hraðferð hann var austur í Höfn
því heitbundin voru þau Dröfn
en í Öræfasveit
beið yngismær heit
og nú situr hann uppi með Sjöfn.
Hallmundur Guðmundsson hefur haft
þokkalega vist er þessi varð til:
Ég inni sit og sull´ í bjór,
sötra ölið drjúgum.
Úti gargar krumma kór,
kolsvartur að fljúg´ um.
Halldór Snæhólm var kunnur hagyrðingur á
árum áður hér í Húnaþingi. Einhvern tímann
þegar nálgaðist hreppsnefndarkosningar,
kannski í gamla Engihlíðarhreppi, orti hann
svo lipra hringhendu:
Vísnaþáttur 707 Enginn þokki eða trúað þér lokkar hylli.Þriggja flokka þú ert hjú,
þeirra brokkar milli.
Þegar Hannibal Valdimarsson fékk þá flugu
í hausinn að vilja, ásamt sínum fylgismönn-
um, sameinast gamla Sósíalistaflokknum
eitt sinn fyrir kosningar, þótti sumum nóg
um sem þar voru fyrir á fleti.
Einn af þeim var skáldið Kristján frá
Djúpalæk og kom hann áliti sínu á framfæri
með eftirfarandi vísu.
Hljóður reikar hugurinn
heiðar fram í dölum.
Finn ég ekki flokkinn minn
fyrir Hannibölum.
Úr því að farið er að fjalla um pólitík er
gaman að rifja næst upp þessa kunnu vísu
Bjarna frá Gröf.
Ég þingmenn háa heyrði þar
halda ræður dagsins.
Ég held þeir séu hornsteinar
í heimsku þjóðfélagsins.
Þegar Guðmundur Sigurðsson var með
vísnaþætti í útvarpinu sem voru óhemju
vinsælir, ásamt svokölluðum snillingum,
sendi hann eitt sinn tveimur byltingar-
sinnum á Akureyri eftirfarandi vísu. Trúlega
í þeim tilgangi að hvetja þá til yrkinga.
Enginn svör munu þó hafa borist.
Magnast heimsins myrkravöld
mjög til allra fanga.
Starir á oss stjörf og köld
Stalíns afturganga.
Áfram munu umræður hafa haldið um
dauða þess skrattakolls og munu einhverjir
hafa orðið til þess að harma þá guðs gjöf
eftir næstu vísu að dæma. Höfundur er hinn
snjalli vísnasmiður, Lúðvík Kemp.
Nú er engu gefin grið
göfugmennskan laus í vistum.
Sjálfur Stalín fær ei frið
fyrir gömlum kommúnistum.
Mikill fjársjóður varð til í vísnaformi þegar
snillingarnir ortu í útvarpinu. Á ég til í dóti
mínu þó nokkrar vísur sem þá urðu til og
get vonandi birt eitthvað af þeim síðar.
Væri gaman ef lesendur ættu hjá sér eða
kynnu eitthvað af því efni að heyra frá þeim
um það. Er þá að verða nóg párað að svo
komnu. Gott að leita til Ragnars S. Gröndals
með lokavísuna.
Létt er að stíga lífsins spor
ljúf er gleðin sanna.
Þegar eilíft æsku vor
er í hugum manna.
Veriði þar með
sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30
ára
Stúlkur segja frá grófum kynferðisafbrotum á Sauðárkróki
Raddir þolenda hafa áhrif
Fréttablaðið Stundin greinir frá
því að fjöldi stúlkna á
Sauðárkróki hafi orðið fyrir
kynferðislegri áreitni af hendi
ungs manns af staðnum og tvær
þeirra hafi kært hann fyrir
nauðgun. Málin voru látin niður
falla þar sem þau þóttu ekki
líkleg til sakfellingar. Mál
stúlknanna er reifað í ítarlegri
grein á Stundinni og því lýst
hvernig fólk upplifði þöggun og
meðvirkni samfélagsins með
gerendanum og hvernig kerfið
brást þeim í þeirra
erfiðu málum.
„Það er mjög erfitt að kæra.
Sérstaklega í svona litlu sam-
félagi, þar sem allt tvístrast,
annað hvort ertu með eða á
móti. Vissir aðilar stóðu með
mér og aðrir með honum.
Stundum heyrði ég að einhver
hefði sagt eitthvað allt annað en
viðkomandi hafði sagt við mig,“
segir önnur stúlknanna, sem
kærðu manninn, í viðtalinu.
Meðan stúlkurnar tókust á
við afleiðingar hinna meintu
brota, segja þær það erfitt að hafa
þurft að horfa upp á það að hann
naut vinsælda og ákveðinnar
virðingar; „ … hann verið
fyrirmynd barna á Sauðárkróki
og í uppeldishlutverki, bæði sem
starfsmaður á leikskóla og sem
fótboltaþjálfari yngri flokka, en
síðasta sumar var honum boðin
þjálfarastaða hjá Tindastól.“
Aðalstjórn Tindastóls sendi
frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni
en í henni segir m.a. að þær
ungu konur sem stigu fram og
sögðu sína sögu eigi skilið
þakklæti fyrir mikinn styrk.
Skömmin sé gerandans.
„Það er mikilvægt að íþrótta-
hreyfingin í heild sinni hlusti á
þessar raddir þolenda og að-
standenda þeirra, læri af þeim og
bregðist við af fullum þunga.
Ábyrgð stjórnenda, formanna,
forsvarsmanna og þjálfara er þar
mikil. Stjórnendur Ungmenna-
félagsins Tindastóls vilja því
sérstaklega taka fram að félagið
stendur með þolendum. Við
tökum ábyrgð okkar alvarlega og
við tökum málstað þolenda
alvarlega. Kynferðislegt ofbeldi,
kynferðisleg áreitni, einelti eða
annað ofbeldi verður ekki undir
neinum kringumstæðum liðið í
starfi Ungmennafélagsins Tinda-
stóls,“ segir m.a. í yfirlýsingu
aðalstjórnar.
Formaður og varaformaður
knattspyrnudeildar
segja af sér
Í yfirlýsingu sem birt var sl.
mánudagskvöld á Facebooksíðu
knattspyrnudeildar Tindastóls
kemur fram að Bergmann Guð-
mundsson, formaður deildar-
innar og Guðjón Örn Jóhanns-
son, varaformaður, hafi sagt sig
frá störfum fyrir félagið. Gera
þeir það til að axla ábyrgð á
mistökum sem þeir hafa gert
sem stjórnarmenn í málum
tveggja manna sem sakaðir hafa
verið um kynferðisbrot en notið
stuðnings deildarinnar. Segjast
þeir vonast til þess að með
yfirlýsingunni skapist friður um
störf knattspyrnudeildar Tinda-
stóls og félagsins alls.
Í yfirlýsingu þeirra Berg-
manns og Guðjóns taka þeir
undir orð aðalstjórnar Ung-
mennafélags Tindastóls. Þá
iðrast þeir gjörða sinna er varða
stuðning við dæmdan kynferðis-
brotamann en það mál komst í
hámæli sl. sumar. „Við þetta
viljum við bæta og lýsa því hér
með formlega yfir að deildinni
urðu á stór mistök í maí á
síðasta ári með stuðnings-
yfirlýsingu sinni við Ragnar Þór
Gunnarsson, þáverandi leik-
mann liðsins, sem dæmdur var
fyrir kynferðisbrot. Sú yfirlýsing
átti ekki rétt á sér og þykir okkur
leitt að hafa ekki staðið með
okkar fólki, hafa valdið því von-
brigðum og þolendum óþarfa
sársauka.
Hvað varðar mál fyrrum
starfsmanns okkar sem fjallað er
um í Stundinni síðastliðna helgi,
en þar koma fram 12 stúlkur og
segja sína sögu um samskipti við
manninn, er ljóst að deildinni
urðu á óafsakanleg mistök við
ráðningu hans í barna- og
unglingastarf félagsins.
Maðurinn er ekki dæmdur
fyrir nein brot, en slíkt afsakar
ekki í þessu tilviki að við gerðum
okkur ekki á neinn hátt grein
fyrir því hversu miklum von-
brigðum við vorum að valda
félagsmönnum okkar og þeim
þolendum sem hafa nú stigið
fram og sagt sögu sína.
Því miður getum við ekki
breytt því sem liðið er eða hvað
þá tekið til baka þær ákvarðan-
ir sem hafa verið teknar í
fortíðinni. En við vonum að við
getum á einhvern hátt sýnt
sársauka þolenda virðingu með
því að biðjast afsökunar á
ákvörðunum okkar og reyna að
leggja okkar af mörkum til þess
að félagið verði vel í stakk búið
til að taka RÉTT á málum í
framtíðinni. Málum eins og hafa
komið upp í umræðuna í kjölfar
#MeToo byltingarinnar sem og
öðrum málum sem ekki eiga
heima í heimi íþróttanna, frekar
en annarsstaðar. Eins og fram
kemur í yfirlýsingum Ung-
mennasambands Skagafjarðar
(UMSS) og Aðalstjórnar Ung-
mennafélags Tindastóls hefur
vinna staðið yfir í vetur við að
skrifa siðareglur fyrir félagið og
er það vel. Til að taka ábyrgð á
mistökum okkar segjum við
okkur frá störfum okkar fyrir
félagið. Það er okkar von að með
þessari yfirlýsingu skapist friður
um störf knattspyrnudeildar
Tindastóls og félagsins alls.
Áfram Tindastóll
Virðingarfyllst, Bergmann
Guðmundsson og Guðjón Örn
Jóhannsson.“ /PF
8 09/2018