Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 6
aftur orðnir menntasetur, er það með öðrum hætti en fyrrum. Orðtakið „heim að Hólum“ lifir enn. En það er fremur sem heit og sterk endurminning héraðsins, heldur en lifandi orðtak. Í þessum forna héraðshætti liggur að líkindum söguleg rót að því, sem nú nefnist „sæluvika Skagfirðinga“. Héraðsbúar hafa bætt sér upp missinn með því að skapa nýja aflstöð, en með þeim hætti gerða, að hún samsvarar nútíðar ástæðum. Dagur veit ekki til, að önnur héruð á landinu fari svipað að. En „Sæluvika Skagfirðinga“ er svo merkileg, að blaðið vildi vekja athygli á henni meiri, en áður hefur verið gert. Um það leyti er sýslufundur Skagfirðinga stendur yfir á Sauðárkróki, streymir þangað múgur og margmenni úr hér- aðinu. Er þá efnt til alls konar skemmtana og nytsamlegra samkvæma. Þar eru háðir sjónleikir söngskemmtanir, þul- in kvæði o. fl., flutt erindi um héraðs- og landsmál og settir málfundir, þar sem málin eru rædd og kapprædd. Á Króknum eru þá samkomur á fleiri stöðum en einum samtímis. Fyrirlestrar og málfundir standa fram á nætur. Einn þáttinn í þessari héraðsgleði á „Bændakór Skagfirðinga“. Nokkrir fyrirtaks raddmenn í héraðinu hafa um mörg ár haldið uppi æfingum og kórsöng undir forystu Péturs Sigurðssonar frá Geirmundarstöðum. Æfingarnar sjálfar mega teljast þrekvirki. Bændurnir búa dreifðir í víðlendu héraði. Sumir þeirra eru nokkuð við aldur. Þeir láta ekkert hamla því að þeir komi saman til æfinga. Launin eru þau, sem hinn ósíngjarni listaáhugi vinnur sér oftast: fremd í listinni, viðfleygt orðspor og þakklæti fólksins. Í „Sæluvikunni“ gefst mörgum héraðsbúum kostur á að njóta þeirrar skemmtunar og andlegu hressingar, sem listamenn þessir hafa að bjóða. Í Skagafirði er félag, sem heitir „Framfarafélag Skagfirð- inga“. Starfsemi þess er aðallega vekjandi. Það hefir til umhugsunar og umræðu almenn mál og þó einkum innanhéraðsmál. Þetta félag beitist fyrir því að erindi séu flutt og málin rædd í „Sæluvikunni“. Þessi allsherjarhátíð héraðsbúa, stendur mjög djúpum rótum í hugum þeirra. Allt árið hlakkar fólkið til „Sæluvikunnar“. Hvert ár er að einum þræði undirbúningur þess, er þar á að fara fram. Svo þegar upp renna hinir þráðu dagar, er uppi fótur og fit. Allir, sem að heiman komast, halda til Sauðárkróks. Séu ísalög á héraðinu og veður góð, getur orðið svipmikil för fólksins í löngum sleðalestum eða á góðhestum Skagafjarðar. Þá gerist mikil glaðværð í héraði og hugarhrif fólksins. Hvað er það svo, sem gerist í „Sæluvikunni“? Í fyrsta lagi eru rædd vandamál héraðsins á fundi sýslunefndarinnar. Í öðru lagi er skemmt gömlum og ungum. Í þriðja lagi eru héraðs- og þjóðmál reifuð og rædd á almennum málfundum. Merkur maður í Skagafirði skrifar ritstj. Dags um þann þátt síðustu „Sæluvikunnar“: „Sýslufundur er nýlega um garð genginn. Síðara hluta vikunnar lét Framfarafélagið að vanda halda fyrirlestra. Þá fluttu: Jónas læknir 2, Páll skólastjóri 1, Sigurður Þórðarson, Nautabúi, 1, Sigurður Sigurðsson sýslumaður 1, séra Lárus Arnórsson 1, séra Hallgrímur Thorlacius 1, og Ólafur Sigurðsson á Hellulandi 1. Umræður voru á eftir, og voru einkum miklar umræður Þann 8. október sama ár boðaði Eggert Briem, sýslumaður, til fyrsta sýslufundarins á Reynistað og segir sagan að upp frá því hafi skemmtanir verið haldnar í tengslum við sýslufundina. Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki árið 1886 og hefðin um skemmtiviku og héraðshátíð mótaðist. Í daglegu tali var vikan nefnd Sýslufundarvika, en orðið Sæluvika hefur verið orðið tungutamt í kringum 1920, en það sást fyrst á prenti árið 1917. Kannski vekur sæluvikan ekki heimsathygli almennt en í Heimskringlu 1. júlí 1925, dagblaði sem þjónaði íslensku samfélagi í Norður-Ameríku, er úttekt á menningarfyrirbærinu „Sæluvika“. Þar er reynt að útskýra fyrir Vestur-Íslending- um tilgang og gagnsemi hennar Grein Heimskringlu er sú sama og birtist í vikublaðinu Degi á Akureyri, 7. maí sama ár. Greinilegt er að Sæluvikan vekur aðdáun greinarhöfundar sem hvetur önnur héruð á Íslandi til að taka upp samskonar iðju og Skagfirðingarnir. Það er gaman að sjá að breytt nafn vikunnar, úr Sýslufundarvika í Sæluvika, er á þessum tíma að ná fótfestu og notar greinarhöfundur ætíð gæsalappir um nafnið nýja. Lítum á greinina sem segir frá „Sæluviku“ fyrsta aldarfjórðung síðustu aldar. Stafsetningu og rithætti hefur smávægilega verið breytt. WINNIPEG, 1. JULI, 1925. „Ungr vark forðum, fórk einn saman, þá varðk vlllur vega; auðig r þóttumk er ek annan fann, maðr er manns gaman.“ (Hávamál.) „Heim að Hólum“, var orðtak Skagfirðinga um það bil er á Hólum var biskupsstóll og skóli. Í tíð hinna fremstu biskupa, einkum Jóns Ögmundssonar, voru Hólar sannkallað andlegt heimili héraðsbúa. Víða fór og orðstír hins mikla kennimanns. „Heim að Hólum“, var lausnarorð almúgans í Skagafirði öldum saman. Meðan Líkaböng sendi þungar og langdrægar hljóðöldur um héraðið, streymdi múgurinn heim, þar sem heilög ljós brunnu á guðs altari, þar sem beið lausn og lækning við andlegum og líkamlegum meinum. Þannig eignuðust Skagfirð- ingar einskonar héraðsarin, þar sem þeir vermdust, og sál- ræna aflstöð, sem sendi endur- nærandi strauma út á meðal fólksins, inn á heimili fátækra og ríkra. Því var þeim mikill sviftir af, er biskupsstóllinn lagðist niður. Jafnvel þó Hólar séu SAMANTEKT Páll Friðriksson Sæluvika Skagfirðinga er á næsta leiti og eins og við er að búast er ýmis afþreying í boði. Sæluvikan á sér langa sögu en á vef Svf. Skagafjarðar er upphaf hennar rakin til hátíðar á Reynistað þann 2. júlí árið 1874, sama ár og Íslendingum var færð stjórnarskrá og var fagnað í Skagafirði sem og annars staðar á landinu. Þennan dag var haldinn mikil matarveisla í Espihólsstofu á Reynistað, en fram af henni var reist stórt tjald, þar sem fjöldi manns komst fyrir. Rædd voru ýmis þjóðþrifamál en er líða tók á daginn hófust dans- og söngskemmtanir sem stóðu fram á nótt. Talið er að þarna hafi verið lagður grunnur að skemmtanahaldi sem þróaðist næstu áratugina. Sæluvika Skagfirðinga hefst næsta sunnudag „Íslendingar þurfa fleiri þess háttar samkvæmi“ Nei-ið sýnt á Króknum 9.-14. febrúar í Sæluviku 1916. Falska tanta (Frænka Charley´s) sýnd 1914. Líklega úr Skugga-Sveini sem Templarar og UMFT sýndu í Sæluviku 21.-26. febrúar. Þarna má þekkja Steindór Steindórsson og Fjólu konu hans. Kjartan Haraldsson og Guðmund Sveinsson. 6 16/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.