Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 10
Sæluvika 2018 : Ævintýri á gönguför Fyrsta einkasýning Ástu Júlíu Í neðri sal KK Restaurant opnar brottflutti Króksarinn Ásta Júlía Hreinsdóttir myndlistasýningu sem hún kallar Ævintýri á gönguför. Myndirnar eru ýmist úr hugarheimi hennar eða málaðar eftir ljósmyndum sem hún hefur tekið á ferðum sínum um landið. Feykir hafði samband við Ástu Júlíu og spurði hana út í sýninguna. Þetta er fyrsta einkasýning Ástu Júlíu en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum, m.a. nemendasýningum og sýningu Arionbanka í strætóskýlum í Reykjavík. Hún segir aðspurð um tilurð sýningarinnar að Selma Hjörvarsdóttir, eigandi Ásta Júlía við eina mynda sinna. MYND Í EINKAEIGN KK Restaurants, hafi í fyrra- sumar boðið henni að halda sýningu á veitingastaðnum. „Ég var ekki alveg viss og þurfti aðeins að hugsa mig um, Síðla vetrar ákvað ég svo að taka skrefið og hafði samband við Selmu og við ákváðum sýningartíma.“ Ásta Júlía segist hafa byrjað að mála með olíu í Mynd- listaskólanum á Akureyri en eftir það voru litirnir að mestu ónotaðir í um það bil tíu ár. „Þegar ég svo tók þá fram að nýju var ekki aftur snúið,“ segir hún. Ásta Júlía er fædd og uppalin á Króknum og segir hún að sem barn og unglingur hafi hún alltaf verið með blýant og liti á lofti. Hún sótti hin ýmsu námskeið í Mynd- listaskólanum á Akureyri á árunum 1980-83, m.a hjá Helga Vilberg og Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni en einnig hefur hún sótt ýmis námskeið í myndsköpun í gegnum árin og á árunum 2006 og 2007 stundaði hún nám í myndmenntakennara- deild KÍ, m.a. hjá Ásrúnu Tryggvadóttur og Jóni Reyk- dal. Undanfarin ár hefur hún stundað nám við Myndlista- skóla Kópavogs, m.a. hjá Svan- borgu Magnúsdóttur, Birgi Rafni Friðrikssyni og Söru Vilberg. Myndirnar eru allar olía á striga og ýmist málaðar eftir humyndum úr kolli Ástu Júlíu eða eftir ljósmyndum sem hún hefur tekið á ferðum sínum um landið með tveimur undantekningum en tvær myndir eru málaðar eftir ljósmyndum Aðalsteins Guð- mundssonar. UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Kvenfrumkvöðlar hittast á Sauðárkróki Vel sótt ráðstefna og fjölbreytt dagskrá Ráðstefna undir yfirskriftinni Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni var haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 18. apríl sl. Var þar um að ræða endapunkt Evrópuverkefnis sem ber heitið FREE (Female Rural Enterprise Empower- ment) og hafði það að markmiði að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á lands- byggðinni. Verkefnið var samstarfsverefni sex aðila frá fimm löndum. Ásdís Guð- mundsdóttir hjá Vinnumála- stofnun stýrði verkefninu en Byggðastofnun var samstarfs- aðili á Íslandi. Um 60 manns sátu ráðstefnuna. Í upphafi ráðstefnunnar kynntu nokkrar konur á Norðurlandi vestra þau fyrirtæki eða verkefni sem þær eru í forsvari fyrir og kenndi þar ýmissa grasa, allt frá brúðuleikhúsi til bætiefnaframleiðslu. Að lok- inni kynningu á verkefninu var þátttakendum boðið að velja milli þriggja örvinnustofa þar sem viðfangsefnin voru stefnu- mótun, markaðssetning á net- inu og hönnunarhugsun í fyrirtækjarekstri. Ráðstefn- unni lauk svo með því að fjölmiðlakonan Sirrý Arnar- dóttir flutti stórskemmtilegan og lærdómsríkan fyrirlestur þar sem inntakið var að brýna konur til að koma fram af sjálföryggi og láta ljós sitt skína. Frá einni örvinnustofunni. MYND: FE Ein þeirra sem erindi fluttu á ráðstefnunni var Lilja Gunn- laugsdóttir, eigandi Skraut- mens, og sagði hún frá tengsla- neti fyrir frumkvöðlakonur á Norðurlandi vestra sem var hluti FREE verkefnisins. Feykir bað Lilju að segja lesendum örlíðið frá verkefninu. Lilja segir að í stuttu máli sagt hafi markmið FREE verk- efnisins verið að efla frum- kvöðlakonur á landsbyggðinni með fræðslu og hvatningu. Fræðslan felst meðal annars í námsefni á netinu sem nær yfir flest alla þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar verið er að reka fyrirtæki. Námsefnið er frítt og aðgengilegt á íslensku á heimasíðunni www. ruralwomeninbusiness .eu. Einnig voru haldnir netfundir á Skype þar sem konur hittust í svokölluðum hæfnihringjum og fengu þar tækifæri til að ræða saman um verkefni og vandamál sem þær stóðu frammi fyrir og tengdust þeirra fyrirtækjarekstri. „Þetta var frábær vettvangur til að kynnast öðrum konum í svipuðum sporum. Ég veit til þess að SSNV hefur lýst áhuga á því að halda áfram að halda utan um þessa hæfnihringi núna þegar FREE verkefninu er formlega lokið,“ segir Lilja. „Þriðji parturinn af verk- efninu og sá sem ég kom hvað mest að er tengslanet á svæðinu. Það voru stofnuð þrjú tengslanet, á Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi vestra en það er netið sem ég var þátttakandi í. Tengslanet snýst aðallega um það að hittast, kynnast öðru fólki þar sem maður getur leitað sér aðstoðar þegar þörf er á og verið til staðar þegar maður hefur tök á. Fundirnir sem við héldum voru mjög lifandi og skemmtilegir þar sem við kynntumst, fórum yfir hvaða verkefni hver og ein er að kljást við en við erum á mjög mismunandi stað hvað það varðar, allt frá því að bera hugmynd í maganum yfir í að vera búnar að reka fyrirtæki í nokkur ár. Það frábæra er að við höfum allar eitthvað fram að færa, með mismunandi reynslu og hugmyndir.“ Lilja segir verkefnið hafa gefið sér mikið, hún sé sjálfsöruggari, eigi auðveldara með að leita til fólks og það besta sé að hún hafi kynnst mörgu fólki sem hún hefði kannski ekki annars gert. „Því vonast ég eftir því að við náum að halda tengslanetinu á svæðinu lifandi því ég trúi því að gott tengslanet styrki og hvetji fólk til dáða. Allar þær sem hafa áhuga á að vera með í tengslanetinu geta annað hvort fundið Facebook-grúbbuna okkar, Frumkvöðlakonur á landsbyggðinni, Norðurland vestra, eða sent mér línu á liljag83@gmail.com.“ UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Lilja Gunnlaugsdóttir eigandi Skrautmens. Hún framleiðir m.a. óróa og selur í umbúðum sem hún hannar úr gömlum Feyki. MYND: FE 10 16/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.