Feykir


Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 25.04.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Bekkur. Feykir spyr... Hvað er ómissandi í Sæluvikunni? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Leikfélagið!“ Ólafur Smári Sævarsson „Það er búið að svæfa Sæluvikuna. Sakna dægurlagakeppninnar.“ Ólafur Björn Stefánsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Mínar bestu minningar eru í framtíðinni. – Erró Matgæðingar þessa vikuna eru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn á aldrinum 10-22 ára og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út ein- býlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir af kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur. RÉTTUR 1 Kotasælubollur 650 g hveiti ½ msk sykur (eða hunang) 3 msk sesamfræ, hörfræ 1 tsk salt 1 bréf þurrger 30 gr smjör 5 dl mjólk 100 gr kotasæla (má vera meira) Aðferð: Mjólk hituð, ger sett út í ásamt sykrinum og látið freyða. Öllu hinu bætt út í og hnoðað. Látið lyfta sér. Mótaðar bollur og settar inn í 200° heitan ofn uns þær hafa brúnast. RÉTTUR 2 Góð kaka með kaffinu eða sem eftirréttur Botn: 3 egg 3 dl sykur 4 msk smjör 100 g suðusúkkulaði 1 tsk salt 1 tsk vanilludropar 1½ dl hveiti Aðferð: Egg og sykur hrært vel saman. Smjör og súkkulaði sett í pott og brætt, kælt og bætt saman við eggjablönduna. Svo er afganginum af hráefninu bætt út í. Sett í form og bakað við 180° í 17 mínútur. „Leikritið hjá leikfélaginu, sýningin hjá Sólon myndlistarfélagi og síðast en ekki síst gott ball.“ Elsa Lind Jónsdóttir „Vorið kemur með Sæluvikunni, góðri leiksýningu og nettum Van Gils. Ómssandi þættir í góðri Sæluviku.“ Edda Þórðardóttir Sudoku Kotasælubollur og karamellukaka ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Kristín Guðbjörg og Hannes Guðmundur á Kolbeinsá 1 Karamella: 4 msk smjör 1 dl púðursykur 3 msk rjómi Aðferð: Sett í pott og soðið saman í karamellu (ekki soðið of mikið). Kakan tekin úr ofninum, kara- mellan sett út á kökuna sem er stungið aftur inn í ofn í 17 mínútur. Stráið rifnu súkkulaði ofan á kökuna þegar hún er bökuð og svo er hún borin fram með þeyttum rjóma. (Einnig er snilld að eiga þessa köku í frystinum þegar gesti ber að garði). Guðbjörg og Hannes skora á Ólöfu og Böðvar á Mýrum 2 að taka við sem matgæðingar. Verði ykkur að góðu! Fjölskyldan á Kolbeinsá 1. Frá vinstri: Friðrik Hrafn, Kristín Guðbjörg, Hilmar. Hannes Guðmundur, Jón Ómar og Alexandra Rán. MYND ÚR EINKASAFNI Kotasælubrauð. MYND AF NETINU 16/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. James Bond er ekki bara njósnari, kvennamaður eða martiniþambari heldur hefur hann ætíð góðan aðgang að flottum lúxusbílum sem oftar en ekki eru útbúnir ólíklegustu tækjum og tólum sem koma að góðum notum í spæjaraleik. Líklega er Aston Martin lúxusbíllinn af DB5-gerð þekktasta kerran en sá birtist í einum fimm myndum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá var bíllinn með þrjár mismunandi númeraplötur í Goldfinger sem kom út 1964. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er námssveit ungra manna. Ofan renn um hlíðarnar. Kælt hef dömur danshúsanna. Dugum vel við smíðarnar. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.