Feykir


Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 26.09.2018, Blaðsíða 2
Enn eina ferðina er verið að skerða þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar í nafni stafrænnar byltingar. Nú síðast er það tryggingafélagið „þar sem tryggingar snúast um fólk“ sem ætlar að skera niður þjónustu á stórum svæðum á landinu. Það heitir „að sameina skrifstofur“ á þeirra máli en að sjálfsögðu er hér bara verið að loka skrif- stofum á átta stöðum á land- inu. Að auki er svo umboðs- mönnum á þrettán stöðum til viðbótar sagt upp. Það eru ýmsar fórnirnar sem við sem búum á landsbyggðinni höfum þurft að færa í nafni hagræð- ingarinnar. Bankar, pósthús, og margs kyns önnur þjónusta hefur verið lögð af því við höfum víst ekki þörf fyrir hana lengur. Tryggingafélagið hlýtur að ætla sér að meta hvers kyns tjón í gegnum tölvu, kannski gengur það upp en ég hef enn ekki fyrirfundið þann banka sem getur afgreitt skiptimynt í gegnum tölvuna. En það eru reyndar ekki bara þeir sem búa á landsbyggðinni sem búa við skerta þjónustu, í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er það sama uppi á teningnum og bitnar að sjálfsögðu mest á þeim sem síst skyldi, eldra fólki og öryrkjum. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að tækninni fylgi engin hagræðing, langt frá því. En stundum geta hlutirnir orðið ansi snúnir. Mér dettur í hug sagan af manninum sem bjó á afskekktum stað úti á landi og týndi símanum sínum í smalamennsku og komst ekki umsvifa- laust til borgarinnar að redda sínum málum. Svo óheppi- lega vildi til að bankakortið eða -kortin hans voru í símaveskinu og því einnig glötuð. Minnsta mál var að fá ný kort send en málið vandaðist þegar átti að fara að nota þau. Viðkomandi gat nefnilega ekki tekið út af kortunum sínum nema nálgast Pin-númerin sín og þau gat hann ekki nálgast nema í heimabankanum, þau voru ekki gefin upp í gegnum síma. Og í heimabankann komst hann ekki nema með rafrænum skilríkjum í gegnum síma og nýjan síma gat hann ekki keypt nema hafa Pin-númer. Er þetta kannski það sem kallast hringavitleysa? Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Í nafni tækninnar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Aðeins lönduðu fjórir bátar á Skagaströnd í síðustu viku. Línubáturinn Óli á Stað var þeirra aflahæstur með rúm 23 tonn en alls var sléttum 59.600 kílóum landað þar. Á Sauðárkróki lönduðu sjö skip og bátar tæpum 542 tonnum. Af þeim var Drangey SK 2 aflahæst með tæp 162 tonn. Engu var landað á Hvammstanga né á Hofsósi. Heildarafli vikunnar var 601.424 kíló. /FE Aflatölur 16.–22. september 2018 á Norðurlandi vestra Fáir á sjó í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 161.905 Fjölnir GK 157 Lína 57.767 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 70.885 Kristín GK 457 Lína 63.792 Málmey SK 1 Botnvarpa 159.662 Onni HU 36 Dragnót 3.300 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 24.513 Alls á Sauðárkróki 541.824 SKAGASTRÖND Guðbjörg GK 666 Lína 10.271 Hulda GK 17 Lína 16.548 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 9.552 Óli á Stað GK 99 Lína 23.229 Alls á Skagaströnd 59.600 Norðurland vestra Íbúum fjölgar um 0,5% á Norðurlandi vestra Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 36 einstakl- inga eða 0,5% á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru nýlega. Mesta fjölgunin í landshlutanum varð í Blönduósbæ en þar fjölgaði íbúum um 43 sem nemur 4,8% fjölgun. Heildaríbúafjöldi á Íslandi var, þann 1. september, 354.152 og hafði fjölgað um 1,7% frá 1. desember 2017. Hlutfallsleg fjölgun var mest í Mýrdalshreppi, um 9,1% en hlutfallsleg fækkun var mest í Reykhólahreppi, um 9,7%. Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norður- landi eystra þar sem fækkaði um 0,4%. Í tölum Þjóðskrár má sjá að Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennast sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar voru Blönduós Húnabraut 4 öll í eigu Ámundakinnar íbúar þann 1. september 3.979 og hafði fjölgað um 34 eða 0,9% á tímabilinu. Í Húnaþingi vestra voru íbúar 1.179 en þar hafði fækkað um ellefu manns eða 0,9%. Í Blönduósbæ voru 935 íbúar þar sem hafði, eins og áður segir, fjölgað um 43 eða 4,8%, á Skagaströnd voru íbúar 456 og fækkaði íbúum þar um 24 eða 5% sem er mesta fækkunin í landshlutanum. Íbúar Húna- vatnshrepps voru 380 og hafði fækkað um sjö manns eða 1,8%, í Akrahreppi voru 198 íbúar og hafði fjölgað um fjóra eða 2,1% og fámennasta sveitarfélagið er Skagabyggð með 89 íbúa en þar hafði fækkað um þrjá sem jafngildir 3,3% fækkun. /FE Ámundakinn ehf. og Búrfjöll ehf. undirrituðu nýlega samning um kaup Ámundakinnar á hlut Búrfjalla í húsinu að Húnabraut 4 á Blönduósi. Um er að ræða rúmlega 500 m2 verslunar- og iðnaðarhúsnæði auk tæplega 300 fermetra skemmu. Einnig fylgir allstórt afgirt geymslusvæði og lóð. Þar með hefur Ámundakinn eignast allt húsnæðið að Húnabraut 4. Jóhannes Torfason, fram- kvæmdastjóri Ámundakinnar, segir í samtali við Húna.is að markmiðið með kaupunum sé að greiða fyrir og vinna að því að Hluti hússins að Húnabraut 4. MYND: FE myndast geti heilstætt verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni, jafnvel einskonar mini-moll áður en langt um líður. Jóhannes segir ennfremur að viðræður séu hafnar við aðila sem sýnt hafi svæðinu áhuga og vonist félagið eftir að á næstunni komi niðurstöður þeirra viðræðna í ljós. Auglýsir hann jafnframt eftir fleiri aðilum sem áhuga kynnu að hafa á að finna rekstri sínum samastað þarna eða stofna til nýs rekstrar. /FE Stórsýning og skagfirsk gleði Laufskálagleði framundan Nú um helgina verður gleði og gaman í Skaga- firði er Laufskálaréttir fara fram. Dagskráin tekur yfir þrjá daga og hefst á föstudagskvöldið. Stórsýning og skagfirsk gleði verður í reiðhöll- inni á Sauðárkróki þar sem ýmislegt verður í boði. Meðal atriða mun fjölskyldan á Sunnuhvoli í Ölfusi mæta á svæðið en hún hefur gert garðinn frægan með glæsilegan hestakost. Sigga Sig. þekkja allir hestamenn landsins og er því lofað að hann verði flugríðandi í höllinni á föstudagskvöldið. Á laugardag verður stóðið í Kolbeinsdal rekið til Laufskálaréttar um klukkan 11:30 en réttarstörf hefjast klukkan 13. Um kvöldið mun svo Jónsi í Svörtum fötum mæta og halda uppi réttarballs- stemningu í reiðhöllinni. Á sunnudag verða opin hús víða í firðinum en þá bjóða hrossabændur áhugasama hestamenn vel- komna í heimsókn. /PF 2 36/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.